Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 38

Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 38
því ber að upplýsa hið rétta í þessu efni sem allra fyrst. III. Það er öllum mönnum vitanlegt, að nú er ekki lagt jafnmikið kapp á annað hér í heimi, af hinurn austrænu einræðisrikjum og þjónum þeirra urn öll lönd, en að spilla sam- búöinni milli þeirra ríkja, sem eru í Atlants- hafsbandalaginu. Takist að spilla henni svo að til fulls fjandskapar dragi, eða þau neyð- ist til að beita hvert annað þvingunum af einhverju tagi, er vel þjónað hinurn austrænu hagsmunum. Spilliöfl þessi eru ávalt vel dul- in, og þau eiga sér liðsmenn — og jafnvel leynda leiðtoga — á æðsfu stöðum og í ölíum stjórnmálaflokkum og fjármálafélagsskap, án þess menn hafi almennt minnstu hugmynd um hverjir þessir duldu erindrekar eru. Höfuðáherslan er auðvitað lögð á það, að spilla samvinnu Breta og Bandaríkjamanna og er til þess varið ótöldum milljónum króna og margskonar skipulagsbundin starfsemi rekin í þessum tilgangi. Þeir, sem þar eru hættulegastir, eru ekki hinir rússnesku ráða- menn, beldur hinir keyptu og ókeyptu leynileppar þeirra í bæstu stöðum og stofnun- um ríkjanna, sem verið er að reyna að sundra. í þessu sambandi er það stórkostlega athvglis- vert, að í fréttaskevti til Morgunblaðsins 24. nóvember segir, að sá orðrómur gangi í Grimsby „að það sé aðeins fyrir amerísk ábrif, sem breska íhaldsstjórnin hefir ekki tekið mál þetta miklu fastari tökum.“ Hér er næsta augljóst hvert stefnt er, og enginn þarf að efa undan hverra rótum slík fregn um „amerísk áhrif“ er runnin. Af þessu má meðal annars nokkuð marka það, bverjir bér eru að verki. Afstaða togaraútgerðarmanna í Hull og Grimsby er næsta skiljanleg. Þeir hafa ára- tugum saman gert þá kröfu til stjórnar sinn- ar, að hún bannaði erlendum fiskiskipum að landa í Bretlandi svo þeir gætu setið einir að markaði heimalands síns, og aukið fiski flota sinn. Stjórnin hefir ekki sinnt þessu. Nú grípa þeir tækifærið til að bola íslenzku togurunum út af nrarkaðnum, og takist það fara önnur skip fljótlega sömu leið. Tiltektir þeirra eru út frá þessu sjónarmiði skiljanleg- ur. En hverjir eru breskir útgerðamrenn? Það eru auðfélög, sem eiga sum hver tugi og jafn- vel hundruð togara. Hverjir stjórna þessum auðfélögum og hvaða áhugamál gætu þeir haft önnur en að sitja sjálfir að tryggum markaði? Ilér er komið að kjarna þessa rnáls. Er ekki lmgsanlegt að í hópi ráðamanna þessara auðfélaga séu einmitt menn, sem gjarnan vildu spilla sambúð Breta og ís- lendinga sem allra mest í pólitískum tilgangi? Eitt þessara auðfélaga, sem á mörg hundruð togara, er hinn svonefndi Uniliver-hringur, sem hið sameinaða zíonistaauðvald Bretlands og Þýzkalands á og starfrækir en vitað er að m. a. sá auðhringur vinnur ötullega að því að spilla sambúð Breta og Bandaríkjanna og meðal áhrifamanna innan hans eru menn sem beinlínis mun mega telja í þjón- ustu Sovietríkjanna. Og enn eitt: Er ekki hugsanlegt að jafnvel rneðal nreð- al lægra settra breskra embættismanna, sem við þessi mál fást í ráðunevtunum bresku, séu menn sörnu tegundar og Kláu:; Fuchs eða einhverjir álíka á þessu sviði, sem meta meira að þjóna austrænum hús- bændurn sínum með því að spilla sarnbúð íslendinga og Breta, ef það gæti orðið til þess að veikja það varnarkerfi, sem vestrænar þjóðir eru að reyna að bvggja upp í sarnein- ingu, en að konra á friðsamlegri lausn? Hér er bent á staðreynd, sem hvað eftir annað hefir orðið opinber hin síðari ár. Bilið á milli auðmannanna, sem þjóna þröngum eiginhagsnmna sjónarmiðum sín- um, — jafnvel þótt þeir séu ekki visvitandi í 36 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.