Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 30
Blaðið birtir síðan ýrnsar getgátur urn hvað
þetta gæti hafa verið, en flest bendir til að
engin sú getgáta sé rétt.
Dagrenningu hefir tekizt að afla sér beint
frásagnar Jóns Eiríkissonar unr þetta og er
hún þannig:
„Sunnudaginn fyrsta í vetri var ég statt-
ur út á Gleráreyrum um kl. 19,45 niorgni.
Sá ég þá eldhnetti koma úr norðvestri 4—5
hvern á eftir öðrum og stefndu í Garðsárdal.
Sá fyrsti var horfinn þegar sá næsti kom í
augsýn, á þessu gekk þangað til þeir voru
horfnir allir. Mikill hraði og sterkur ljós-
bjarmi fylgdi þeim, hátt á lofti voru þeir.
Þessi sýn mun hafa staðið 2—3 mínútur."
Frásögn Jóns Eiríkssonar, Gránufélags-
götu 29 Akureyri, sem mun hafa séð þetta
manna best.
*
En þennan sama morgun sáust samskon-
ar eða svipuð fyrribæri einnig í Skagafirði.
Að vísu er það aðeins einn maður, sem vitað
er um að sá þau, en frásögn hans er svo lík
frásögn fólksins á Akurevri, að ekki er ástæða
til að efast um sannleiksgildi hennar. Fer
frásögn hans hér á eftir:
„Það var að morgni hins 26. okt. að ég
fór til vinnu við hitaveitu Sauðárkróks.
Vinnustaðurinn var við norðurenda Áshild-
arvatns, sem er fyrir fjarðarbottninum
skammt innan við kaupstaðinn. Var ég kom-
inn á vinnustaðinn og ætlaði að fara að
beygja járn um klukkan átta um morguninn.
Farið var vel að birta, en þó ekki orðið alveg
albjart af degi.
Sá ég þá allt í einu bregða fvrir ljósglömp-
um á lofti og varð litið upp í vesturátt. Sá ég
Jiá þrjá lýsandi hluti á flugi vestur yfir Tinda-
stóli og fóru þeir mjög geist. Bar þá ofur-
lítið yfir fjallsbrúnina, og virtist mér til að
sjá, sem stærð þeirra væri svipuð og tungls.
Hlutir þessir voru kringlóttir og lýsandi
en ljósmagn þeirra dofnaði, svo að þeir urðu
bláleitari við rendurnar. Svifu þessir þrír
„diskar“ í svipaðri hæð með nokkru millibili
geysihratt í suðurátt og bar fljótt undan.
Flugu þeir suður yfir Sandfell og hurfu von
bráðar fyrir Staðaröxl að vestanverðu við
dalinn."
Sá sem þetta sá og frá því segir er Valdi-
mar Pétursson, verkamaður í Sauðárkróki,
greinagóður og athugull maður.
*
Hinir „fljúgandi diskar“ sem nú hefir ver-
ið sagt frá sáust í Skagafirði og Eyjafirði
dagana 21., 22. og 26. október. En sunnu-
daginn 9. nóvember kl. rúnrlega 5 um kvöld-
ið sáust svipuð fyrirbæri á Austfjörðum, að
því er virðist alla leið frá Loðmundarfirði
til Hornafjarðar og á Hornafirði sáust þau
tvo daga í röð. í þessum bvggðarlögum er
talið að mörg hundruð manns hafi séð fvrir-
bæri þessi.
Af frásögnum blaðanna er frásögn Tímans
greinilegust af fyrribærum þessunr, en hann
segir frá þeirn 11. nóv. s. 1. undir fyrirsögn-
inni: „Hundruð Austfirðinga sáu eldkringlu
geisast inn yfir landið.“
Þar segir svo:
„Klukkan 5—10 mínútum yfir fimm á
sunnudagskvöklið sáu Austfirðingar eldhnött
mikinn og ókennilegan svífa inn yfir landið
úr austri og hverfa inn yfir hálendið í vestri.
Ber öllum sjónan'ottum, sem munu vera svo
hundruðum skiptir, saman um það, að þetta
hafi ekki líkzt venjulegu stjörnuhrapi. Af
loftfara þessum lagði skæra birtu, er sló á
land og loft, og aftur úr honum var ljósrák
eða rákir, er sumir töldu líkjast eldglær-
ingum.
Um sýn þessa eins og menn telja sig hafa
séð hana á Seyðisfirði segir í sama blaði:
„Um klukkan 5—10 mínútur yfir fimm á
sunnudagskvöldið sáu nokkrir menn, er
28 DAGRENNING