Dagrenning - 01.12.1952, Page 21

Dagrenning - 01.12.1952, Page 21
sælubústaða, sem hún þráði, til þess að komast í enn nánara samfélag við Drottin sinn, son Guðs, birtist Frelsarinn henni sjálf- ur. Hún sá í sannleika sjálfan Frelsarann, tak- mark óska sinna, sem með föruneyti engla- hersveita, kallaði hana inn í sitt himneska dýrðarríki með þessum ástúðlegu orðum: „Kom þú, mín útvalda, og seztu í hásæti mitt, því að konungurinn þráir návist þína ... Hann, sem þú þjónaðir þegar hann var á jörðinni meðal mannanna, ætlar nú að leiða þig inn í eilífðina meðal engla hersveita, er syngja lof og þakkargjörð — inn í heim, er að eilífu mun standa.“ Síðan andaðist þessi ástfólgna vina og postuli Frelsarans hinn 20. dag júlímánaðar og fagnandi englar veittu henni viðtöku, þar sem hún var þeirra jafningi, eftir úrskurði himneskra máttarvalda, og verðug þess (eins og þeir) að líta konung aldanna í ljóma hans og njóta unaðar í dýrð hans og eilífu Ijósi. Heilagur Maximinus smurði blessaðan lík- ama hennar með ýmsum ilmsmyrslum, lagði hann í dásamlega vandaða gröf og lét síðan reisa þar fagra kirkju. Gröf hennar er úr hvítum marmara, og á henni er höggmynd af smurningunni í húsi Simonar, þar sem heilög María fékk fyrirgefningu synda sinna, og einnig er sýnt þegar hún fór með smyrslin í gröf Frelsarans. MARÍA BIRTIST MÖRTU. 46. kapítuli: Meðan þetta var að gerast hjá Aix, höfuðstöðvum kristninnar í Nor- bonnaisehéraði, kom það fvrir á sömu stundu i Tarascon í Viennehéraði, að þjónusta Drottins, heilög Marta, sem lá rúmliggjandi í hitasótt, sá herskara af englum bera sál Maríu Magdalenu, systur sinnar, til himins. Hún kallaði þá til sín, er hjá henni voru, og sagði þeim frá sýn sinni, bað þá að gleðjast með sér og segja: „Ó, hamingjusama svstir, hvað hefir þú gert? Hvers vegna heimsóttir þú mig ekki, eins og þú hafðir lofað? Og ert þú að gleðjast án mín í faðmi Herrans Jesú, sem við höfum elskað og elskað hefir okkur? En ég mun fylgja þér þangað sem þú ferð. En þangað til ég kem skalt þú gleðj- ast í hinu eilífa lífi, sem þú nú hefir erft, en gleymdu ekki henni, sem hugsar um þig.“ Hin heilaga hetja hlaut huggun af þessari sýn, en þráði nú meir en nokkru sinni fvrr, að fá lausn og vera með Kristi. Dvölin í lík- amanum var nú að verða henni óbærileg og hún óskaði þess heitt, að komast til systur sinnar og englanna, sem hún hafði séð. Fullviss þess, að brottför sín mundi ekki dragast lengi, hélt hún stöðugt áfram að áminna, fræða og styrkja hinn kristna söfnuð sinn. Þegar sú fregn barst út, að þessi þjónn Drottins væri að deyja, safnaðist þangað fjökli af trúuðu fólki, sem ákvað að dvelja þar uns útförin hefði farið fram. Það tjald- aði í skógunum í nágrenninu, og eldar voiu kveiktir í 'ölluni áttum. 47. kapítuli: Að morgni sjöunda dags fyrir- skipaði heilög Marta aðstoðarfólki sínu, að tendra sjö kerti og þrjá larnpa. En um miðja nóttina seig þungur höfgi á þá, sem yfir henni vöktu, og þeir sofnuðu. Og sjá, ofsaleg vind- kviða konr og slökkti á öllum kertunum og lömpunum. Þegar heilög Marta sá þetta signdi hún sig og bað þess, að hún vrði vernduð fyrir illum öflum. Síðan vakti hún þjóna sína og bað þá að kveikja aftur. Þeir brugðu skjótt við, en um leið og þeir fóm varð allt skyndilega uppljómað af himnesku ljósi, og í þeirri birtu opinberaðist María Magdalena, postuli Krists, Drottins vors og Frelsara, með logandi kyndil í hægri hendi, og af þeim himnesku geislum tendruðust samstundis aftur ljósin á lömpunum og kert- unum sjö, sem slokknað höfðu. Því næst gekk hún að rúmi systur sinnar og sagði: „Heil, blessuð systir.“ Og þegar heilög Marta DAGRENNING 19

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.