Dagrenning - 01.12.1953, Page 36

Dagrenning - 01.12.1953, Page 36
kvæmt stjarnfræðilegum útreikningum hafi sá tunglmyrkvi verið h. 13. marz árið 4 f. K. Ástæðan fyrir því að menn telja að átt sé við þennan tunglmyrkva, er sú, að það er vitað, að Heródes dó nokkrum vikum fvrir páska, og árið 4 byrjuðu páskar að kvöldi hins 19. apríl. Þá þarf ekki frekar vitnanna við, hugsa menn, hér stendur allt heima, og á þessum grundvelli hafa margir söguritar- ar byggt þá skoðun sína, að árið væri stjarn- fræðilega sannað og ákveðið urn tíma og eilífð, þar sem það virðist greinilega stað- fest af nokkrum öðrum sögulegum frásögn- um Josephusar (sem brátt skal vikið að). Við nákvæma rannsókn kemur þó í ljós sú stað- reynd, að þessar forsendur eru gersamlega rangar. En jafnvel þótt vér gerðum ráð fyrir að árið 4 f. K. væri hið rétta dánarár Heródesar, er óhugsanlegt að fæðing Jesú, sem skeði á undan dauða Heródesar, hefði skeð sama árið, af þeirri einföldu ástæðu, að Heródes dó snemma á ári, en Jesús er fæddur á síðari hluta árs (eins og bæði kirkjufeðrunum og Ritningunni ber saman um). — Þess vegna gæti Jesús ekki verið fæddur síðar en árið áður, þ. e. árið 5 f. K. og raunar tæplega svo seint, þegar þess er gætt, hvað sagan greinir frá að gerst hafi á tímabilinu milli fæðingar Jesú og dauða Heródesar. Það er því aug- ljóst, að hvert sem hið rétta dánarár Heró- desar er, þá er Jesús fæddur annað ár og áður. Tunglmyrkvinn, sem svo oft er vitnað til sem sönnunar fyrir því, að Heródes hafi dáið árið 4 f. K., var aðeins 28 dögum fyrir páska þetta ár. En atburðirnir sem gerðust milli þess, að Heródes lét brenna „hinn Matthías", — en það var sarna árið og tunglmyrkvinn — og páskanna, tóku talsvert lengri tíma en 28 daga. Á þessu tímabili fór frarn lokaþáttur- inn í veikindum Heródesar, dauði hans, um- fangsmikill undirbúningur fyrir jarðarför hans, viðhafnarmikil greftrun, þar sem heill her fór í hægfara skrúðgöngu frá Jerikó til Heródium, en það tók 25 daga, síðan hirð- sorg í 7 daga og loks óspektirnar, sem bæld- ar voru niður rétt fyrir páskana (Josephus Antiquities XVII, IX., 1—3). Hin hægfara greftunarskrúðganga og almenni sorgartím- inn stóðu yfir í 32 daga, og þá er óhugsanlegt að allt, sem skeði á tímabilinu milli tungl- myrkvans og páskanna, hafi getað gerzt á styttri tírna en tveimur mánuðum. Þess vegna er myrkvinn 13. rnarz árið 4 f. K. ekki sá tunglmyrkvi, sem Josephus átti við. Eitt er víst, að þessi myrkvi var mjög lítill (aðeins um 4 digit þ. e. hann huldi aðeins 4/i2 hluta af yfirborði tunglsins) og sást að- eins frá því nokkrum mínútum fyrir klukk- an 2 og til klukkan rúmlega 4 um nótt- ina, og þar að leiðandi hafa fáir séð hann. Josephus lagði ekki í vana sinn að skrá- setja tunglmyrkva, því að í öllum hans miklu ritum er tunglm\'rkvinn fyrir dauða Heró- desar sá eini, sem hann minnist á. Með hlið- sjón af því, að tunglmyrkvar eru mjög al- geng fyrirbrigði, stundum þrír sama árið, er harla ósennilegt að Josephus hefði farið að geta um lítinn myrkva, sem var snemma að morgni, þegar nálega allir sváfu, og tengja hann við brennslu Matthíasar, daginn áður. Þegar Josephus er að tala um að Heródes hafi látið brenna Matthías, farast hinum orð á þessa leið: „og einmitt þessa nótt varð rnyrkvi á tungli.“ Það er sannarlega langsótt að reyna að heimfæra þetta til smámyrkva, sem varð snemma morguns daginn eftir, og mjög fáir hafa því vitað um og enn færri séð. En ef vér höldum oss við það, sem frá er skýrt, verðurn vér að leita að tunglmyrkr'a, sem raunverulega var tekið eftir, í tvennum skilningi. — í fyrsta lagi vegna þess, að hann var nægilega stór til þess að vekja athvgli og í öðru lagi vegna þess, að hann varð á fyrri hluta nætur, meðan fólk var ekki geng- ið til náða og gat því séð hann. 34 dagrenning

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.