Dagrenning - 01.12.1953, Síða 17

Dagrenning - 01.12.1953, Síða 17
þegar hefir sagt verið, má nefna enn nokkur atriði, sem varpa ljósi á þessa furðulegu hluti og skal nú hér vikið að einu þeirra. IX. Spádómur sá, sem hér hefir verið rædd- ur, um líkneski Nebukadnesars, er í 2. kapitula Danielsbókar. En í 7. kapitula er að finna annan spádóm um þetta sama efni. Það er spádómurinn um fjögur stór „dýr“ sem „stigu upp af hafinu". Er þeim lýst þar nokkuð og um fjórða dýrið er sagt, að það væri „hræðilegt, ógurlegt og yfirtaksöflugt". Það hafði „stórar járn- tennur, át og muldi sundur, og það, sem eftir varð, tróð J:>að sundur með fótun- um. Það var ólíkt öllum fyrri dýrunum og hafði tiu horn“. Þá segir enn: „F.g at- liugaði hornin og sá þá hvar annað lítið horn spratt upp milli þeirra, og þrjú af fyrri hornunum (three of the former horns) voru slitin upp fyrir það. Og sjá, þetta horn hafði augu, eins og manns- augu, og munn sem talaði gífuryrði.“ Daniel þykir þetta dýr, og sérstaklega þó „hornin“ á því, athyglisvert og biður því um sérstaka skýringu á hvað það tákni. Hann fær þá skýringu, að af þessu ríki, þ. e. Rómaríki — muni upp koma tíu konungar (þ. e. tíu stórveldi) en eitt þessara ríkja (konunga) muni verða öðru- vísi en hin („ólíkur hinum fyrri“) og það muni leggja að velli (steypa) þrjú af þess- um tíu ríkjum. Þetta „horn“ „talaði gífuryrði" og var „meira ásýndum" en hin ,,hornin“. Engum efa er það undirorpið að þessi tíu „horn-ríki“ dýrsins svara til hinna tíu „tá-ríkja“ á draumlíkneskinu í 2. kap. Danielsbókar. Hér er þó spádómurinn að því leyti fullkomnari, að talað er nokkuð um innbyrðis viðskipti þessara tíu ríkja, sem upp koma í lokaþættinum. Viðskiptin verða þau, að eitt „hornið“ — þ. e. eitt ríkið — (eitt stórveldið) sem í fyrstu er „lítið,“ — (er e. t. v. utan við samtökin) — tekur að þenjast út og stækka unz það verður „meira ásýndum" en hin,og það„slítur upp“þrjú af hinum hornunum, en það hlýtur að merkja, að þrjú af þessum tíu ríkjum annað hvort líða undir lok eða verði a. m. k. svipt stórveldisaðstöðu sinni fyrir tilverknað þessa nýja ríkis. Ef vér nú athugum hvað raunverulega hefir gerzt í viðskiptum þeirra ríkja, sem hafa verið aðalríki í þjóðabandalög- um vorra tíma, kemur einkennilegt fyrirbæri í ljós. — I aðalstjórn Þjóðabandalagsins áttu sæti fimm stór- veldi, eins og fyrr segir, þ. e. Bretland, Frakkland, Ítalía, Þýzkaland og Japan. Nú fór Jiað svo, eftir síðari heimsstyrj- öldina, að þrjú jDessara rikja — Þýzka- land, Italía og Japan — misstu stórveld- isaðstöðu sína og eru ekki (og verða ekki) meðlimir nýja bandalagsins — Samein- uðu þjóðanna. En í stað þessara þriggja stórvelda, hefir eitt hinna tíu „horna“ síðari samtakanna — Sóvietríkin eða Rússland — sem var tiltölulega veikt (,,lítið“) á tímabili fyrri samtakanna, tekið að þenjast út og orðið „meira ásýndum" en hin „hornin“, og „talar gífuryrði“ og hyggst að „umbreyta helgisiðum og lögum“, þ. e. kollvarpa öllu fyrra skiplagi hér í heimi. Sérstaklega athyglisvert er hvernig komist er að orði þegar talað er um yfir- gang þessa „horns“ gagnvart hinum. Þá er sagt: „Ég athugaði hornin og sá þá hvar annað lítið horn spratt upp milli þeirra og þrjú af fyrri hornunum voru slitin upp fyrir það.“ Hvaða „fyrri“ horn- um, verður manni á að spyrja. Það eins DAGRENNING 1S

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.