Morgunblaðið - 09.01.2015, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015
Sverrir Einarsson,
tannlæknir í Vest-
mannaeyjum og
Reykjavík, lést á
Landspítalanum mið-
vikudaginn 7. janúar,
87 ára að aldri.
Sverrir fæddist í
Reykjavík 20. nóv-
ember 1927. Hann
varð stúdent frá
Menntaskólanum í
Reykjavík 1949 og út-
skrifaðist sem tann-
læknir frá Háskóla Ís-
lands 1955. Hann hóf
störf í Vestmanna-
eyjum. Á árunum 1966 til 1967 var
hann við nám í Kaupmannahafnar-
háskóla og kynnti sér flúorblöndun
drykkjarvatns við Alabamaháskóla.
Hann gerði tilraunir með flúor-
blöndun drykkjarvatns í Vest-
mannaeyjum.
Sverrir starfaði sem tannlæknir í
Vestmannaeyjum fram að eldgosinu
1973. Þegar upp á land var komið
opnaði hann eigin tannlæknastofu í
Reykjavík og rak hana til ársloka
2006. Samhliða rekstrinum starfaði
Sverrir hjá skólatannlækningadeild
Reykjavíkurborgar.
Sverrir var ötull í
trúnaðar- og fé-
lagsstörfum fyrir
tannlækna, kylfinga
og í Akóges. Hann var
formaður stjórnar Fé-
lags íslenskra tann-
læknanema 1954 og í
stjórn Golfklúbbs
Vestmannaeyja 1955-
71 og þar af formaður
í fimm ár. Þá var
hann einnig formaður
í félaginu Akóges í
Vestmannaeyjum og
sinnti þar ýmsum
nefndarstörfum.
Sverrir var í stjórn Golfsambands
Íslands 1973-82, í stjórn Golfklúbbs
Ness 1980 og í stjórn Félags skóla-
tannlækna í Reykjavík frá stofnun
þess 1985 til 1991. Þá var hann í
stjórn Landssambands eldri kylf-
inga frá 1986, formaður í tvö ár.
Honum hlotnuðust ýmsar viðkenn-
ingar og heiðursmerki fyrir störf
sín. Sverrir ritaði fjölmargar grein-
ar um málefni tannlækna í ýmis
blöð.
Sverrir lætur eftir sig eiginkonu,
Margréti Þóroddsdóttur, börn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Andlát
Sverrir Einarsson
tannlæknir
Bæjarlind6, sími5547030
Við erum á facebook
Str.
36-56
Útsala
50%
afsláttur
Bonito ehf. • Friendtex • Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 • www.friendtex.is
Opið mánud. - föstud. 11:00-18:00, laugardag 12:00-16:00
Skoðið frien
dtex.is
Komið og gerið
frábær kaup
Enn meiri
afsláttur
Dúndur
Útsala
Föstudaginn 9. janúar opnar Árni Bartels
sýningu í Gallery BAKARÍ kl. 17.
Árni sýnir valin verk frá 2010-2013.
Verkin eru í neo-expressjónisma stíl.
Verkin eru unnin hér heima og í Svíþjóð.
Þetta er 6. einkasýning Árna hérna á landi
en hann er búsettur í Svíþjóð og starfar þar.
Sýningin stendur til 19. janúar.
Gallery BAKARÍ, Skólavörðustíg 40, 101 Reykjavík,
sími 551 0161 og 690 0931.
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16.
arnibartels.com
Málverkasýning
Árna Bartels
Blaðamannaverðlaun
2014
Blaðamannafélag Íslands
Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands verða veitt í 12. skipti
þann 28. febrúar næstkomandi. Tilnefningar dómnefndar verða kynntar
viku fyrir afhendingu en skilafrestur tilnefninga til dómnefndar er
FÖSTUDAGURINN 23. JANÚAR.
Eins og áður eru verðlaunin veitt í fjórum flokkum en þeir eru þessir:
Besta umfjöllun ársins 2014
Viðtal ársins 2014
Rannsóknarblaðamennska ársins 2014
Blaðamannaverðlaun ársins 2014
Hægt er að senda inn tilnefningar til verðlaunanna á skrifstofu Blaða-
mannafélagsins í Síðumúla 23 á auglýstum skrifstofutíma ásamt gögnum
með röksemdafærslu fyrir tilnefningunni. Jafnframt er hægt að tilnefna með
rafrænum hætti á heimasíðu BÍ, www.press.is .
Þegar ísruðningar verða of miklir geta þeir átt það til
að tálma för bæði bifreiða og gangandi vegfarenda. Þá
getur verið gott að beita snjóblásara á gangstéttirnar,
en hann breytir ísklumpunum í fíngerðan snjó.
Guðjóna Björk Sigurðardóttir, skrifstofustjóri rekst-
urs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, segir að snjóblás-
ararnir séu mikið þarfaþing þar sem þeir nái til þar
sem önnur og stærri tæki komist ekki að.
Morgunblaðið/Golli
Ísklumpum breytt í fíngerðan snjó
Heildarfjöldi gróðursettra trjá-
plantna á svæði Hekluskóga frá
árinu 2006 til og með 2014 er nú
kominn yfir 2,3 milljónir, á um 1200
hekturum lands sem dreifast á um
850 trjálundi. Árið 2014 var hag-
stætt gróðri á Hekluskógasvæðinu,
samkvæmt því sem fram kemur á
heimasíðu verkefnisins.
Í fyrra gróðursettu verktakar
tæplega 180 þúsund plöntur, en
landeigendur, auk ýmissa sjálf-
boðaliða, gróðursettu rúmlega 130
þúsund. Gróðursett var víðsvegar
um Hekluskóga með mestri áherslu
á norðanvert svæðið á uppgræddum
svæðum, en landeigendur sáu um
mestan hluta gróðursetningarinnar í
eigin lönd á sunnanverðu starfs-
svæðinu.
Minna gróðursett næstu ár
Samstarf er við um 205 þátttak-
endur á sunnanverðu svæðinu og
hafa þeir gróðursett á eigin kostnað
rúmlega 800 þúsund plöntur síðan
árið 2008. Búast má við að heldur
dragi úr gróðursetningu landeig-
enda á næstu árum enda hefur nokk-
ur hluti þeirra þegar lokið gróð-
ursetningu í lönd sín. Ágætur
árangur sáningar frá fyrstu starfs-
árum verkefnisins er að koma í ljós
þessi árin og má nú finna mikið af
fræplöntum sem eru að spretta upp
víða um norðanvert starfssvæðið.
Hekluskógar eiga í samstarfi við
fjölmarga aðila, t.d. Landsvirkjun,
Endurvinnsluna hf, ýmsa hópa sjálf-
boðaliða og erlenda og innlenda
nemendahópa.
Hafa gróðursett yfir
2,3 milljónir plantna
Breyting Á starfssvæði Hekluskóga.