Dagrenning - 01.12.1953, Page 18

Dagrenning - 01.12.1953, Page 18
og skín hér í gegn, að sýnin hafi verið enn greinlegri en framsetningin gefur til kynna. Daniel virðist hafa séð þessi „horn“ í tveim flokkum, líkt eins og hann sá tvennar tær á líkneskinu, og að önnur hornasamstæðan hafi komið fyrr í ]jós. „Litla liornið" sprettur síðan upp og „fyrir það“ eru „slitin upp“ þrjú af ,,fyrri“ hornunum. Því miður er ekki sagt hve mörg liornin voru í fyrri sam- stæðunni, en þar sem hér er vafalaust um sömu táknsýnina að ræða og þá, er felst í líkneskinu, má álykta út fiá því, að í fyrri samstæðunni Iiafi hornin verið fimm og af þeim — þ. e. þessum fimrn „fyrri“ hornum — séu þrjú „slitin upp“. Kemur spádómurinn þá svo greinilega fram sem verða má, því einmitt öll þessi ríki, sem nú hafa misst stórveldisaðstöðu sína — Þýzkaland, Ítalía og Japan — til- heyrðu fyrri fimmveldaflokknum — Þjóðabandalaginu. Flest virðist því benda til þess að Rússland sé „litla liorn- ið“, sem kom upp ,,meðal“ fyrri horn- anna. Sleit þau síðan upp og gerðist „meira ásýndum“, en nokkurt hinna hafði verið. Um þetta „litla horn“ er það sagt, að sá „konungur“ (þ. e. ríki) muni verða „ólíkur hinum fyrri“, og að hann muni „orð mæla gegn Himim Heesta,“ að hann muni „kúga (ofsœkja) hina heilögu Hins Hœsta og hafa í hyggju að umbreyla helgitiðum og lögum.“ Öll á þessi lýsing betur við Sóvietrík- in og kommúnismann, en nokkuð ann- að ríki veraldar fyrr og síðar. Sóvietríkin eru ,,ólík“ öllum fyrri ríkjum, einnig nasistaríkjunum þremur (Þýzkalandi, Ítalíu og Japan) sem þau hafa nú svift stórveldisaðstöðu. Vér, sem nú lifum, vit- um vel, að þótt Jiað væru fyrst og fremst Bandaríkin, sem unnu síðustu styrjöld, eru það Sóvietríkin, sem til þessa hafa komið í veg fyrir að Þýzkaland, Ítalía og Japan séu eða verði viðurkennd sem stórveldi á ný. Vér vitum einnig að stjórn Sóvietríkj- anna er eina stjórn stórveldis, sem nokkru sinni hefir til verið, sem styður og styrkir guðsafneitunarfélagsskap og stefnir að því markvisst að útrýma þeirri Guðstrú, sem vestrænar þjóðir hafa var- ið og varðveitt um langan aldur. Þannig „mæla jjeir gegn Hinum Hæsta.“ Áður er vikið að tilraunum og stefnu Sóvietríkjanna til „að umbreyta helgi- tíðum og lögum“, og er þar átt við bylt- ingarfyrirætlanir Jreirra á öllum sviðum og sennilega ekki síst þá stórfelldu starfsemi, sem nú er rekin í járntjalds- ríkjunum til að útrýma þjóðflokkummeð Jdví m. a. að taka upp almenna, vísinda- lega sæðingu kvenfólks, til þess að fram- leiða á þann hátt fólk með ákveðnum eiginleikum, en vana á jafn vísindalegan hátt Jrað fólk, sem valdhafarnir óska ekki eftir að auki kyn sitt. Það eru að sjálf- sögðu fyrst og fremst slík „lög Guðs“, sem átt er við að „hornið" muni reyna að „umbreyta.“ X. Mjög er athyglisverð setningin, að „litla hornið“, muni „kúga (ofsækja ensk Bibl.) hina lieilögu Hins Hœsta". Menn greinir á um það, við hvað sé átt þegar talað er um „hina heilögu Hins Hæsta“ í Biblíunni. Ýmsir álíta að J^ar sé átt við hinar kristnu kirkjur og hefir Katólska kirkjan einkum haldið þeirri skoðun fram. Aðrir álíta að með því sé átt við Gyðinga Jiá, sem komu aftur heim h'á Babylon eða afkomendur þeirra og trú- bræður. Enn eru svo þeir, sem telja að hér sé 16 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.