Dagrenning - 01.12.1953, Qupperneq 38

Dagrenning - 01.12.1953, Qupperneq 38
fyrir páska. Árið 1 e. K. voru páskamir síð- ast í marz, en af því leiðir að Heródes hefir dáið einhverntíma í janúar. Af frásögninni í Antiquities (XVII. bók, VI. kap.), er augljóst að Heródes hefir veikzt mikið a. m. k. nokkr- um vikum fyrir tunglmyrkvann 29. desem- ber árið 1 f. K., en hún sýnir, að á þeim tíma, sem tunglmyrkvinn varð, hefir honum skyndilega versnað mikið og auðsjáanlega komist á hættustigið. Þar sem hann þráði mjög að lifa fór hann eftir öllu, sem læknar hans ráðlögðu, og þegar veikindin voru kom- in á svona hættulegt stig, vildu þeir láta hann fara í heit böð í Callirrhoe við Dauða- hafið og féllst hann strax á það. Þegar þangað kom réðu læknarnir honum að baða sig í keri fullu af olíu. En þegar þetta var revnt lokaði hann augunum og þeir héldu að hans síðasta stund væri komin. Hann raknaði þó við, og þá kom læknunum saman um að flytja hann aftur til Jerúsalem, en þeir kom- ust aldrei nerna til Jerikó, þar lá liann nokkra daga milli heims og helju og gaf svo upp önd- ina. Þegar höfð er í huga ferðin frá Jerúsalem til Calhrrhoe, þaðan aftur til Jerikó og ann- að, sem skeði, hlýtur að hafa liðið a. m. k. hálfur mánuður milli tunglmvrkvans 29. des. og andláts Heródesar. SJÚKDÓMSGREINING HEÓDESAR. Þar sem Josephus lýsir ástandi Heródes- ar um það leyti, sem tunglmyrkvinn varð, 29. desember árið 1 f. K. er honum versnaði mikið, datt höfundi þessarar bókar í hug, þegar hann hafði lokið að rita kaflann hér á undan, að það gæti verið góður stuðningur við þá ályktun, hve lengi Heródes hefði getað lifað eftir þetta, að leggja sjúkdómsgreining- una undir dóm lækna og fá umsögn þeirra um, hvað þeir teldu Hklegt að Heródes hefði lifað lengi svona á sig kominn. Þegar tungl- myrkvinn varð, var ástand Heródesar, sam- kvæmt frásögn Josephusar orðið sem hér segir: Óþolandi stingverkir um allan líkamann. Stöðugar þrautir í ristlinum. Vessandi æxli á fótunum. Bólgur í kviðarholi. . llotnunarbreytingar og omiar í getnaðar- færum. Gat ekki andað nerna sitja uppi við dogg. Krampaverkir í öllum limum. Hiti, sem var miklu meiri innvortis heldur en við ytri snertingu. Ofsaleg löngun í mat. Sár í innýflum. \7atnskenndur og þunnur vökvi á fótum og neðan til í kvið. Garftrarkenndur uppgangur. Samkvæmt því er að framan getur, voru þessi tólf atriði í ásigkomulagi Heródesar vissan dag, rituð upp og send fjórurn brezk- um læknum með eftirfarandi tilmælum: „Getið þér áætlað nokkum veginn, hve lengi sjötugur maður, þannig á sig korninn, gæti lifað?“ Niðurstaða hinna fjögra lækna var á þessa leið: „Heródes hetði getað dáið hvenær sem var eftir þetta, jafnvel sama daginn, og það er ósennilegt að hann hafi lifað lengur en um hálfan mánuð.“ Læknarnir vissu ekki hin sögulegu at- riði, eins og greinilega kernur fram á orða- laginu í svari þeirra, og það var líka hið ákjósanlegasta, því að það sýnir að úrskurður þeirra er einungis byggður á læknisfræðilegri þekkingu, án nokkurrar vitneskju annarsstað- ar frá. Þetta er því algerlega sjálfstæð sönn- un. Með hliðsjón af því, að Heródes hafði óvenjulega sterka lífslöngun og „vonaði stöðugt að sér nmndi batna, þótt þjáningar lians væru rneiri en nokkur mannlegur mátt- ur gat borið“, má ætla að hann hafi veitt 36 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.