Morgunblaðið - 09.01.2015, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015
Íslandsmót barna í skák fer fram í
Rimaskóla laugardaginn 10. janúar
og hefst klukkan 12. Þátttökurétt
hafa börn fædd 2004 og síðar og sig-
urvegarinn fær sæmdarheitið Ís-
landsmeistari barna 2015 og keppn-
isrétt á Norðurlandamótinu í skóla-
skák sem haldið verður í Færeyjum
um miðjan febrúar. Mótið er fjöl-
mennt en gert er ráð fyrir um 80-
100 keppendum.
Alls verða tefldar níu umferðir
með tíu mínútna umhugsunartíma.
Eftir fimm umferðir verður kepp-
endum fækkað þannig að þeir sem
hafa þrjá vinninga eða fleiri halda
áfram keppninni um Íslandsmeist-
aratitilinn en þeir sem hafa færri en
þrjá vinninga hafa lokið þátttöku.
Þetta er í 22. sinn sem keppt er
um Íslandsmeistaratitil barna. Sig-
urður Páll Steindórsson sigraði á
fyrsta mótinu árið 1994, en meðal
annarra meistara má nefna titilhaf-
ana Dag Arngrímsson, Guðmund
Kjartansson og Hjörvar Stein Grét-
arsson. Núverandi Íslandsmeistari
barna er Vignir Vatnar Stefánsson.
Peðaskákmót leikskólabarna
Peðaskákmót verður haldið sam-
hliða mótinu og hefst klukkan 13:00.
Það er ætlað fyrir leikskólabörn og
þau allra yngstu í grunnskólum sem
eru ekki tilbúin fyrir Íslandsmótið.
Skákdeild Fjölnis verður með
veitingasölu meðan á mótinu stend-
ur.
Hátt í 100
börn á Ís-
landsmóti
Þau yngstu tefla
í Rimaskóla
Morgunblaðíð/Ómar
Að tafli Vignir Vatnar Stefánsson.
Enn er talsvert um umsóknir til
byggingarfulltrúa Reykjavíkur og
umhverfis- og skipulagsráðs um
breytingu húsnæðis yfir í gistiþjón-
ustu. Í nýjustu fundargerð ráðsins
kemur meðal annars fram að óskað
sé eftir breytingu á húsnæðinu við
Laugaveg 1 og 58b á þennan hátt.
Um mitt síðasta ár sagði Dagur
B. Eggertsson, borgarstjóri Reykja-
víkur, að þessi mikli vöxtur útheimti
mjög mikið og Kvosin og miðborg-
arkjarninn ættu ekki að verða að
einu samfelldu hótelsvæði. Hjálmar
Sveinsson, formaður umhverfis- og
skipulagsráðs, segir í samtali við
mbl.is að það sé komið ákveðið
stopp hjá borgaryfirvöldum í að
samþykkja gististaði á helstu stöð-
um í miðborginni. Þetta hafi meðal
annars falist í orðum Dags á síðasta
ári.
Hjálmar tekur aftur á móti fram
að þau mál sem þegar hafi verið af-
greidd og samþykkt verði ekki dreg-
in til baka. Þannig sé gert ráð fyrir
uppbyggingu hótels við Hörpu, Ice-
landair hótel séu að byggja við
Klapparstíg og Center hotels að
stækka á Laugavegi. Að lokum hafi
Íslandsbankareiturinn árið 2007
verið samþykktur sérstaklega sem
hótellóð og erfitt sé að breyta því til
baka án samþykkis lóðareiganda.
Þá segir hann að ákveðnar götur
séu skilgreindar sem aðalgötur á að-
alskipulagi. Laugavegur sé þar á
meðal og því geti verið að heimilað
verði að fjölga gististöðum þar, en
ólíklegt að nýjar beiðnir í íbúðar-
hverfum þar í kring fái grænt ljós.
thorsteinn@mbl.is
Enn sótt um gististaðaleyfi
Morgunblaðið/Ómar
Miðborgin Margir hafa áhuga á að reka hótel í miðborg Reykjavíkur.
Ákveðið stopp í að samþykkja gististaði í miðborginni
Gefin hefur ver-
ið út reglugerð
um veiðar úr út-
hafskarfa-
stofnum 2015.
Samkvæmt
henni er leyfi-
legur heildarafli
almanaksárið
2015 í úthafs-
karfa tæplega 2.950 tonn. Á
grundvelli aflahlutdeilda hefur
verið úthlutað 2.790 tonna afla-
marki og hefur það minnkað veru-
lega síðustu ár.
Snæfell EA fær mest úthlutað
eða 485 tonn, Þerney fær 377 tonn
og Helga María AK 320 tonn.
Aflamarki úthlutað
í úthafskarfa