Morgunblaðið - 09.01.2015, Page 2
Helgi Bjarnason
Hjörtur J. Guðmundsson
Starfsaðstaða í heilbrigðiskerfinu
verður bætt með byggingu nýs
Landspítala, endurnýjun tækja,
samtengingu rafrænnar sjúkra-
skrár, eflingu heimilislækninga og
svigrúmi til fyrsta flokks læknis-
meðferðar. Kemur þetta fram í sam-
eiginlegri yfirlýsingu ráðherra rík-
isstjórnar og læknafélaganna sem
gerð er í tengslum við kjarasamn-
inga lækna.
„Kjarasamningar lækna eru eng-
inn lokapunktur heldur miklu frem-
ur áfangi í enn stærra sameiginlegu
verkefni stjórnvalda og lækna sem
miðar að endurreisn íslensks heil-
brigðiskerfis og gera það í stakk bú-
ið til þess að keppa við heilbrigð-
isþjónustu hvar sem er í heiminum,“
sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son á blaðamannafundi í gær þar
sem yfirlýsingin var kynnt. Hann
sagði að yfirlýsingin fæli í sér stað-
festingu á vilja ríkisstjórnarinnar til
að leggja verulega áherslu á upp-
byggingu íslensks heilbrigðiskerfis
þannig að það yrði með því besta
sem gerðist.
Í yfirlýsingunni skuldbinda ráð-
herrarnir og forystumenn lækna sig
til að vinna að markmiðum í átta
tölusettum greinum. Ráðist verður í
átak í að bæta heilbrigðisþjónustuna
með virkum stuðningi lækna og
þátttöku þeirra í stefnumótun sem
byggist á bættri starfsaðstöðu og
betri nýtingu fjármuna. Haldið verð-
ur áfram að auka fjármagn til heil-
brigðismála en um leið lögð áhersla
á að nýta fjármuni betur. Meðal
annarra atriða má nefna að rætt er
um að opna möguleika á fjölbreytt-
um rekstrarformum sem byggjast á
virkri þjónustu- og verkefnastýr-
ingu og skýrum gæðakröfum.
Þátttaka í stefnumótun
Kristján Þór Júlíusson heilbrigð-
isráðherra sagði við þetta tækifæri
að yfirlýsingin sneri meðal annars
að því að styrkja umgjörð fyrir
læknastéttina í landinu, meðal ann-
ars til að geta mætt þeim kröfum
sem uppi hafa verið mjög lengi.
„Þetta snýr líka að því að auka í
rauninni þátttöku fagstétta í heil-
brigðisþjónustunni og aðkomu að
stefnumótun stjórnvalda á sviði heil-
brigðismála.“
Morgunblaðið/Golli
Handsal Þorbjörn Jónsson og Kristján Þór Júlíusson takast í hendur. Illugi Gunnarsson, starfandi fjármálaráð-
herra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Kristín Huld Haraldsdóttir bíða færis.
Stefnt verði að bygg-
ingu nýs Landspítala
Ráðherrar og læknar einhuga um endurreisn heilbrigðiskerfis
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Stærsta loðnan verður tínd úr hluta
afla Heimaeyjar og hún fryst fyrir
Rússlandsmarkað. Megnið verður þó
brætt. Heimaey VE er að landa á
Þórshöfn, fyrstu loðnunni sem kemur
á land á þessari vertíð. Þá var einnig
byrjað að landa úr Aðalsteini Jóns-
syni á Eskifirði í gærkvöldi.
Menn eru tvístígandi yfir Rúss-
landsmarkaðnum. Vegna gengisfalls
rúblunnar er innflutt vara dýr og ekki
útlit fyrir að hátt verð fáist fyrir
loðnu. Hagkvæmara er fyrir vinnsl-
una að bræða aflann í mjöl og lýsi.
„Þetta er markaður sem hefur gefið
vel á undanförnum árum, þótt erfið-
leikar séu þar núna, og áhugi á að við-
halda honum,“ segir Rafn Jónsson,
verksmiðjustjóri Ísfélags Vest-
mannaeyja á Þórshöfn.
Heimaey kom með rúm 300 tonn
af kældri loðnu og verður reynt að
frysta það stærsta af henni en annað
verður brætt. Skipið kom með hátt í
1300 tonn af loðnu sem það fékk um 50
mílur norður af Hraunhafnartanga.
„Það fannst lítill blettur með loðnu sem
gaf ágætlega framan af. Svo var það að
engu orðið og mjög lítið að sjá í rest-
ina,“ segir Ólafur Einarsson, skip-
stjóri. Hann segir að einnig hafi verið
erfitt að eiga við veiðarnar vegna
brælu. Loðnan var ágæt, að sögn skip-
verja.
Nokkrir við leit
Nokkur skip eru nú að leita. „Við
komum seinnipartinn í dag en það hef-
ur engin loðna fundist síðan seinni-
partinn í nótt,“ sagði Sturla Þórðarson,
skipstjóri á Berki NK, í gærkvöldi.
Skipin höfðu leitað aðeins austur á
bóginn en ekkert fundið þar, þegar
Morgunblaðið hafði síðast fréttir af.
Rannsóknarskipið Árni Frið-
riksson er við loðnuleit norðvestur af
Vestfjörðum.
Reynt að frysta stærstu loðnuna
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Skipverjar Sigurður Ólafsson og Sigurður Hjörleifsson voru ánægðir með loðnuna sem landað var úr Heimaey.
Heimaey landar fyrstu loðnu vertíð-
arinnar á Þórshöfn Megnið í bræðslu
Milosz Hodun varði í gær doktors-
ritgerð sína við lagadeild Háskólans í
Reykjavík, en hann er fyrsti neminn
sem lýkur doktorsnámi við deildina. Í
ritgerðinni eru birtar niðurstöður
samanburðarrannsóknar á svoköll-
uðum „federalizing“-áhrifum banda-
ríska hæstaréttarins á 18. og 19. öld
og Evrópudómstólsins núna á mót-
unarárum ESB.
Milosz, sem er pólskur, hefur búið
hér á landi síðustu fimm ár, og segir
það heiður að vera fyrsti doktors-
neminn sem lýkur námi við lagadeild-
ina. „Þetta er mjög skemmtilegt og
gekk betur en ég þorði að vona,“ seg-
ir hann glaður í bragði í samtali við
mbl.is.
Milosz fluttist fyrst hingað til lands
2007 og starfaði sem sjálfboðaliði í
Hinu húsinu í eitt ár. Hann segist
hafa kynnst landinu vel og vitað að
hann vildi koma hingað aftur.
Milosz flutti aftur til Póllands árið
2008 til að klára meistaragráðu í lög-
fræði. Skrifaði hann meistararit-
gerðina í Ljubljana í Slóveníu og
vann í Gvatemala í hálft ár áður en
hann fluttist aftur hingað til lands.
Meðan á náminu stóð fór Milosz í
skiptinám til Kína og Bandaríkjanna
auk þess að kenna lögfræði, m.a. í
Kaupmannahöfn og við HR.
Milosz heldur aftur til Póllands um
helgina, en hann mun hefja störf á
mánudag sem sérfræðingur fyrir for-
seta Póllands. „Þetta kom óvænt upp
í hendurnar á mér á mjög góðri tíma-
setningu svo ég er mjög spenntur,“
segir hann. Hann mun vinna að ýms-
um greiningum fyrir forsetann, auk
þess að sinna lögfræðilegum þáttum.
Milosz mun starfa fyrir forsetann í
a.m.k. eitt ár, en eftir það segir hann
mjög líklegt að leið sín muni liggja
aftur til Íslands, enda sé landið hans
annað heimili. ingileif@mbl.is
Hefur störf fyrir
forseta Póllands
Fyrsti doktorinn frá lögfræðideild HR
Doktor í lögfræði Heiður að vera
fyrstur segir Milosz Hodun.
„Þetta er yfirlýsing sem læknar
hafa unnið að ásamt stjórnvöld-
um undanfarnar vikur til hliðar
við gerð kjarasamninganna og
er hugsuð sem fyrsta viðspyrna
til þess að snúa við þeirri hrörn-
un eða afturför sem við höfum
þurft að þola varðandi heil-
brigðiskerfið undanfarin all-
mörg ár,“ sagði Þorbjörn Jóns-
son, formaður Læknafélags
Íslands, á blaðamanna-
fundinum.
Kristín Huld Haraldsdóttir,
varaformaður Skurðlækna-
félags Íslands, sagði skurð-
lækna reiðubúna til að taka þátt
í allri vinnu sem miðaði að því
að snúa við þeirri ófremdar-
þróun sem átt hefði sér stað
undanfarin ár.
Fyrsta
viðspyrna
FORMAÐUR LÆKNA
Sex flugtök og lendingar voru í gær á
NA/SV-flugbraut Reykjavíkurflug-
vallar, svonefndri neyðarbraut, af
alls rúmlega 40 hreyfingum. Þar á
meðal voru lendingar farþegavéla og
flugtök og lendingar sjúkraflugvéla.
Vindur stóð þvert á aðalflugbraut
vallarins í hvössum éljum. Flug lá
niðri fyrst um morguninn en eftir að
það hófst töldu flugmennirnir í ein-
hverjum tilvikum ófært að lenda á
stóru brautinni og notuðu neyðar-
brautina. Hún er ekki í framtíðar-
skipulagi Reykjavíkurborgar og
notkun hennar talin munu skerðast
vegna fyrirhugaðra bygginga í
Vatnsmýri.
Friðþór Eydal, talsmaður
ISAVIA, segir að flugmenn hafi end-
anlegt val um flugbraut. NA/SV-
brautinni sé haldið opinni. Hann seg-
ir að metið verði í dag hvort ástæða
sé til að fara yfir veðurgögn til að
meta hvort það hafi verið nauðsyn-
legt að nota brautina eða hvort aðrir
valkostir hafi verið í stöðunni.
helgi@mbl.is
Sex hreyfingar á
neyðarbrautinni
Morgunblaðið/RAX
Reykjavíkurflugvöllur Tveimur
flugbrautum er haldið opnum.