Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 46

Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 46
koma að ógilda kosningu sumra uppbót- arþingmannanna fyrir þessar sakir. Hitt er miklu alvarlegra mál, sem síð- ar gerðist, að tveir flokkanna hafa hrein- lega brugðizt yfirlýsingum, sem gefnar voru í kosningunum og ætla má, að veru- leg áhrif hafi haft á atkvæðagreiðslu fjölda manna. Slík brigðmæli eru að verða algeng í íslenzkri pólitík og eru óhugnanlegt tímanna tákn. Ræturnar liggja dýpra. En það áttar sig enginn á því, sem nú hefur gerzt í íslenzkum stjórnmálum, nema hann gefi gaum að þeirri þróun, sem á undan er gengin. Allar „brell- urnar“ og hinar vafnefndu yfirlýsingar eiga sér miklu dýpri rætur og hættu- legri, en fram kemur í h(inum yfir- borðslegu blaðaskrifum og viðræðum manna í milli um þessi málefni. Eftir kosningarnar 1953, en þá var höfundur þessarar greinar í framboði fyrir Lýðveldisflokkinn, birtust í Dag- renningu nokkrar greinar um það laumuspil, sem þá varð vart við í stjórn- málabaráttunni, og er rétt að rif ja nokk- uð af því upp nú að gefnu þessu tilefni. Um mörg undanfarin ár hefur ákveð- inn hópur manna hérlendis stefnt að því að sameina Framsóknarflokkinn, Alþýðuflokkinn og kommúnista í einn flokk eða eina samfylkingu, og er þetta einn þátturinn í sókn nýkommúnismans hér á landi. Undanfarin ár hefur Sovét- stjórnin lagt höfuðáherzlu á að koma ár sinni sem bezt fyrir borð hér á ís- landi til þess að get spillt sem mest samstarfi liinna vestrænu þjóða. Fyrir mörgum árum ákvað hún að gera Island að þýðingarmiklum stað í sókn sinni til eyðileggingar vamarsamtökum og menningu vestrænna þjóða. Ég rakti þetta nokkuð í febrúarhefti Dagrenn- ingar 1953 í grein sem heitir „Nýkomm- únisminn á íslandi". Þar segir fyrst með hverjum hætti nýkommúnisminn byrjar í flestum löndum, og hver voru upptök hans hér á landi. En síðan segir: „Næsta stigið var innrás nýkommún- ista í ákveðna stjórnmálaflokka og ýmis- konar félagsskap------“ „Hér á íslandi hófu nýkommúnistar skipulagða „innrás“ í tvo stjórnmála- flokka nokkuð samtímis, eða um það bil sem Þjóðvarnarliðið (gamla) hvarf undir yfirborðið eftir hina velheppnuðu „gen- eralprufu“ við Alþingishúsið 1949. Mest- ur hluti þeirra leitaði inn í Framsóknar- flokkinn og hefur búið þar öfluglega um sig í flokksfélögunum í Reykjavík, hjá Sambandinu og fyrirtækjum þess, og við aðalblað flokksins, Tímann. Nokkrir hurfu til Alþýðuflokksins, enda hefur nýkommúnisminn frá fvrstu átt ötulan fyrirsvarsmann í þeim flokki. Hin skipulagða leynihreyfing kommúnista, er stendur á bak við nýkommúnismann hér á landi, hef- ur talið réttara að leggja fyrst aðal- áherzluna á sókn innan Alþýðuflokks- ins, enda voru þar menn fyrir, sem flokk- urinn hafði fajlið mikinn trúnað, en telja mátti örugga fylgjendur þessarar nýju stefnu og líklega til að draga loku frá dyrum, þegar tími þætti til kom- • _ <( mn. „Nýkommúnistar höfðu með mikilli leynd, og með tilstyrk nýkommúnista hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga og í Framsóknarflokknum, unnið að því, all- lengi, fyrir síðasta Alþýðuflokksþing, að fella stjóm þá, sem Alþýðuflokkur- inn hefur haft undanfarin ár. Launráð- in heppnuðust og á Alþýðuflokksþing- 44 DAGRENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.