Dagrenning - 01.12.1953, Page 16

Dagrenning - 01.12.1953, Page 16
VIII. Vér vitum nú Iiver urðu örlög þessarar tilraunar stórvelda Evrópu til að koma á með sér bandalagi, sem lyrst og fremst átti að hafa það hlutverk að vinna að friði í heimi vorum. Fátt verður sann- ara um þetta bandalag sagt en það, að það var að „nokkru leyti öflugt en að nokkru leyti veikt.“ Hlutverki sínu tókst því þó ekki betur að gegna en svo, að upp af deilum þessara þjóða reis stórkostlegasta styrjöld, sem enn hefir háð verið á hnetti vorum. Þjóðabandalaginu, sem stofnað var 1920, var þó aldrei formlega slitið eða það lagt niður. Það varð óvirkt þegar Þýzkaland braust út úr því og hóf að undirbúa síð- ari heimsstyrjöldina. Flestum er sú styrjöld enn í svo fersku minni, að gang hennar þarf ekki að rekja hér. Það skal þó rifjað npp — og lesend- ur eru beðnir að minnast þess í sambandi við atriði er síðar verður minnst á — að þrjú af ríkjum þeim, sem föst sæti áttu í gamla Þjóðabandalagsráðinu — Þýzka- land, Italía og Japan — biðu ósigur í þeirri styrjöld. Þeim var að nokkru leyti sundrað og þau misstu alveg stórveldis- aðstöðu sína a. m. k. um sinn. Síðari heimsstyrjöldinni lauk 1945, og áður en henni lank formlega var hafist handa um að stofna nýtt bandalag á rúst- um liins gamala. Undirbúningsráðstefna að stofnun þessa nýja bandalags var liald- in 25. og 26. apríl 1945, en bandalagið sjálft er talið stofnað 24. október 1945. Stofnendur þess voru um 50 þjóðir, og það hlaut nafnið „Hinar sameinuðu þjóðir“ (Unitet Nations). Skipulag þessa stóra ríkjasambands — hins stærsta, sem nokkru sinni hefir verið stofnað á jörðunni — er í ýmsum atrið- um öðruvísi en hins fyrra bandalags. Að- al byggingin er þó svipuð, þ. e. Sam- bandsþingið, þar sem öll sambandsríkin eiga fulltrúa með jöfnum atkvæðisrétti, og fast ráð — Oryggisráðið (The Security Council) — sem í raun og veru er aðal stjórn Sameinuðu þjóðanna — þýðingar- mesta og valdamesta stofnun þeirra. Ör- yggisráðið svarar mjög til Bandalagsráðs Þjóðbandalagsins. Lítum nú snöggvast á skipan þessa þýðingarmikla ráðs. * Það er þannig skipað að í því eiga fimm stórveldi föst sæti, en auk þeirra eiga 6 önnur ríki þar sæti, en þau eru kjörin til ákveðins tíma. Hvert liinna finnn stórvelda hefir neitunarvald í öll- um málum, sem ráðið fjallar um. Þau finnn stórveldi, sem liafa hin föstu sæti, eru: Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Ráðstjórnarríkin. Hér kemur þá aftur hið sama fyrir og í fyrra skiptið. Hin ráðandi stóiveldi innan Sameinuðu þjóðanna eru nákvæmlega jaf7imörg og tæmar á öði'um fæti draumlíkneskis Nebukadnesars. Höfum vér þá hér hinn fótinn — hina samstæðuna af hinum fimm „tám“ líkn- eskisins? Voru hin fimm stórveldi Þjóða- bandalagsins (1919-1939) „tærnar" á öðr- um „fæti“ líkneskisins og eru hin fimm stórveldi Sameinuðu þjóðanna (1945—?) „tærnar“ á hinnm fætinnm? Margt bendir til að svo sé og er þá aug- Ijóst, að nú standa yfir allra siðustu tim- ar þeirra skipulagshátta, sem tilheyra „tímum heiðingjanna‘“, sem Kristur tal- ar urn í hinum mikla spádómi sínum. (Matt. 24.) Að sjálfsögðu verða engar algildar sannanir færðar fyrir því, að þessi spá- dómsútskýring sé rétt, þótt margt bendi til þess að svo sé. Til viðbótar því, sem 14 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.