Dagrenning - 01.12.1952, Síða 3
DAGRENNING
6. TÖLUBLAÐ
7. ÁRGANGUR
REYKJAVÍK
DESEMBER 1952
Ritstjóri: JÓNAS GUÐMUNDSSON, Reynimel 28, Reykjavík. Sími 1196
Sagan um „Vitringana frá Austurlöndum“ mun nú vera taliti þjóðsaga eða
helgisögn eins og það er kallað af nýguðfrœðivisindum vorra daga. Sennilega
trúa fáir þx>í lengur, að þcssir vitringar hafi nokkru sinni verið til og lialda
að þetta sé ein af helgisögnum þeim, sem myndast hafa á hinutn „óupþlýstu“
miðöldum, þegar mennirnir voru trúgjarnir og hjátrúarfullir.
En hvað sem þessurn skoðunum siðari tima liður, þá er sagan um vitring-
ana frá Austurlöndum fyrir margra hluta sakir hin athyglisverðasta. Þegar á
fyrstu öld þegar Mattheusarguðspjall er talið vera samið er þessi „helgisögn“
komin inn i frásögnina svo þvi er ekki til að dreifa að um „siðari tima viðbót“
sé að reeða. Frásögnin hefir fylgt kristninni frá dögum postulanna og þess vegna
er engin ástceða til að setja hana i neinn „skammarkrók“. Frásögn Mattheusar
um komu þeirra er þannig:
„En er Jesús var fœddur, sjá, þá komu vitringar frá Austurlöndum til Jerú-
salem og sögðu: Hvar er hinn nýfeeddi konungur Gyðinga.“(]úda). Þvi að vér
höfum séð stjörnu hans austur frá og erum komnir, til þess að veita honutn
lotning. En er Heródes konungur heyrði þetta, varð hann felmtsfullur og öll
Jerúsalem með honum; og er hann hafði safnað saman öllum eeðstu prestum
og frceðimönnum lýðsins, spurði hann þá, hvar Kristur cetti að fceðast. Og þeir
svöruðu honum: í Betlehem i Júdeu. Þvi að þannig er ritað af spámanninum:
Og þú Betlehem, land Júda, ert engan veginn liin minnsta meðal höfðingja
Júda; þvi að frá þér mun koma höfðingi, sem vera skal hirðir lýðs míns, Israels.
Þá kallaði Heródes vitringana til sin á laun og fékk hjá þeim glögga grein á
þvi, hve lengi stjarnan hefði sést; lét hann þá siðan fara til Betlehem og sagði:
Farið og haldið vandlega sþurnum fyrir um barnið og er þér hafið fundið það,
þá látið mig vita, til þess að ég geti einttig komið og veitt þvi lotningu. En er
þeir liöfðu hlýtt á konunginn fóru þeir leiðar sinnar. Og sjá, stjarnan, sem þeir
höfðu séð austurfrá, fór fyrir þeim, þar til er Irún staðnœmdist þar yfir, sem
barnið var. En er þeir sáu stjörnuna glöddust þeir harla mjög. Og þeir gengu
inn i húsið og sáu barnið, ásamt Mariu móður þess, og féllu fram og veittu þvi
lotning. Og þeir opnuðu fjárhirslur sinar og fcerðu þvi gjafir: gull, reykelsi og
myrru. Og er þeir höfðu fengið bendingu i draumi um það, að hverfa ekki
DAGRENN I NG 1