Dagrenning - 01.08.1956, Qupperneq 10

Dagrenning - 01.08.1956, Qupperneq 10
"------------------------------------------------------------------------------V „segja sig úr lögum“ við Moskvuvaldið. En ekki datt Tító í hug, að breyta til um stjórnarstefnu í Júgóslavíu. Hún er áfram heilsteypt kommúnista- ríiki með einum leyfð(um stjómmálaflokki og öllu sama kúgunar- og þrælafyrirkomulaginu og í Rússlandi. Hitler var national-sósíalisti. Tító er national-kommúnisti. Höfuðeinkenni nýkommúnismans er það, að vera í orði, en ekki í verki, á móti Stalrn og Rússlandi. Nýkommúnisti þekkist á því, að hann for- dæmir allan undirlægjuhátt, bæði við „austur og vestur.“ Nýkommúnist- ar þykjast vera allra manna þjóðlegastir og bera alveg takmarkalausa virð- ingu, að því er þeir sjálfir segja, fyrir „menningu“ þjóða sinna, og að henni verði ekki spillt með utanaðkomandi áhrifum. Gleggsta merkið á hreinræktuðum nýkommúnistum er þó fjandskapur þeirra í garð Banda- ríkjamanna og Breta, sem þeir aldrei geta dulið. Forustumaður og brautryðjandi nýkommúnismans er Tító Júgóslavíu- forseti. Hann er, og hefur alla tíð verið, þjónn Moskvuvaldsins, en hefur haft þessu hlutverki að gegna. Hann er „höfundur“ hlutleysisstefnunnar í heimspólitíkinni í sinni núverandi mynd hennar. Tító hefur tekizt vel að blekkja vestrænar þjóðir, og alveg sérstaklega vestræna jafnaðarmenn — sósíaldemókrata. Sovétríkin hafa beitt honum fyrir sig við myndun hins nýja „hlutleysisbandalags“, sem nú er verið að koma á fót. Með Tító standa nú fremstir í „hlutleysinu“ þeir Nerú hinn indverski og Nasser hinn egypzki. Þetta ógæfu bandalag er nú vel á vegi með að stinga hinum vestrænu þjóðum það svefnþom, sem ríða mun frelsi þeirra og menningu að fullu. Hlutleysisþrenningin: Tító, Nerú og Nasser, áttu fyrir skömmu fund með sér í ríki Títós, á eynni Brioni í Adriahafi. Menn vita fátt um þann fund, annað en það, að þar munu hafa verið lögð á ráðin um næstu aðgerðirnar til að eyðileggja samtök frjálsra þjóða — Atlantshafsbanda- lagið og Bagdad- og Suðaustur-Asíu bandalagið. Um hitt munu litlar áætl- anir hafa verið gerðar, hvernig koma mætti í veg fyrir útþenslu Sovétríkj- anna, og vinna gegn kommúnismanum. Á hlutleysisstefnu Nassers er minnt annarsstaðar í þessari grein. Af hlutverki þessara þriggja hlutleysisleiðtoga er hlutverk Nerús athyglisverðast og um leið ógeð- felldast. Indland tilheyrir a. m. k. að nafninu til Brezka samveldinu og telst til hinna frjálsu þjóða. Bretar hafa sleppt þar öllum yfirráðum, sem þeir hafa haft síðustu aldirnar, í trausti þess, að þeir með því sköpuðu sér vináttu, en ekki óvild þessarar stóru og sundurleitu þjóðar. En Nerú notar hvert tækifæri, sem býðst, til að gera Bretum erfiðara fyrir á öllum sviðum. Hann er andstæðingur Atlantshafsbandalagsins — varnarsamtaka liinna frjálsu vestrænu þjóða. — Hann er andstæðingur Bagdad-bandalags- ins — varnarsamtaka þeirra Arabaríkja, sem vilja viðhalda tengslum sín- --------------------------------------------------------------------------------- 8 DAGRENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.