Dagrenning - 01.12.1953, Síða 25

Dagrenning - 01.12.1953, Síða 25
setningum. Hin sanna bæn er sérstakt ástand þar sem vitundin reynir að sameinast Guði. Þetta ástand er ekki vitræns eðlis. Þess vegna verður það eins og lokuð bók fyrir beim- spekingum og vísindamönnum. Það gegnir sama máli um bænina eins og ástina og feg- urðartilfinninguna, að þar er ekkert bókvit nauðsynlegt. Þeir fáfróðu finna návist Guðs jafn auðveldlega eins og hita sólarinnar og ilm blónianna. Þeir sem kunna að elska, eiga auðvelt með að ná til Guðs, en hann dylst þeim, sem kunna það ekki. Hugsanir og orð ná skammt þegar á að lýsa þessu. Þess vegna nær bænin hæst í flugi kærleikans gegnum rökkunnóðu skvnseminnar. * Hverm'g á að bið/a? Vér höfum lært það af hinum kristnu dulhyggjumönnum, allt frá Páli til St. Benedikts og allra hinna óþekktu postula, sem í tuttugu aldir liafa leiðbeint mannkyninu í trúarefnum. Guð Platons var svo tiginn, að menn gátu ekki nálgast hann. Guði Epiktéts var ruglað saman við sál hlutanna. Jehóva var austurlenzkur harð- stjóri, sem vakti ótta, en ekki ástúð. Kristin- dónmrinn hefir hins vegar flutt Guð inn fvrir landamörk mannsins. Hann hefir gefið honum ásjónu, gert hann að föður vorum, bróður og frelsara. Það þarf ekki lengur flókn- ar siðaathafnir og blóðfórnir til þess að nálg- ast Guð. Bænin er orðin auðveld og fram- kvæmd hennar einföld. Til þess að biðja þarf aðeins að þrá Guð. Þessi þrá verður að vera viðkvæm, en ekki vitræn. T. d. er hugleiðslan um mikilleik Guðs ekki bæn, nema hún sé jafnframt játn- ing ástar og trúar. Samkvæmt kenningu La Salles hefst bænin með vitrænni íhugun, en síðan tekur tilfinningaleiðin strax við. Hvort sem bænin er stutt eða löng, töluð eða aðeins hugsuð, á hún að líkjast orðum bamsins. „Líknarsystir" ein, sem hafði varið 30 ár- um af ævi sinni í þjónustu hinna snauðu, sagði eitt sinn: „Vér göngum Guði á hönd eins og vér erum.“ M. ö. o., vér biðjum — eins og við elskum — með líkama og sál. Form bænarinnar getur verið allt frá stuttu andvarpi til dýpstu hugleiðslu um Guð — allt frá hinum auðmjúku orðum sveitakonunnar við vegarkrossinn til hinna hástemmdu gregorisku söngva undir hvelf- ingu kirkjunnar. Ilátíðleiki, tign og fegurð er ekki nauðsynlegt til þess að gefa bæninni mátt. Örfáir menn hafa getað beðið eins og heilagur Jean de la Croix eða heilagur Bem- hard de Clairvoux. En menn þurfa ekki að vera ræðuskörungar til þess að fá bænheyrslu. Þegar gildi bænarinnar er metið eftir árangri hennar virðist sem auðmjúkustu orðum og vegsömun sé jafnfúslega veitt viðtaka eins og fegurstu áköllunum. Utanbókar þulur eru einnig bænir, að vissu leyti, á sama hátt og logar fómarbálsins. Það er nægilegt að þessar andlausu setningar, eða logar, tákna þrá mannsins eftir Guði. Einnig er hægt að biðja með athöfnum. St. Louis de Gonzague sagði, að rækt skvlda gæti jafngilt bæn. Bezta leiðin til þess að vera í sambandi við Guð er eflaust sú, að framkvæma fullkomlega hans vilja. „Faðir vor, tilkomi þitt ríki. Verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.“ Og að framkvæma vilja Guðs er vitanlega ekkert annað en að lilvða lögmáli lífsins, eins og það er skráð í líkama vorum, eðli voru og anda. Af öllum þeim bænum, sem stíga eins og ský upp frá yfirborði jarðarinnar er hver eins ólik annarri eins og hinir biðjandi menn eru ólíkir hver öðrum. En þær eru allar afbrigði h’eggja stofna — sorgar og ástar. Það er full- komlega leyfilegt að biðja Guð mn aðstoð til þess að öðlast það sem vér þurfum, en það væri óhæfa, að biðja um að einhverjar duttl- ungaóskir rættust eða eitthvað, sem vér eig- um að afla oss í eigin sveita. Stöðug ákveð- DAGRENN I NG 23

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.