Dagrenning - 01.12.1953, Síða 24

Dagrenning - 01.12.1953, Síða 24
ALEXIS CARREL: B Æ N r a I desember 1940 skrífaði hinn heimsfrægi læknir og höfundur þessarar greinar, ritgerð fyrir ameríska tímaritið „Rcaders Digest", um „Kraft bænarinnar". Ritsljórn tímaritsins breytti greininni og stytti hana, og undi höfundurinn þvi illa svo hann skrifaði aðra styttri og heilsteyptari ritgerð um sama efni. Sú ritgerð hefir verið þýdd á fjölda tungumáia. Hún birtist nú hér í íslenzkri þýðingu, sem gerð er eftir danskri útgáfu frá 1948. Viglundur Möller þýddi. L______________________________________________________________________________________J Svo virðist sem vér Vestur-Evrópumenn teljum skynsemina innsæinu æðri. Vér trevst- um miklu meira á vitsmunina en tilfinning- una. Vísindin blómgast, en trúin visnar. Vér fylgjum Descartes en fjarlægjumst Pascal. Þess vegna leggjum vér mest kapp á að þroska vitsmuni vora. Hinir ó-vitrænu eðlis- þættir, eins og næmleikinn fyrir því góða og fagra, og sérstaklega guðsvitundin, eru því nær algerlega vanræktir. Þegar afltaugar vitundarlífsins lamast verður maðurinn and- lega blind vera. Slíkur örkumlamaður er óhæfur steinn í þjóðfélagsbygginguna. Hrun siðmenningar vorrar lilýtur að eiga upptök sín í eðlisgöllum einstaklinganna. Það er staðreynd, að sálrænn þroski er jafn nauð- synlegur til þess að komast áfram í lífinu eins og hagnýt og efnisleg þekking. Þess vegna er oss nauðsynlegt að örva hina and- legu eiginleika vora, því að þeir veita oss miklu meiri styrk og persónueinkenni held- ur en skynsemin. Sá andlegi eðlisþáttur, sem vér vanrækjum mest, er guðsvitundin eða trúræknin. Guðsvitundin verður bezt þroskuð með bæninni. Bænin er vitanlega andlegs eðlis eins og guðsvitundin — og vísindamenn vor- ir hafa ekki enn sem komið er komist inn í andlega heiminn. Hvernig eigum vér þá að öðlast jákvæða vitneskju um bænina? Vís- indin fjalla um allt, sem hægt er að skoða og rannsaka. Og með milligöngu lífeðlisfræð- inganna geta þau náð til andlegra fvrirbæra. Með vísindalegri rannsókn á hinum biðj- andi manni er því hægt að fræðast um bæn- ina, upptök hennar og áhrif. * í aðalatriðum virðist bænin vera þrá and- ans eftir hinum óáþreifanlega frumkjama lífsins. \7enjulega er hún kveinstafir — ang- istaróp — ákall um hjálp. Stundum er hún djúp hugleiðsla um uppruna og tign alvit- undarinnar. Einnig má kalla bænina upp- stigningu sálarinnar til Guðs — vott um ást og tilbeiðslu til hans, sem hefir gefið oss hina undursamlegu gjöf — Jífið. Þá má kalla bænina viðleitni mannsins til að ná sambandi við ósýnilega veru: skapara alls, sem til er — vizku, mátt og fegurð — föður vorn og frelsara. Það er fjarri sanni, að bænin sé þula af 22 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.