Morgunblaðið - 09.01.2015, Síða 12

Morgunblaðið - 09.01.2015, Síða 12
Vísitala, jan. 2000=100 Verðhlutfall sjávarafurða og hráolíu Hæsta hlutfall siðan 2009 Jan. 2000 Ág. 2014 140 120 100 80 60 40 20 0 Heimild: Thomson Reuters, útreikningar Analytica Verðhlutfall áls og hráolíu Hæsta hlutfall siðan 2009 7.1. 2000 7.1. 2015 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 Heimild: Thomson Reuters, útreikningar Analytica Sveiflur í gengi bandaríkjadals Miðgengi síðustu mánuði Dagsetning Miðgengi 6.6. 2014 7.7. 2014 7.8. 2014 5.9. 2014 6.10. 2014 6.11. 2014 5.12. 2014 7.1. 2015 113,14 113,31 115,4 118,48 121,19 123,27 124,08 130,01 Heimild: Seðlabanki Íslands BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verð á áli og sjávarafurðum gagn- vart hráolíu hefur ekki verið jafn- hátt síðan 2009. Með öðrum orðum: Olía hefur ekki verið jafnódýr í samanburði við ál og sjávarafurðir í um sex ár, að því er fram kemur í greiningu Yngva Harðarsonar, framkvæmdastjóra Analytica, sem gerð var að beiðni Morgunblaðsins. Vísar hann þar til þess að 13. febr- úar 2009 kostaði tonnið af áli 36,7 föt af hráolíu, borið saman við 36,8 föt af hráolíu á miðvikudaginn var. Á sama hátt hafi verðvísitala sjávarafurða ekki staðið jafnhátt gagnvart hráolíu síðan í maí 2009, er hlutfallið var 58,8 stig. Það var 58,2 stig í nóvember sl. og hefur hækkað síðan samhliða verðhruni á olíu. Hlutfallið er stillt á 100 í jan. 2000. „Þetta þýðir að kaupmáttur þess- ara vara í olíu, þ.e. hvað við fáum mikið af olíu fyrir þessar vörur, er að aukast. Þetta er því mælikvarði á viðskiptakjör þjóðarinnar og hvern- ig þau eru að þróast. Þau hafa varla verið betri síðan 2009,“ segir Yngvi og bendir á að olía hafi ekki verið jafnódýr í samanburði við vísitölu hrávöru (CRB) síðan í mars 2009. Hagvöxtur í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi í fyrra var 5% og er áætlað að vöxturinn verði nærri 3% þegar árið er gert upp, borið saman við áætlaðan 0,8% hagvöxt á evrusvæðinu í fyrra. Sterk staða bandaríkjadals Eins og sýnt er hér fyrir ofan hef- ur krónan veikst mikið gagnvart bandaríkjadal á síðustu mánuðum. Yngvi segir uppganginn vestan- hafs hafa áhrif á gengisþróunina. „Það eru horfur á að bandaríkja- dalur muni haldast áfram sterkur og jafnvel verða sterkari, þótt ekki væri nema vegna þess að það tekur tíma fyrir svona atburðarás að snúast. Bandarískt hagkerfi er miklu betur statt og horfur þar betri en víðast hvar annars staðar. Talið er að Bandaríkjamenn muni ráðast fyrr í vaxtahækkanir en önnur lönd, sér- staklega ef horft er til Evrópu. Við þetta bætist að litið hefur verið á bandaríkjadal sem örugga höfn í þeirri óvissu sem er í alþjóðaefna- hagsmálum. Það er til dæmis spurn- ing hver þróunin verður í Kína. Samt sýnist mér þróun leiðandi hag- vísis OECD fyrir Kína vera þokka- leg. Það eru miklar viðsjár í Rúss- landi og vegur þar þungt að olíuverð er enn að lækka. Þá er mikil óvissa á evrusvæðinu.“ Evrukreppan hefur áhrif Yngvi segir aðspurður að banda- ríkjadalur sé ekki að hækka til jafns við lækkun á hrávöruverði. Minni eftirspurn eftir hrávörum í Kína og hægagangur í evrópsku efnahagslífi séu þar áhrifavaldar. Lækkandi hrá- vöruverð muni hafa þau áhrif að við- skiptakjör Íslands séu að batna mjög og það leiða til frekari kaup- máttarstyrkingar á næstu mán- uðum. Þá muni þessi þróun stuðla að lágri verðbólgu og slá á þörfina fyrir launahækkanir. „Okkar útflutnings- vörur ganga enn á tiltölulega háu verði. Meira að segja álið, sem er að lækka í verði, hefur lækkað miklu minna en aðrar hrávörur. Þannig að hlutfallslega er okkar staða að batna mikið og það mjög umtalsvert,“ seg- ir Yngvi. Fram kom í síðustu Peninga- málum Seðlabankans í nóvember að „þótt viðsnúningur hafi orðið í við- skiptakjörum á öðrum ársfjórðungi [2014] eftir þriggja ára samfellda rýrnun hafi horfur fyrir viðskipta- kjör og útflutning heldur versnað“. Þórarinn Gunnar Pétursson, aðal- hagfræðingur Seðlabankans, segir horfur um viðskiptakjör hafa batnað frá birtingu síðustu Peningamála. Spáðu ekki svo mikilli lækkun „Horfur um viðskiptakjör hafa batnað. Innflutningsverð er að lækka töluvert og þá fyrst og fremst olían. Á meðan útflutningsverð gef- ur ekki eftir blasir við að horfur um viðskiptakjör hafa batnað frá því í nóvember. Við vorum að spá olíu- verðslækkun en ekkert í líkingu við það sem síðan hefur orðið. Ál- verðið hefur ekki gefið eftir með sama hætti og verð á sjávar- afurðum hefur hækkað umtals- vert. Þessi þróun er því mjög já- kvæð. Þetta er að gerast hjá öllum ríkjum sem flytja inn olíu. Þau hafa fengið töluverðan bata í viðskipta- kjörum. Það mun þá þýða, að öðru óbreyttu, batnandi hagvaxtarhorfur fyrir þau ríki.“ – Hefur þessi þróun áhrif á hag- vaxtarhorfur á Íslandi? „Já, að öðru óbreyttu ætti þetta að hjálpa til.“ – Gæti þetta ýtt undir að hag- vöxtur á fjórða ársfjórðungi 2014 verði meiri en á fyrstu þremur fjórð- ungum ársins sem Hagstofan áætlar að hafi verið 0,5%? „Það gæti vel gerst. Ráðstöfunar- tekjur heimila aukast vegna lægra olíuverðs að öðru óbreyttu.“ – Hvaða áhrif hefur þetta á þróun kaupmáttar á fyrri hluta þessa árs? „Að öðru óbreyttu verður verð- bólga minni vegna þessarar þróunar og að því leyti sem laun gefa ekki eftir líka verða raunlaun hærri og kaupmáttur heimilanna verður þá meiri. Þau spara í bensínkostnaði og hafa þá meira til ráðstöfunar í aðra neyslu.“ – Seðlabankinn hvetur til að launahækkunum verði stillt í hóf til að viðhalda verðstöðugleika. Kemur þessi þróun ekki á besta tíma? „Jú, þetta hjálpar til við það. Eftir því sem kaupmáttur heimila er meiri ætti þrýstingur á nafnlaunahækk- anir að vera minni en ella.“ Búið að festa gengið við evru Á meðan krónan veikist gagnvart dalnum hefur gengi hennar gagn- vart evru verið mjög stöðugt. Ragnar Björn Ragnarsson, gjald- eyrismiðlari hjá Arion banka, segir gjaldeyrismarkaðinn á Íslandi „hafa þróast á þann veg eftir hrun að bankarnir og Seðlabankinn hafi horft á krónuna sem evrukrónu“. „Gengi krónu í evrum hreyfist varla nema það fari fram viðskipti með gjaldeyri á millibankamarkaði. Frá miðju síðasta ári hefur evran kostað um 154 krónur. Seðlabankinn hefur keypt mikið af gjaldeyri á tímabilinu. Þegar krónan hefur verið að styrkjast og gengi evru að nálg- ast 153 krónur hefur Seðlabankinn keypt mikið af evrum. Gengi evru gagnvart krónu hefur því ekki náð að veikjast að neinu marki. Gengi krónu gagnvart bandaríkjadal flökt- ir hins vegar í takt við þróun dollars gagnvart öllum myntum. Það má því að vissu leyti segja að búið sé að festa gengi krónunnar við evru,“ segir Ragnar Björn Ragnarsson. Olíuhrunið bætir viðskiptakjörin  Olía hefur ekki verið jafnódýr miðað við sjávarafurðir og ál síðan 2009  Krónan veikist mikið gagnvart bandaríkjadal  Seðlabankinn telur horfur um viðskiptakjör hafa batnað síðan í haust CRB hrávöruvísitalan, $ 7.1. 2000 7.1. 2015 500 450 400 350 300 250 200 150 100 Heimild: Thomson Reuters, útreikningar Analytica Yngvi Harðarson Þórarinn G. Pétursson Ragnar Björn Ragnarsson 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015 Hæ sæti, hvað ert þú að borða? Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is Verð frá 2.494 kr. – fyrir dýrin þín Bragðgott, holl t og næringarr íkt Árni Geir Páls- son, forstjóri Ice- landic Group, segir veikingu krónu gagnvart bandaríkjadal hafa lítil áhrif á rekstur fyrirtæk- isins. Viðskipta- vinirnir séu mikið til stórar versl- unarkeðjur, á borð við Tesco og Marks & Spencer í Bretlandi og Metro og Delhaize í Belgíu. Samn- ingar við slíka aðila feli í sér vinnslu á miklu magni af fiski til langs tíma. „Um 90% af veltunni eru til svona aðila. Gengissveiflur á bandaríkja- dal til eða frá hafa því ekki nein stór- vægileg áhrif til skemmri tíma fyrir okkur,“ segir Árni Geir. Hann bendir aðspurður á að við- skiptabann í Rússlandi geti haft áhrif á framboð á fiski í Evrópu. Það geti, ásamt lækkun norsku krón- unnar, leitt til þess að fyrirtæki Ice- landic Group fari að kaupa meira af fiski í Noregi og Rússlandi. Gengissveiflurnar hafa óveruleg áhrif Árni Geir Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.