Dagrenning - 01.12.1952, Page 11

Dagrenning - 01.12.1952, Page 11
J. W. TAYLOR: FRÁSÖGN RABANUSAR MAGDALENU-HANDRITIÐ í bókasafni Magdalenu-skólans í Oxford er nrerkilegt, gamalt handrit: Líf heilagrar Maríu Magdalenu (nr. 89 í bókaskrá safns- ins). Haldið er fram, að handrit þetta sé eftir- rit af samnefndu frumriti eftir Rabanus Maurus, erkibiskup í Mainz, sem fæddur var árið 776 og dó 856. Núverandi bóka- vörður safnsins (séra H. A. Wilson) telur að handritið sé frá fyrri liluta 15. aldar, eða nokkru eldra en skólinn, en liann var stofn- aður um rniðja öldina. Saga handritsins er ókunn með öllu. Það er nrjög smekklega ritað, á pergamcnt, og fallega skreytt með litum og gulli. Skriftinni og skreytingunni svipar mjög til þess, sem er á afritinu af Opus teitium eftir Roger Bacon, í Bodley bókasafninu, en það er almennt tal- ið vera frá síðustu árum 14. eða byrjun 15. aldar. Nafnið er ritað með rauðu efst á hverri síðu, og hefur sennilega verið skrifað eftir að lokið var að rita textann, því að sumstað- ar mótar fyrir klessum eftir stafina hinum megin á opnunni. Rithöndin er þó hin sama bæði á nafninu og textanum, þar er enginn munur sjáanlegur. Það leynir sér ekki, að þetta afrit af sög- unni um líf heilagrar Maríu (sennilega gcrt cftir frumriti Rabanusar og eina afritið, sem rnenn vita að til sé) er unnið af atvinnu- skrifara. Það sést á hinu vandvirknislega út- flúri, á ýmsum villum í afritinu og að í lok verksins fer skrifarinn að endurrita predikun eftir Origenes um heilaga Maríu Magdalenu. í þessu bindi eru sex handrit, og bandið er sennilega frá því á 16. öld, eða máske nokkru vngra. Frumritið, sem þetta er skrifað eftir, er án efa ritað af Rabanusi sjálfum, eða þá að höf- undur þess hefur stuðst mikið við predikanir Rabanusar, því helidarsvipurinn og stíllinn á verkinu er nauða líkur verkum þessa fræga höfundar, eins og M. Faillon hefur Ijóslega sýnt fram á. Bókin hefur líka fyrr á öldum verið talin verk Rabanusar, t. d. á kunnum lista eða bókaskrá eftir William Cave (Scriptorum Ecclesisticorum Historia Literaria II. Ir. bl. 38, Oxford 1740—1743). Ég er þeirrar skoðunar, að handritið sé svo nrerkilegt og líkurnar fyrir því, að það sé frá Rabanusi runnið svo miklar og ótvíræðar, að um fölsun geti ekki verið að ræða. En hafi frumritið verið eftir Rabanus Maurus, megum vér tvímælalaust treysta því, sem hann segir í formálanum, að hann hafi skráð það eftir gögnum og handritum frá enn eldri tímum. Fvrir vinsemd forráðamanna skólans og bókavarðarins get ég birt hér fyrstu síðu handritsins, (Sjá mynd.) og með stuðningi af skýringarriti Faillons er ennfremur unnt að segja ítarlega frá efninu og þýða sumar merki- legustu greinarnar eða kaflana orðrétt. FORMÁLI RABANUSAR. Þetta verk, sem fjallar ekki aðeins um líf heilagrar Maríu Magdalenu, heldur líka systur hennar, heilagrar Mörtu, skiptist í 50 kafla auk inngangs eða formála, sem er á þessa leið: DAGRENNING 9

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.