Dagrenning - 01.12.1952, Side 17
ávallt fylgdi henni. Heilagur Parmenas
djákni, fullur trúar og guðlegrar náðar, var
enn fremur einn af lærisveinum hans.
Hans umsjá fól heilög Marta sig í Kristi,
þótt heilög María hefði þá falið sig umsjá
hins heilaga Maximinusar.
Samkvæmt undursamlegu ráði guð'tegrar
forsjónar hélt nú þessi hópur til Vestur-
landa. Guð vildi að verðleikar binnar heilögu
Magdalenu og systur hennar vrðu heiminum
kunnar af fleiru en Guðspjöllunum, og þar
sem Austurlönd höfðu til þessa verið heiðruð
með heilagri návist þeirra og fordæmi, áttu
nú strandir Vesturlanda að verða kunnar
fyrir komu þeirra og helgaðar af heilögum
minjum frá þeim.
FÖRIN TIL FRAKKLANDS.
37. kapítuli: Þess vegna lögðu þeir nú af
stað út á hafið í þesa kristnu herferð: heilag-
ur Maximinus, foringinn, blessaður Parmen-
as erkidjákni, biskuparnir Trophimus og
Entropius og aðrir leiðtogar, ásarnt hinni
guð-frægu Maríu Magdalenu og systur
hennar.
Þegar þau héldu frá ströndum Asíu var
þeim gefinn byr góður, og sigldu þau sem leið
liggur um Tvrrhenum hafið rnilli Evrópu og
Afríku, með Rómaborg og alla Ítalíu á hægri
hönd. Síðan breyttu þau farsælega stefnunni
til hægri og tóku land nálægt borginni Mar
seilles í héraðinu Viennoise í Frakklandi, við
ósa árinnar Rhon. Þar dreifðist hópurinn,
eftir að þau höfðu ákallað Guð, hinn mikla
konung alls heimsins, og hélt hver hópur til
þess héraðs, sem Heilagur andi hafði beint
för hans til. Allsstaðar var fagnaðarerindið
boðað „og var Drottinn með þeim í verki og
staðfesti orðið með táknunum, er samfara
voru.“
Foringinn, heilagur Maximinus fór til Aix
(Aquensem) höfuðborgarinnar í Narbonn-
aise hinu síðara — og þar var ferðatakmarki
blessaðar Maríu Magdalenu einnig náð.1)
Með heilögum Parmenas fór hin virðu-
lega þjónusta Drottins vors og frelsara, heilög
Marta, og þjónusta hennar, Marsella, ásamt
fleirum.
*
38. kapítuli. Þegar heilagur Maximinus
hafði sezt að í Aix tók hann að sá hinu
góða sæði himneskra kenninga í hjörtu heið-
ingjanna. Sjálfur stundaði hann nótt og dag
prédikanir, bænahald og föstur, til þess að
snúa trúleysingjum þessa lands til þekkingar
á Guði og þjónustu við hann.
Brátt gaf boðun fagnaðarerindisins af sér
nýja trúaruppskeru og blessaður Maximin-
us, yfinnaður kirkjunnar, varð víða kunnur
fyrir margvíslega, guðlega yfirburði í krafta-
verkum sínum.
Með honum, og í sömu kirkju, sökkti sér
niður í íhugun heilög María Magdalena, sem
Frelsarimr hafði sérstaklega gefið vináttu
sína, því þar sem hún hafði af svo mikilli
vizku valið hið betra hlutskiptið, sem hún
fann við fætur Drottins síns, átti það, sam-
kvæmt loforði lians, aldrei að verða frá henni
tekið.
En sökum þess, hve mjög hún bar fyrir
brjósti frelsun þeirra sálna, sem hún hafði
ferðast fyrir til Vesturlanda, alla leið að endi-
mörkum heimsins, neitaði hún sér oft um
unaðsemdir hugleiðslunnar, til þess að pre-
dika vfir trúleysingjunum eða styðja þá
kristnu í trú sinni. „Því að af gnægð
hjartans mælir munnurinn,“ og það gerði
prédikun hennar að sannri guðlegri hug-
leiðslu. Hún var ávallt sjálf syndurunum for-
1) Hér er listi yfir nöfn hinna seytján boðenda
orðsins og héruðin þar sem þeir settust að, og enn
fremur eru talin upp nöfn þeirra, sem sendir voru
til Spánar, en eigi þykir ástæða til að taka það upp
hér. Þýð.
DAGRENNING 1S