Morgunblaðið - 09.01.2015, Qupperneq 18
VIÐTAL
Brynja Björg Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
Alþjóðlegar reglur um milliverðlagn-
ingu verða innleiddar með töluvert
meira íþyngjandi hætti en í mörgum
öðrum ríkjum, en reglugerð um út-
færslu þeirra var birt fyrir skömmu.
Haraldur Ingi Birgisson, lögfræðing-
ur á skatta- og lögfræðisviði Deloitte,
segir reglugerðina valda nokkrum
vonbrigðum og geta dregið úr sam-
keppnishæfni íslenskra fyrirtækja.
Árið 2013 voru leiðbeiningarreglur
OCED um milli-
verðlagningu inn-
leiddar í íslensk
lög. Þeim er ætlað
að koma í veg fyr-
ir að vara eða
þjónusta sé seld á
milli tengdra aðila
á óeðlilega háu
eða lágu verði, í
því skyni að hafa
áhrif á skatt-
stofna aðilanna.
Þrátt fyrir að lögin hafi tekið gildi
fyrir rúmu ári var reglugerð til út-
færslu á þeim ekki birt fyrr en 23.
desember síðastliðinn. „Við höfum
þurft að bíða ansi lengi eftir setningu
reglugerðar sem útfærir þessar regl-
ur nánar. Reglugerðin ber með sér
að íslensk yfirvöld ætla að ganga
töluvert lengra í þessum málum en
mörg önnur ríki,“ segir Haraldur.
Nefnir hann tvö dæmi. Annars
vegar sé lögð skylda á herðar þeim
fyrirtækjum sem falla undir reglurn-
ar, það er fyrirtækjum sem hafa yfir
milljarð í árlegri veltu eða heildar-
eignir, að verðmeta allar óefnislegar
eignir sem nýttar eru í viðskiptum.
Hins vegar falli viðskipti á milli
tveggja innlendra aðila undir reglu-
gerðina. Hvort tveggja tíðkist alla
jafna ekki í mörgum öðrum ríkjum.
„Með sanni má segja segja að
höggvið sé í samkeppnishæfni ís-
lenskra fyrirtækja í samanburði við
fyrirtæki annars staðar,“ segir Har-
aldur. „Maður veltir því fyrir sé hvort
ákjósanlegt sé að taka svona stórt
stökk í upphafi, sér í lagi í ljósi þess
að við erum með síðustu OECD-lönd-
um til að innleiða reglurnar. Danir,
sem hafa 15 ára reynslu af því að
vinna með leiðbeiningarnar, ganga
ekki svona langt í framkvæmd. Vilj-
um við ekki byrja örlítið hægar og
skapa einhverja framkvæmd um
beitingu reglnanna, áður en við tök-
um stærri skref?“
Hann segir reglurnar skapa aukið
flækjustig og reglubyrði, sérstaklega
fyrir fyrirtæki í alþjóðlegum rekstri,
sem séu vön reglum um milliverð-
lagningu annars staðar. „Við teljum
réttara að stíga varlega til jarðar.
Núna þurfa fyrirtæki sem falla undir
reglurnar að undirbúa svokallaða
milliverðlagsskjölun, samkvæmt for-
skrift OECD. Þau þurfa þannig að
halda viðamiklu magni af upplýsing-
um til haga.“
Haraldur furðar sig á því að við-
skipti á milli fyrirtækja sem aðeins
eru starfrækt á Íslandi séu látin falla
undir reglur um milliverðlagningu.
„Þau fyrirtæki eru þarna undir, þó
svo að þau séu ekki í aðstöðu til að
flytja skattstofna á milli landa. Fyr-
irtækin eru jafnvel samsköttuð og
skattlagning þeirra á sér stað á Ís-
landi.
Þess vegna veltum við fyrir okkur
nauðsyn þess að þessi fyrirtæki þurfi
að undirbúa ítarlega milliverðlags-
skjölun og undirgangast ríkar kröf-
ur, með tilheyrandi kostnaði.“
Fordæmi fyrir undanþágum
Fordæmi eru fyrir því að undan-
þiggja innlenda aðila frá reglum um
milliverðlagningu, að sögn Haraldar.
„Lönd í kringum okkur, til dæmis
Þýskaland og Finnland, eru ekki með
innlenda aðila þarna undir. Í Dan-
mörku er ekki fylgst með innlendum
aðilum í framkvæmd. Þó svo að regl-
urnar taki til þeirra er áherslan öll á
fyrirtæki í alþjóðaviðskiptum.“
Þá bendir hann á að fordæmi frá
dómstóli ESB styðji að það teljist
ekki mismunun að undanskilja inn-
lenda aðila frá reglum um milliverð-
lagningu, þar sem ekki sé um sam-
bærilegar aðstæður að ræða. ,,Þörfin
á þessum viðbótarupplýsingum um
viðskipti innlendra aðila er vart til
staðar, því skattyfirvöld hér heima
eru með allar helstu upplýsingar.
Löggjöfin og reglugerðin ollu okkur
því nokkrum vonbrigðum.“
Viðhorfskönnun sem alþjóðafyrir-
tækið Deloitte framkvæmdi, með því
að spyrja 1.700 stjórnendur víða um
heim, leiddi í ljós að tæpur helmingur
aðspurðra taldi reglur um milliverð-
lagningu fela í sér miðlungs eða mikla
áhættu fyrir sinn rekstur. Aðeins
tæpur fimmtungur var nokkuð sáttur
með hæfni sína til að takast á við
áhættuna.
,,Áhættan felst í því að skattyfir-
völd geta farið í úttekt á viðskiptum
tengdra aðila til að athuga hvort
fyrirtæki hafi hagað sínum viðskipt-
um í samræmi við leiðbeiningarnar.
Ef svo er ekki, geta skattayfirvöld
endurákvarðað skattstofna þess,“ út-
skýrir Haraldur. ,,Félag sem hefur
átt í miklum viðskiptum við tengda
aðila getur þannig lent í úttekt og
skattyfirvöld endurákvarðað hagnað
þess upp eða niður, um verulegar
fjárhæðir.“
Haraldur segir Dani tiltölulega að-
gangsharða í þessum efnum. Á árun-
um 2008-2013 hafa skattyfirvöld
hækkað skattstofna þar í landi um 75
milljarða danskra króna, eða um
1.560 milljarða íslenskra króna, í kjöl-
far úttektar á viðskiptum tengdra að-
ila. Stór fyrirtæki geti vænst þess að
vera tekin út á þriggja ára fresti.
Reglur um viðskipti tengdra
aðila draga úr samkeppnishæfni
Lögfræðingur hjá Deloitte telur reglur um milliverðlagningu óþarflega íþyngjandi
Morgunblaðið/ÞÖK
OECD-reglur Auknar kröfur um skjölun verða gerðar til fyrirtækja.
Haraldur Ingi
Birgisson
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015
● Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur
nú staðfest 350.000 króna stjórn-
valdssekt sem Neytendastofa lagði á
Plúsmarkaðinn vegna verðmerkinga á
síðasta ári.
Í úrskurðinum segir að það hafi verið
í fullu samræmi við meðalhófsreglu að
beita sektum fyrir brot Plúsmarkaðar-
ins. Þá sé sektarfjárhæðin innan hóf-
legra marka.
Sektar Plúsmarkaðinn
● Englandsbanki tilkynnti í gær óbreytta
stýrivexti og verða þeir áfram 0,5%.
Þrátt fyrir aukinn hagvöxt og vísbend-
ingar um að laun kunni að hækka hraðar
en verðbólga í Bretlandi áttu greinendur
á markaði almennt ekki von á tíðindum á
þessum fyrsta vaxtaákvörðunarfundi
ársins. Er því almennt spáð að vextir
muni ekki hækka aftur fyrr en á síðari
helmingi ársins og jafnvel ekki fyrr en á
næsta ári. Verðbólga er lítil um þessar
mundir en hún fór niður í 1,0% í nóv-
ember, sitt lægsta gildi í 12 ár.
Óbreyttir vextir í Bretlandi
Stuttar fréttir…
!"
"!
!#$
$"
" #$
#
$
%#"
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
$
$"!
$
"$
$#$
$"$
"!!#
!!
%
%#"
$!
$!%
$
"$!
$$
$##
"
$$
% %
"!
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Árið 2012 var
heimsaflinn 92,5
milljónir tonna,
sem er tæpum
2,4 milljónum
tonna minna en
árið áður.
Norðmenn
veiddu mest allra
Evrópuþjóða og
eru í 12. sæti yfir
mestu veiðiþjóðir. Íslendingar veiddu
næstmest allra Evrópuþjóða og eru í 18.
sæti heimslistans. Tæpar 1,3 milljónir
tonna veiddust við Ísland árið 2012, eða
um 1,4% af heimsaflanum. Þetta kem-
ur fram á heimasíðu Hagstofunnar.
Ísland í 18. sæti
yfir mestu veiðiþjóðir
Rekstrarafkoma Samsung á fjórða
ársfjórðungi féll um 37,4% miðað
við sama tímabil 2013. Afkoman var
samt sem áður betri en markaðs-
greinendur höfðu búist við og bætti
kröftug sala á minnisflögum upp
samdrátt í sölu á farsímum. Rekstr-
arhagnaður nam 4,7 milljörðum
dollara á fjórða ársfjórðungi, eða
sem svarar til liðlega 615 milljarða
íslenskra króna. Markaðshlutdeild
Samsung í sölu farsíma í heiminum
hefur fallið úr 35% niður í 25% á
einu ári.
AFP
Snjallúr Afkoma Samsung dalar.
Lakari afkoma
Samsung
Nýjar reglur um milliverðlagn-
ingu (e. Transfer Pricing) hafa
gilt á Íslandi frá lokum 2013.
Reglugerð um útfærslu þeirra
var svo birt skömmu fyrir ára-
mótin. Um er að ræða innleið-
ingu á OECD-reglum. Milliverð-
lagning er verðlagning á vöru
og þjónustu milli tengdra aðila.
Reglunum er ætlað að koma
í veg fyrir að verð fyrir vöru
eða þjónustu í viðskiptum
tengdra aðila sé óeðlilega hátt
eða lágt, í því skyni að hafa
áhrif á skattstofn félaganna.
Þannig er komið í veg fyrir að
móður- og dótturfélag hagræði
viðskiptum sínum þannig að
annað félaganna verði fyrir
rekstrartapi eða að hagnaður
sé skattlagður í landi þar sem
skattur er lægri.
OECD-reglur
innleiddar
MILLIVERÐLAGNING
Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir.
Mikið úrval, sjón er sögu ríkari!
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Dalvegi 10-14 • Kópavogi
Margar gerðir
af innihurðum