Morgunblaðið - 09.01.2015, Side 10
Því dettur ýmislegt í hug mannfólk-
inu til að laða fólk að hinum ýmsu
stöðum. Á sædýrasafni í Tókýó í Jap-
an er til dæmis núna í gangi sýning
þar sem kona sem klæðist kímanó
kafar ofan í risastórt rými innan um
svamlandi fiska, stórar skötur og
aðrar áhugaverðar neðansjávarverur.
Hlutverk konunnar er að gefa fisk-
unum að éta úr lófa sínum og er það
vissulega kúnstug sjón að sjá.
Nýárssýningin er gestum sædýra-
safnsins opin fram til 12. janúar, það
er því hver að verða síðastur að drífa
sig til Japan og lenda helst í Tókýó til
að geta upplifað þessa sjónrænu
veislu. Myndirnar voru teknar í gær.
Sérstök nýárssýning neðansjávar í Tókýó
Kona íklædd kímanó kafar til
að fóðra skötur og fleiri fiska
AFP
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þetta tók mig tæp tvö ár aðganga á öll þessi fjöll ogvinna bókina,“ segir Þor-steinn Jakobsson fjalla-
garpur sem með gleði gekk upp á
níutíu íslensk bæjarfjöll og allt
var það til að gefa út bók sem
mætti gagnast þeim sem áhuga
hefðu á að ganga á þessi sömu
fjöll. Höfundarlaun sín gefur hann
til Styrktarfélags krabbameins-
sjúkra barna um ókomna framtíð.
„Ég gekk áður í fjögur ár til
styrktar Ljósinu, endurhæfingar-
stöð fyrir greinda krabbameins-
sjúka, en góð vinkona mín, sem
var með krabbamein og er nú lát-
in, kynnti mig fyrir því frábæra
starfi sem þar fer fram og mig
langaði til að gera eitthvað fyrir
þau.“
Gekk á 400 tinda eitt árið
Árin eru því orðin sex sem
Þorsteinn hefur gengið til góðs.
„Ég hef notið þess allan tímann,
ég fór meðal annars fyrir Ljósið
sjö sinnum í röð upp Esjuna
ásamt Sveini Halldóri Helgasyni,
eitt árið gekk ég á 365 tinda yfir
árið og ári seinna gekk ég fjögur
hundruð tinda. Ég tók tarnir á
milli, til dæmis gekk ég á tíu fjöll í
einu án þess að stoppa, ellefu fjöll
ári síðar og tólf fjöll þar á eftir.
Ég gekk ásamt Róbert Beck á
tindana fimm fyrir austan, Kistu-
fellið og Hádegisfjallið á Reyð-
arfirði, Hólmatind og Svartafjall á
Eskifirði og Goðaborg á Norðfirði.
Gamla metið var 19 tímar og 50
Bæjarfjöllin eru fyr-
ir alla fjölskylduna
Hann gekk á öll íslensk bæjarfjöll og gaf út handbók í framhaldinu. Hann komst
að því að stundum var ágreiningur um hvert bæjarfjallið væri. Hann hefur mikla
ástríðu fyrir fjallgöngum og gekk í fjögur ár til styrktar Ljósinu, endurhæfingar-
stöð fyrir greinda krabbameinssjúka, og nú gefur hann höfundarlaun sín af nýju
bókinni til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.
Ljósmynd/Kristinn Þorsteinsson
Fögnuður Hér er Þorsteinn á Bjólfi, bæjarfjalli Seyðisfjarðar.
Ljósmynd/Kristinn Þorsteinsson
Fegurð Þorsteinn við Hvítserk í Borgarfirði eystri, en þar eru Dyrfjöll
bæjarfjallið, hann vildi bara líka ganga á Hvítserk sem er úr flikrubergi.
Í hádeginu í dag kl. 12.15 er boðið
upp á ókeypis djasstónleika og
verða þeir aftur á sunnudag kl.
13.15. Tríóið Külda Klang leikur en
það er dansk-þýsk-íslenskt sam-
vinnuverkefni sem sameinar þrjá
tónlistarmenn. Tríóið skipa þeir Leif-
ur Gunnarsson á kontrabassa, Joch-
en Pfister frá Þýskalandi á píanó og
Kristoffer Tophøj frá Danmörku á
trommur.
Jochen og Kristoffer hittust fyrst
í New York haustið 2012 þar sem
þeir fundu sameiginlegan áhuga
sinn á djassi með norrænum áhrif-
um. Síðar fengu þeir Leif til liðs við
sig, en hans melódíska og yfirveg-
aða bassaspil passaði fullkomlega
við þá tilfinningu sem þeir vildu í
tónlistinni. Eftir að hafa spilað sam-
an í nokkra daga í Kaupmannahöfn
varð Külda Klang til.
Külda Klang er samansett af ís-
lenska orðinu kuldi og þýsk/danska
orðinu ,,klang“ eða hljómur.
Vefsíðan www.gerduberg.is
Külda Klang Hljómsveitina skipa Íslendingur, Dani og Þjóðverji.
Sameinar þrjá tónlistarmenn
Fundir Kvæðamannafélagsins Iðunn-
ar eru öllum opnir og í kvöld kl. 20
verður sá fyrsti á þessu ári og er
hann haldinn í Gerðubergi í Breið-
holti. Ýmislegt skemmtilegt er á dag-
skránni, m.a. ætlar Bára Grímsdóttir
að kveða úr Króka-Refs rímum eftir
Hallgrím Pétursson og Njáll Sigurðs-
son mun stjórna samsöng og einnig
verður samkveðskapur.
Í takt við árstímann ætlar Ingimar
Halldórsson að kveða vetrarvísur
sem og álfa- og áramótavísur eftir Ið-
unnarfélaga. Skipið Skálda siglir um
salinn og er öllum frjálst að setja í
það vísur. Alltaf skemmtileg kvöld.
Endilega…
…heyrið og sjá-
ið Báru kveða
Morgunblaðið/Golli
Kvæðakona Bára kveður fallega.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Brynjólfur Þorkelsson
Framkvæmdastjóri
binni@remax.is
Sylvía Walthers
Löggiltur fasteignasali
sylvia@remax.is
Vilt þú vita
hvers virði
eignin þín
er í dag?
Pantaðu frítt
söluverðmat án
skuldbindinga!
„...veittu mér framúrskarandi
þjónustu í alla staði, mæli
hiklaust með þeim!“
Katrín Skeifunni 17
HRINGDU NÚNA
820 8080