Dagrenning - 01.12.1952, Qupperneq 16
anna liófust fór Lazarus frá Betaníu til
Kýprus, boðaði þar ríki Guðs og varð fyrsti
kristni biskupinn á eynni.
VÉRKASKIPTING POSTULANNA.
36. kapítulinn er á þessa leið:
Eftir dauða Stefáns píslarvotts fékk Sál
köllun frá himnum fyrir trúna, en var ekki
nefndur Páll fyrr en tólf árum síðar. Þeir,
sem fóru úr landi með Filippusi og öðrum
félögum Stefáns, boðuðu guðsríki hvar sem
þeir komu. Loks komu þeir til Antiokkíu,
þar sem stór söfnuður kristinna manna safn-
aðist saman. Þar varð nafnið „kristinn" upp-
haflega til, þar var yfirbiskupsembættið stofn-
að af Pétri postula og þar skipaði hann Eno-
dius yfirbiskup í sinn stað, þegar liann hélt
aftur til Jerúsalem til hinna postulanna.
Samkvæmt fyrirmælum Frelsarans héldu
þeir allir þannig áfram um tólf ára skeið og
prédikuðu aðeins fyrir hinar tólf ættkvíslir
Hebrea.
Á þrettánda ári eftir himnaför Jesú (árið
47) var Jakob bróðir Jóhannesar veginn með
sverði. Pétri var varpað í fangelsi og heilag-
ur andi kallaði Pál til postula vfir heiðingj-
unum og hann lagði af stað í trúboðsferðir
sínar. Þá tók hann upp nafnið Páll.
Árið eftir (14. árið eftir himnaförina, árið
48) skiptu postularnir með sér verkum sem
hér segir:
Tómas og Bartholomeus áttu að sjá um
austurhlutann.
Simon og Mattheus um suðurhlutann.
Filippus og Taddeus um norðurhlutann.
Mattheus og Jakob um miðhlutann („Me-
diuin mundi“).
Jóhannes og Andrés héruðin við Miðjarð-
arhafið, og
Pétur og Páll ríkin fvrir vestan.
Þá kom Páll til Jerúsalem til þess að hitta
Pétur bæði til þess að veita og fá frá þeim
Jakobi, Jóhannesi og Pétri fullgilda viður-
kenningu á postullegu samstarfi þeirra. Síð-
an hélt hann af stað ásarnt Barnabas til þess
að boða fagnaðarerindið í Sýrlandi og Illyríu.
Pétur, sem nú var að leggja af stað að aust-
au, áleiðis til Rómar, valdi úr nokkra af elstu
og beztu lærisveinum Krists, til þess að flytja
fagnaðarerindið í þeirn hlutum Vesturlanda,
sem hann gat ekki ferðast urn sjálfur. Til
Frakklands, sem var seytján héruð, sendi
hann jafn marga presta, og til spönsku hér-
aðanna, sem voru sjö, sendi hann einnig til-
svarandi tölu af fræðurum.
HEILAGUR MAXIMINUS.
Af þessurn tuttugu og fjórum eldri læri-
sveinum var Maximinus færastur og fremst-
ur. Hann var einn hinna sjötíu lærisveina
Drottins vors og Frelsara, göfgaður af mætti
hans, kraftaverkum og kenningum, og foringi
kristinna manna, næstur á eftir postulunum.
Hin blessaða María Magdalena, sem tengd
var órjúfandi kærleiksböndum við trú og
heilagleika þessa lærisveins, ákvað að slíta
ekki félagsskap eða samvistum við hann,
hvert sem Guði kynni að þóknast að senda
hann.
Hin heilaga Guðsmóðir hafði nú verið
kölluð til himna, og tíu af postulunum voru
farnir, en h\’að sem hinni miklu hollustu
lærisveinanna við postulana leið, var þeirn
ekki unnt að vera sarnan þegar hatursofsókn-
ir Gyðinga gegn kirkjunni hófust, eftir
að Heródes hafði látið hálshöggva heilagan
Jakob, varpa Pétri í fangelsi og hrekja kristna
menn út úr ríki sínu.
Þegar lærisveinarnir fóru fylgdu þeim hin-
ar göfugu hefðarkonur og ekkjur, sem höfðu
þjónað þeirn í Jerúsalem og fyrir austan.
Meðal þeirra var lieilög Marta, en Lazarus
bróðir hennar var þá þegar orðinn biskup á
Kýprus, og Marsella, þjónusta Mörtu, sem
14 DAGRENNING