Dagrenning - 01.12.1953, Page 6

Dagrenning - 01.12.1953, Page 6
JÓNAS GUÐMUNDSSON: Sameínuðu þjóðímar í spádómum DaeielsTbókar Fáar eða engar bækur Biblíunnar eru jafn umdeildar sem Danielsbók. Hún hefir allt til þessa verið sú bók Biblíunn- ar sem nýguðfræðin hefir talið sig eiga allskostar við og um liana segir prófessor Ásmundur Guðmundsson í Inngangs- fræði Gamlatestamenntisins, að vísinda- menn séu „sammála um það, að spádóm- ar Daníelsbókar séu að mestu söguleg frá- sögn færð í spádómsbúning." Um það þarf ekki að fjölyrða, að hin svokallaða vísindalega gagnrýni á þessari spádómsbók gengur út frá því, þar eins og jafnan, að allir spádómar séu manna- tilbúningur einn og algerlega sé ómögu- legt fyrir Guð, að birta mönnum spá- dórna um það, sem síðar verður. Hefir enginn tekið betur af öll tvímæli þar um en séra Sveinn Víkingur biskupsskrifari, sem segir að engin „hyggin þjóð treysti spádómunum í blindni, sem opinberun þess, sem þegar sé ákveðið við upphaf veraldar", því „það er,“ segir liann, „of- trú og rneira að segja hættuleg oftrú.“ Það verður ekki mikið úr Jesú frá Nasaret við hliðina á biskups- skrifaranum, en Jesús sagði læri- sveinum sínum marga hluti fyrir og spáði langt í aldir fram, og sagðist gera það til þess að menn skyldu trúa, þegar þeir sæju það rætast, sem hann hefði sagt fyrir. Öllum vangaveltum nýguðfræðinnar um spádómsritin, og Jiá eins Danielsbók sem aðrar bækur Biblíunnar, verður Jdví að hafna sent villandi eða röngum, af þeirri einföldu ástæðu, að þær eru reist- ar á sandi falskra vísindakenninga. Þær byggja á hugmyndum manna um það hvað getur verið og livað ekki getur ver- ið, en hafna alveg sjálfum grundvelli spádómanna, hinum óendanlega vísdómi Drottins, sem alla hluti veit og skilur frá upphafi. í þessari ritgerð verður því hafnað, sem al-röngum, öllum svokölluðum skýring- um nýguðfræðinnar á Danielsbók, en stuðst við þær staðreyndir sem óvéfengj- anlegar eru, og rit Joeirra manna, sem árum saman hafa athugað spádómana og reynt að skýra Joá frá Jrví sjónarmiði, að Drottni væri ýmislegt J^að mögulegt, sem menn ekki skilja jDegar í stað. II. Saga Daniels spámanns er rakin í stór- um dráttum í fyrstu sex kapitulum bók- arinnar og segir Jiar frá þeim atburði, sem hér verður gerður að umtalsefni, en Jjað er hinn merkilegi draumur Nebukad- nesars Babyloníukonungs og þýðing hans. Þar segir fyrst frá því, að Nebukadnesar 4 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.