Dagrenning - 01.08.1956, Side 46

Dagrenning - 01.08.1956, Side 46
koma að ógilda kosningu sumra uppbót- arþingmannanna fyrir þessar sakir. Hitt er miklu alvarlegra mál, sem síð- ar gerðist, að tveir flokkanna hafa hrein- lega brugðizt yfirlýsingum, sem gefnar voru í kosningunum og ætla má, að veru- leg áhrif hafi haft á atkvæðagreiðslu fjölda manna. Slík brigðmæli eru að verða algeng í íslenzkri pólitík og eru óhugnanlegt tímanna tákn. Ræturnar liggja dýpra. En það áttar sig enginn á því, sem nú hefur gerzt í íslenzkum stjórnmálum, nema hann gefi gaum að þeirri þróun, sem á undan er gengin. Allar „brell- urnar“ og hinar vafnefndu yfirlýsingar eiga sér miklu dýpri rætur og hættu- legri, en fram kemur í h(inum yfir- borðslegu blaðaskrifum og viðræðum manna í milli um þessi málefni. Eftir kosningarnar 1953, en þá var höfundur þessarar greinar í framboði fyrir Lýðveldisflokkinn, birtust í Dag- renningu nokkrar greinar um það laumuspil, sem þá varð vart við í stjórn- málabaráttunni, og er rétt að rif ja nokk- uð af því upp nú að gefnu þessu tilefni. Um mörg undanfarin ár hefur ákveð- inn hópur manna hérlendis stefnt að því að sameina Framsóknarflokkinn, Alþýðuflokkinn og kommúnista í einn flokk eða eina samfylkingu, og er þetta einn þátturinn í sókn nýkommúnismans hér á landi. Undanfarin ár hefur Sovét- stjórnin lagt höfuðáherzlu á að koma ár sinni sem bezt fyrir borð hér á ís- landi til þess að get spillt sem mest samstarfi liinna vestrænu þjóða. Fyrir mörgum árum ákvað hún að gera Island að þýðingarmiklum stað í sókn sinni til eyðileggingar vamarsamtökum og menningu vestrænna þjóða. Ég rakti þetta nokkuð í febrúarhefti Dagrenn- ingar 1953 í grein sem heitir „Nýkomm- únisminn á íslandi". Þar segir fyrst með hverjum hætti nýkommúnisminn byrjar í flestum löndum, og hver voru upptök hans hér á landi. En síðan segir: „Næsta stigið var innrás nýkommún- ista í ákveðna stjórnmálaflokka og ýmis- konar félagsskap------“ „Hér á íslandi hófu nýkommúnistar skipulagða „innrás“ í tvo stjórnmála- flokka nokkuð samtímis, eða um það bil sem Þjóðvarnarliðið (gamla) hvarf undir yfirborðið eftir hina velheppnuðu „gen- eralprufu“ við Alþingishúsið 1949. Mest- ur hluti þeirra leitaði inn í Framsóknar- flokkinn og hefur búið þar öfluglega um sig í flokksfélögunum í Reykjavík, hjá Sambandinu og fyrirtækjum þess, og við aðalblað flokksins, Tímann. Nokkrir hurfu til Alþýðuflokksins, enda hefur nýkommúnisminn frá fvrstu átt ötulan fyrirsvarsmann í þeim flokki. Hin skipulagða leynihreyfing kommúnista, er stendur á bak við nýkommúnismann hér á landi, hef- ur talið réttara að leggja fyrst aðal- áherzluna á sókn innan Alþýðuflokks- ins, enda voru þar menn fyrir, sem flokk- urinn hafði fajlið mikinn trúnað, en telja mátti örugga fylgjendur þessarar nýju stefnu og líklega til að draga loku frá dyrum, þegar tími þætti til kom- • _ <( mn. „Nýkommúnistar höfðu með mikilli leynd, og með tilstyrk nýkommúnista hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga og í Framsóknarflokknum, unnið að því, all- lengi, fyrir síðasta Alþýðuflokksþing, að fella stjóm þá, sem Alþýðuflokkur- inn hefur haft undanfarin ár. Launráð- in heppnuðust og á Alþýðuflokksþing- 44 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.