Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 27

Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 27
sökuni áhugaleysis láta læknarnir oft hjá líða að athuga þau atvik, senr gerast á verksviði þeirra. í annan stað ruglar það stundum leit- andann, að svarið er allt annað en hann bjóst við. T. d. þegar einhver biður um lækningu á líkamlegum sjúkdómi og batnar ekki, en gagnger og óskýranleg breyting verður á sálar- lífi hans. Þótt sú venja sé orðin sjaldgæf, að menn biðjist fyrir, þegar miðað er við þjóðarheild- ina, er hún tiltölulega alrnenn hjá vissurn hópum, sem halda fast við trú feðra sinna. Það er meðal þessa fólks, sem vér getum nú á tímum kynnt oss áhrif bænarinnar. Af margvíslegum verkunum hcnnar hefir læknir- inn sérstaklega góða aðstöðu til þess að kynna sér hin psyko- fysiologisku og lækn- andi áhrif, sem svo eru kölluð. * Áhrif bænarinnar á sál og líkama virðast fara eftir eðli hennar, þrótti og tíðleik. Það er auðvelt að ganga úr skugga um, hve oft er beðið — einnig að nokkru leyti hve heitt er beðið, en eðli bænarinnar verður oss hul- ið, sökum þess að vér höfum engin tök á að vita með vissu um trú náungans og kær- leikseðli lians. Þó getur dagleg breytni hins biðjandi manns verið nokkur mælikvarði á eðli þeirra bæna, sem hann sendir upp til Guðs. Jafnvel þótt bænin sé lítilfjörleg og mestmegnis hugsunarlaus utanbókarþula, hefir hún samt sem áður áhrif á hegðun þess, sem biður. Hún styrkir hvorttveggja í senn guðsvitundina og sálarlífið. Fólk, sem ástundar bænir, sker sig úr um skyldurækni og ábvrgðartilfinningu, sýnir náunganum meiri góðvild og hefir í fari sínu minni öf- undsýki og illgirni heldur en aðrir. Það virð- ist sannað, að meðal fólks, sem er á svipuðu gáfnastigi, sé siðgæðisvitund og andlegir kost- ir meiri hjá þeim, sem biðja — þótt í smáum stíl sé — heldur en hinuni, sem gera það ekki. Þegar bænagerð er orðin vani og bænin verulega lieit, verða áhrif hennar augljós. Það má líkja þeirn við starfsemi lítils kirtils, t. d. skjaldkirtilsins. Þau korna í ljós sem eins konar andleg og líkamleg breyting. Þessi breyting gerist smátt og srnátt. \7ér getum líkt henni við loga, sem tendrast djúpt niðri í vitundinni. Maðurinn sér sjálfan sig eins og hann er, það rennur upp fyrir honurn, að hann er sjálfselskur, ágjarn, dómgreindar- sljór og drambsamur — og nú fer hann að leitast við að rækja sínar andlegu skvldur og ástunda skynsamlega hógværð. Þannig opnast hliðið að ríki náðarinnar. Friður færist smám saman yfir sálarlífið, jafnvægi skapast gagn- vart andlegum og efnislegum viðfangsefn- urn — þrekið eykst til að þola fátækt, ávítur, áhvggjur, ástvinamissi, þjáningar, sjúkdóma og dauða. Læknir, sem sér að sjúklingur hans er farinn að biðjast fyrir, hefir ástæðu til að gleðjast. Sú ró, sem bænin hefir í för með sér, styrkir mjög áhrif læknisaðgerðarinnar. Þó mega menn ekki biðjast fyrir undir áhrif- um morfíns, því um leið og bænin veitir ró lyftir hún hinurn andlegu eiginleikunr upp í æðra veldi, persónuleikinn fullkomnast í vissum skilningi, og stundum drýgja menn dáðir. Hún merkir þá, sem iðka liana, með sérstöku innsigli. Hið skæra augnaráð, virðu- legt fas, rósamt og glaðlegt yfirbragð, djarf- mannleg framkoma og hin látlausa ganga hermannsins eða píslan'Ottsins út í dauðann, þegar hann verður ekki umflúinn, sýnir tilvist þess fjársjóðs, sem fólginn er í djúpi sálar- innar. Undir áhrifum bænarinnar geta jafn- vel hinir fáfróðu, vanþroskuðu, brevsku eða gáfnatregu beitt vitsmunum og andlegum nrætti. Það virðist sem bænin lyfti mannin- um upp fyrir það andlega þroskastig, sem ættemi og uppeldi hafa ákvarðað honum. Sambandið við Guð merkir hann innsigli DAGRENNING 25

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.