Dagrenning - 01.12.1953, Qupperneq 5

Dagrenning - 01.12.1953, Qupperneq 5
hin mikla ræða Eisenhowers Bandaríkjaforseta, 8. des., og Bermudafund- urinn dagana áður, muni e. t. v. verða upphaf stórkostlegrar stefnubreyt- ingar í stjórnmálum, menningarlífi og samskiftum þjóðanna. Verði svo, hefir það reynst rétt, að árið 1953 yrði „upphafsár hinna miklu umskifta í sögu mannkynsins." Aldrei fyrr hefir önnur eins hættustund verið í lífi mannkynsins eins og nú. Aldrei fyr hefir því hinum kristnu, vestrænu þjóðum verið það slík nauðsyn sem einmitt nú, að leita Drottins og biðja hann náðar, miskunnar og hjálpar. En er það gert í fullri alvönr og einlægni? Margir eru enn svo blindir, að þeir sjá ekki — eða vilja ekki sjá — hættuna, sem vofir yfir, en þeir eru líka margir, sem sjá liana og viðurkenna. Nú fer í hönd önnur helgasta hátíð kristinna manna — Jólahátíðin. I>á minnumst vér fæðingar Hans, sem kom í heiminn til þess að frelsa menn- ina frá syndum þeirra. En minnumst þess einnig, að Hann á að koma hið annað sinn til jarðar vorrar, og þá til þess „að endurreisa ríkið handa Israel (Post. 1. 6.). Kristur hefir sjálfur sagt oss, að Hann muni koma aft- ur á þeirri stundu, sem hætta tortímingarinnar vofir yfir öllu mannkyni — svipuð þeirri er varð „á dögum Nóa.“ Og er nú ekki einmitt þannig ástatt nú. Vér skulum því einmitt nú, á þessum jólum og við áramót, biðja þess af alhug, að Hann komi sem allra fyrst — svnilegur eða ósýnilegur — til þess að greiða úr þeim flækjum, sem vér liöfum skapað, vér skulum hreinlega viðurkenna að vér erum þess algjörlega ómegnug sjálf. Sú er mín jóla- og nýársósk til íslenzku þjóðarinnar, að á árinu 1954 megi hún bera gæfu til þess að koma sem þjóð fram fyrir auglit Drottins á sameiginlegum þakkargjörðar og bænadegi og fela Honum líf sitt og framtíð. Það væri þýðingarmeira en allt annað — og er nauðsynlegia en allt annað. GLEÐILEG JÓL! DAGRENNING 3

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.