Dagrenning - 01.08.1956, Page 10

Dagrenning - 01.08.1956, Page 10
"------------------------------------------------------------------------------V „segja sig úr lögum“ við Moskvuvaldið. En ekki datt Tító í hug, að breyta til um stjórnarstefnu í Júgóslavíu. Hún er áfram heilsteypt kommúnista- ríiki með einum leyfð(um stjómmálaflokki og öllu sama kúgunar- og þrælafyrirkomulaginu og í Rússlandi. Hitler var national-sósíalisti. Tító er national-kommúnisti. Höfuðeinkenni nýkommúnismans er það, að vera í orði, en ekki í verki, á móti Stalrn og Rússlandi. Nýkommúnisti þekkist á því, að hann for- dæmir allan undirlægjuhátt, bæði við „austur og vestur.“ Nýkommúnist- ar þykjast vera allra manna þjóðlegastir og bera alveg takmarkalausa virð- ingu, að því er þeir sjálfir segja, fyrir „menningu“ þjóða sinna, og að henni verði ekki spillt með utanaðkomandi áhrifum. Gleggsta merkið á hreinræktuðum nýkommúnistum er þó fjandskapur þeirra í garð Banda- ríkjamanna og Breta, sem þeir aldrei geta dulið. Forustumaður og brautryðjandi nýkommúnismans er Tító Júgóslavíu- forseti. Hann er, og hefur alla tíð verið, þjónn Moskvuvaldsins, en hefur haft þessu hlutverki að gegna. Hann er „höfundur“ hlutleysisstefnunnar í heimspólitíkinni í sinni núverandi mynd hennar. Tító hefur tekizt vel að blekkja vestrænar þjóðir, og alveg sérstaklega vestræna jafnaðarmenn — sósíaldemókrata. Sovétríkin hafa beitt honum fyrir sig við myndun hins nýja „hlutleysisbandalags“, sem nú er verið að koma á fót. Með Tító standa nú fremstir í „hlutleysinu“ þeir Nerú hinn indverski og Nasser hinn egypzki. Þetta ógæfu bandalag er nú vel á vegi með að stinga hinum vestrænu þjóðum það svefnþom, sem ríða mun frelsi þeirra og menningu að fullu. Hlutleysisþrenningin: Tító, Nerú og Nasser, áttu fyrir skömmu fund með sér í ríki Títós, á eynni Brioni í Adriahafi. Menn vita fátt um þann fund, annað en það, að þar munu hafa verið lögð á ráðin um næstu aðgerðirnar til að eyðileggja samtök frjálsra þjóða — Atlantshafsbanda- lagið og Bagdad- og Suðaustur-Asíu bandalagið. Um hitt munu litlar áætl- anir hafa verið gerðar, hvernig koma mætti í veg fyrir útþenslu Sovétríkj- anna, og vinna gegn kommúnismanum. Á hlutleysisstefnu Nassers er minnt annarsstaðar í þessari grein. Af hlutverki þessara þriggja hlutleysisleiðtoga er hlutverk Nerús athyglisverðast og um leið ógeð- felldast. Indland tilheyrir a. m. k. að nafninu til Brezka samveldinu og telst til hinna frjálsu þjóða. Bretar hafa sleppt þar öllum yfirráðum, sem þeir hafa haft síðustu aldirnar, í trausti þess, að þeir með því sköpuðu sér vináttu, en ekki óvild þessarar stóru og sundurleitu þjóðar. En Nerú notar hvert tækifæri, sem býðst, til að gera Bretum erfiðara fyrir á öllum sviðum. Hann er andstæðingur Atlantshafsbandalagsins — varnarsamtaka liinna frjálsu vestrænu þjóða. — Hann er andstæðingur Bagdad-bandalags- ins — varnarsamtaka þeirra Arabaríkja, sem vilja viðhalda tengslum sín- --------------------------------------------------------------------------------- 8 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.