Dagrenning - 01.12.1952, Qupperneq 33

Dagrenning - 01.12.1952, Qupperneq 33
æskilegt að blaðið upplýsti hvað urðarmáninn er, þetta „alkunna náttúruf}'rirbæri“, því þar stendur víst ekki á skýringunni. í þjóðtrúnni var urðannáninn fylgja einhvers illfyglis. Vera má að hinir „fljúgandi diskar“ séu Mgjur eða fyrirboðar. Til þess gæti það bent, að sýnin, sem sagt er frá úr Danmörku, hér að frarnan, er fjöldi manns sá hina „fljúg- andi diska“ þar, sást daginn áður en fvrsta alvarlega hótunarbréfið frá Rússum barst dönsku ríkisstjóminni. * Hér hafa þá verið ræddar í aðalatriðum frásagnir þær, sem kunnar eru af þessurn furðulegu fyrirbærum, sem enginn efi er á að eru hin sörnu og sést hafa erlendis undan- farin ár og þar eru nefnd „fljúgandi diskar“. Rétt hefir þótt að draga þetta sarnan á einn stað þar sem hægt væri að því að ganga, því dagblöðin týnast og frásagnir þessar glevm- ast þegar frá líður. Páfastóllinn og diskainii. í blöðum á Norðurlöndum var frá því skýrt 2. nóv. s. 1. að Páfastóllinn (Vatikanið) hefði birt yfirlýsingu í tilefni af frrribærum þeim, sem nefnd eru „fljúgandi diskar“, og mögu- leikunum á því, að mannverur kunni að búa á öðrurn jarðstjörnum. Yfirlýsing þessi er birt í málgagni Jesúítareglunnar og segir þar m. a. á þessa leið: „Þeirri kenningu, að hinum „fljúgandi diskum“ sé stýrt af íbúum annarra jarðstjarna í himingeimnum er ekki hægt að vísa á bug, þar sem guðfræðin viðurkennir þann mögu- leika, að aðrar jarðstjömur kunni einnig að vera bvggðar mannlegum verurn. En þótt þessar geimverur væru það, sem vér skiljum við „mannlegar“ verur, er það með öllu víst, að þær tilheyra ekki sömu mannfélags-fjölskyldu og vér, þar sem þær eru ekki afkomendur Adams, því engin rök verða að því færð, að þær geti verið komnar frá íbúum þessarar jarðar, sem flutt hafi til annarra hnatta. Þessar geimverur geta því ekki verið á valdi erfðasyndarinnar, þ. e. þeirrar sj'ndar, sem Adam dn'gði, og þær em því ekki seldar undir dóm Krists, sem kom til jarðar vorrar til þess að frelsa oss frá erfðasyndinni. Rómversk-katólskum mönnum er því frjálst að gera hvort heldur þeir vilja, að við- urkenna eða hafna kenningunni urn geim- verur og byggð á öðrurn hnöttum, allt eftir því hvað hverjum og einum sýnist sjálfum. Það verða vafalaust raunvísindin, sem koma til með að segja siðasta orðið um þetta mál- efni. Fyrir guðfræðina er ekki annað að gera en bíða.“ Grein þessi er undirrituð af föður D. Grosso og. í Norðurlandablöðin er hún tek- in úr enska stórblaðinu „Daily Mail“. Segir í greinarlokin, að spurningin um það, hvort aðrar jarðstjörnur séu bvggðar \itsmuna\'crum á borð við mannkyn þessarar jarðar, hafi nú vaknað á ný, með tilkomu þessara „fljúgandi diska“. „En ef til þess kæmi, að véi ættum eftii að standa augliti til auglitis við veiui fiá öðium lmöttum hlyti það að hafa hina stórkostlegustu þýðingu fyiii tiúaibiögðin. Hin tíu boðoið gætu oið- ið hinn sameiginlegi grundvöllur okkar og þeina til að byggja á samstaif, til vegsemdar voiu sameiginlega skapara.“ Þannig lýkur greininni. Hér skulu ekki þau sjónarmið rædd, sem korna fram í hinu katólska blaði. Á þetta er hinsvegar bent til þess að sýna enn eitt dæmi þess, að hugsandi rnenn um allan hinn kristna heirn ræða nú orðið i alvöru um þessi efni á þeim grundvelli, að tímamót í lífi mannkynsins geti verið í nánd. DAGRENNING 31

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.