Dagrenning - 01.12.1952, Page 4
aftur til Heródesar, fóru þeir aðra leið lieim til lands sins.“ Guðsþjallið segir
ennfremur frá þvi, að Jósef vitraðist engill i draumi er sagði: „Ris uþp og
tak barnið og móðir þess með þér og flý til Egiptalands.“ „En er Heródes sá,
að hann var gabbaður af vitringunum, varð liann afarreiður, sendi út og lét
myrða öll sveinbörn i Betlehem og öllum nálœgum héruðum, tvœvetur og þaðan
af yngri eftir þeirri timalengd, sem hann hafði komist að hjá vitringunum."
*
í frumkristninni og fram i miðaldir vissu menn nöfn vitringanna. Beda
prestur hinn fróði (672—735) segir að þeir hafi heitið Melsior, Kaspar og
Balthasar og lýsir hverjum þeirra nánar, en i Bibliunni eru þeir aðeins nefndir
„vitringarnir frá Austurlöndum“.
Saga þeirra sýnir m. a. hve hátt stjörnuspeki þeirra tima hefir staðið. Ekki
er vitað hve langt „að austan“ þeir hafa liomið, en af viðtali þeirra og Heró-
desar má ráða, að „stjarna“ Krists hafi sést i nœrfellt tvö ár, þar sem hann lcetur
myrða öll tveggja ára gömul sveinbörn og yngri. Gœti þetta bent til, að þeir
hefðu komið langt að austan.
Margir liafa brotið lieilann um það, hverjir og hvaðan vitringarnir voru,
en hœtt er við að sú gáta verði seint ráðin. Þeir voru fulltrúar hins heiðna
heims við komu Frelsarans. En för þessara vittru manna hafði hinar alvar-
legustu afleiðitigar. Afleiðingar, sem þá mun ekki hafa órað fyrir, þó vitrir og
frarnsýnir vccru. Hún kostaði þúsundir smásveina lifið, og meiri sorg i Betle-
hem og héruðunum þar umhverfis en orð fá lýst.
Menn hafa efast um, að sagan um morðin á sveinbörnunum vceri sönn.
En ekki er ástceða til að efa það. Enn i dag gerast svipaðir atburðir i lönd-
um einrœðis og kúgunar þar sem Kristi hefir verið útrýmt. Og þó atburð-
urinn sé voðalegur frá almennu sjónarmiði séð, er rétt að gceta þess fyrir
hvern hin ungu sveinbörn létu lifið. Þau voru fyrstu pislarvottar þessarar
jarðar, sem létu lif sitt fyrir Frelsarann. Ef það er rétt, að þeir, scm liðið hafa
píslai~ucettisdauða fyrir trú sina og þjónustu við Frelsarann, muni öðlast mikla
hlutdeild i fög?iuði Krists, getum vér gert oss i hugarlund hvilik dýrð hefir
beðið hinna ungu og saklausu barna, sem liflátin voru vegna fceðingar Hans.
Um alla eilífð munu þeir ungu sveinar og jafnaldrar Jesú Krists verða ein
stolíasta fylkingin i herskörum Hans, því allir, sem deyja Hans vegna lifa
eiliflega.
GLEÐILEG JÓL!