Dagrenning - 01.12.1952, Qupperneq 22
hafði svarað kveðju hennar, hélt hún áfram
á þessa leið: „Sjá, ég er kornin að heimsækja
þig, þótt þú sért enn í líkamanum, eins og
blessaður Maximinus bað mig, og hér er
ástríkur Drottinn þinn og Frelsari, senr nú
kallar þig burt úr þessum harmkvælaheimi.
Þannig birtist hann mér líka, áður en ég
skildi við, og flutti nrig í hásal dýrðar sinn-
ar. Korndu nú án tafar.“ Að svo mæltu vék
húri glöð fyrir Frelsaranum, sem gekk til
Mörtu og sagði við hana undurblíðum rómi:
„Hér er sá, sem þú þjónaðir fyrir skönnnu í
auðmýkt og af öllum nrætti, sá, sem þú
veittir hinn bezta beina, sá, sem þú einnig
gerðir rnörg góðverk, eftir píslargönguna, með
aðstoð við fylgendur hans, og sá, sem þú
féllst til fóta og fullyrtir við: „Ég trúi því að
þú sért Kristur, sonur hins lifandi Guðs, sem
áttir að koma í heiminn! Kom nú, þjónusta
mín, konr úr útlegð þinni og erf kórónu
þína.“
Þegar Marta heyrði þessi orð reyndi hún
ósjálfrátt að rísa á fætur til að fylgja Frelsara
sínum, en hann sagði við hana: „Bíddu
stutta stund, því að ég fer að búa þér stað,
en ég mun koma aftur og taka þig til mín,
því þar sem ég er, þar skalt þú einnig vera.“
Að svo mæltu hvarf hann, og María systir
hcnnar var einnig horfin, en Ijósið, sem hafði
f\dgt þeim, hélt áfrarn að skína. Urn leið
komu vökumennirnir inn aftur og urðu
undrandi þegar þeir sáu Ijósin, sem höfðu
slokknað, loga svo óvenjulega skært.
MARTA DEYR.
48. kapítuli: Þegar dagur rann bauð heilög
Marta þjónum sínum að bera sig út. Þótt
tíminn liði fljótt virtist henni hann langur, og
morguninn var eins og þúsund ár. Undir
limamiklu tré var henni búin óvönduð hálm-
hvíla, sem breiddur var yfir hördúkur, en á
liann var gerður kross úr kolasindri. Þegar
sólin kom upp var þjónusta Krists borin út
og lögð ofan á kolin, og eftir beiðni hennar
var mynd af Frelsaranunr á krossinum reist
upp fvrir frarnan hana. Þannig hvíldi hún
um stund, en síðan leit hún vfir hinn kristna
hóp umhverfis sig og bað þá að biðja þess,
að hún fengi sem allra fvrst lausn. Þá grétu
allir, en hún sneri augunr sínum til himins
og mælti: „Drottinn minn og Frelsari, hvers
vegna dregst þetta svona? Hvenær á ég að
koma og ganga fram fyrir auglit þitt? Síðan
þú ávarpaðir ’mig í morgun um dögun hefir
sál mín verið sjúk ... lát nrig ei fara villur
vegar í þrá minni, ó Drottinn. Ó, Guð, lát
mig ei bíða lengur.“
Meðan hún var í þessari hugleiðslu
minntist hún þess, að Kristur hafði andast á
krossinum urn níuridu stund (eins og hún
hafði sjálf verið vitni að) og þá mundi hún
líka eftir bókinni um píningu Krists, sem rit-
uð var á hebresku og hún hafði haft með
sér frá Jerúsalem. Hún kallaði því á Parmen-
as, fckk honum bókina og bað hann að lesa
hana fyrir sig, til þess að létta sér eftirvænt-
inguna.
Þegar hún heyrði hann lesa á sínu eigin
móðurmáli um þjáningar Frelsarans — sem
hún hafði sjálf horft upp á — brast hún í
grát og gleymdi um stund að hún var sjálf
að skilja við, því að öll athygli hennar beincl-
ist að kvölum Frelsarans. Þegar þangað var
komið, að Kristur fól sál sína Guði og
„gaf upp andann“, tók hún þungt andvarp og
skildi við.
Þannig sofnaði heilög Marta í Drottni,
á fjórða degi fyrir 1. ágúst, eða átta dögurn
síðar en systir hennar, heilög María Magda-
lena, á sjötta degi vikunnar um níundu
stundu og á sextugasta og fimmta aldursári.
Líkarni hennar var lagður til og um hann
búið eins og henni var samboðið, en síðan
var hann fluttur í kirkju heilagrar Mörtu, af
vinum hennar, sem konru með henni að aust-
20 DAGRENN I NG