Dagrenning - 01.12.1952, Qupperneq 12

Dagrenning - 01.12.1952, Qupperneq 12
„Hin íhugunarverða lífssaga blessaðrar Aíaríu Magdalenu, hverrar nafn vér nefnum með dýpstu lotningu, sem var ástúðlega út- valin og elskuð af Kristí, og sagan um hið starfsama líf hennar dýrðlegu systur, þjónustu Krists, heilagrar Mörtu, og þá vináttu og end- urllfgun, sem Drottinn vor heiðraði með hinii virðulega bróður þeirra, Lazarus, er ekki byggð á sögnum eða uppgötvunum síðari tíma, heldur á óyggjandi heimildum hinna fjögurra guðspjallamanna ásamt því að ka- þólska kirkjan um heirn allan tignar þessar staðreyndir og trúir þeim, eins og þær hafa verið boðar frá upphafi trúar vorrar. Trú, sem þannig er staðfest af guðlegum véfréttum þarf ekki á mannlegum auglýs- ingurn að halda. „Hver eyru hefir að heyra, hann heyri hvað andinn segir söfnuðunum“ fyrir munn heilags Jóhannesar guðspjallamanns, um þá rniklu kærleika, margvísleg samskipti og unaðslega samfélag, sem var milli Sonar hinn- ar Heilögu Meyjar og vina hans Mörtu, Maríu og Lazarusar. Því skrifað stendur: „Ég elska þá, sem elska mig“, og heilagur Jóhannes ritar: „En Jesús elskaði þau Mörtu og systur hennar og Lazarus.“ Þetta er vitnisburður lærisveins- ins Jóhannesar, sem elskaði Jesú rneira en hinir lærisveinarnir. Það er vitnisburður post- ulans, sem hallaði sér að brjósti Jesú við kvöldmáltíðina. Það er vitnisburður guð- spjallamannsins, sem Kristur á krossinum fól að annast og aðstoða rnóður sína, hina Heilögu Mey. Ó, þér hamingjusömu, helgu menn, sem fagnaðarboðskapurinn gefur slíka dýrð, slík- an vitnisburð! Til þess að þessi atriði rnegi verða enn ljós- ari, þykir mér rétt, að draga saman á einn stað hinar helgu frásagnir guðspjallamann- anna og bæta þar við, eins samviskusamlega og mér er unnt, því sem vitað er um þessa vini Frelsara vors, eftir himnaför hans, eins og feður vorir hafa sagt oss það og eftir þeim gögnurn, sem þeir hafa látið oss í té með ritum sínum. Og til þess að auðvelda verkið og forðast endurtekningar, skal nú revnt að skýra frá því í stuttu rnáli, sem hinar fornu heimildir segja oss um uppruna, fæðingu, uppeldi og hæfileika Mörtu, Maríu og Laza- rusar, til vegsömunar Drottni vorurn og Frelsara og vinum hans til lofs og dýrðar.“ BETANÍU-FJÖLSKYLDAN. Fyrsti kapítulinn hefst á stuttri sögu Bet- aníu-fjölskyldunnar. í nágrenni Jerúsalem, við Olíufjallið, hér urn bil 15 skeiðrúm (kílómetra) í austur frá borginni helgu, er lítill bær, sem heitir Bet- anía, heimkynni Maríu Magdalenu, Lazarus- ar og Mörtu. Þar fæddist hin blessaða Marta, sem gekk urn beina fyrir Drottinn vorn. Móðir hennar hét Eucharía og átti ætt sína að rekja til konunga ísraels. Faðir henn- ar, Theophilus, var sýrlenskur prins og land- stjóri í sjávarhéraðinu. Hin heilaga Marta átti mjög fagra systur, sem hét María, og ungan bróður, að nafrii Lazarus. Öll voru þau rómuð fyrir dvggðir og góðar gáfur og kunnáttu í hebreskri tungu, sem þau höfðu lært vel. í 2. kapitulanum er oss ennfremur sagt, að þau hafi erft miklar landeignir, peninga og þræla, að stór hluti af Jerúsalem (auk þorps- ins Betaniu) hafi verið eign þeirra, að þau hafi ennfremur átt land í Magdalnum (vinstra rnegin við Galileu vatnið) og aðra Betaníu (eða Bethabara) þar sem Jóhannes skírari boðaði kenningar sínar. Þessi þrjú systkini bjuggu saman, og Marta, sem var þeirra elzt, hafði yfirumsjá með eignunum. Þegar yngri systirin óx upp flutti hún frá Betaníu og settist að í Mag- dölurn, annaðhvort á eign sinni þar eða sem 20 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.