Morgunblaðið - 09.01.2015, Síða 26

Morgunblaðið - 09.01.2015, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015 ✝ Gísli Guð-mundsson fæddist í Reykjavík 27. desember 1925. Hann lést á Land- spítalanum 28. des- ember 2014. Hann var sonur Ingveldar Ágústu Jónsdóttur frá Stokkseyri, f. 24.8. 1902, d. 2.10. 1997, og Guðmundar Gíslasonar frá Brekkum, f. 14.11. 1898, d. 14.5. 1968. Systir Gísla var Guðrún, f. 3.8 1928, d. 12.5. 2013. Eftirlifandi bróðir Gísla er Jóhann, f. 1936. Gísli kvæntist árið 1951 Huldu Ragn- arsdóttur frá Stykkishólmi, f. 13.11. 1925. Foreldar hennar voru: Sólveig Ingvarsdóttir, f. 10.6. 1901, d. 7.6. 1972, og Ragn- ar Hinrik Einarsson, f. 15.8. 1901, d. 29.9. 1948. Gísli og Hulda eignuðust þrjú börn. 1) Guðmundur, f. 26.6. 1953, bif- reiðasmíðameistari. Maki: Mar- grét Þorvaldsdóttir stuðnings- fulltrúi. Börn þeirra a) Gísli, f. 1974. Börn hans: Fannar Daði og Freyja Dögg. b) Linda, f. 1976. Maki: Geir Kristinn Að- alsteinsson. Þeirra börn: Jason Orri, Viktor Ernir, Arnór Elí. c) Fannar, f. 1981, d. 1981. d) stálpaðist. Hann gekk í Austur- bæjarskóla og síðar Ingimars- skóla. Gísli lærði bifreiðasmíði við Iðnskólann í Reykjavík og í Bílasmiðjunni. Hann var með meistararéttindi í bifreiðasmíði og vann alla sína starfsævi við fagið, fyrst við yfirbyggingar í Bílasmiðjunni, síðar við bílarétt- ingar í Bílaskálanum. Hann var einn af sex stofnendum Bílaskál- ans 1950 sem hóf rekstur við Kleppsveg en síðar reistu þeir húsnæði á Suðurlandsbraut 6, þar sem hann starfaði til 1992 þar til starfsemi hans var hætt. Gísli og Hulda byrjuðu sinn bú- skap í Efstasundi 77 árið 1951 og bjuggu þar til 1979, þá festu þau kaup á raðhúsi í Rjúpufelli 1 í Breiðholtinu sem þau bjuggu í til ársins 2005 er þau fluttu að Berjarima í Grafarvogi. Gísli naut þess að ferðast um Ísland og á erlendri grund. Hann hafði unun af því að keyra. Hann og Hulda höfðu gaman af því að dansa og voru virk um margra ára skeið í félagsskapnum „Kátt fólk“ sem kemur saman í þeim tilgangi að dansa. Hann stundaði sundlaugarnar reglulega sér til heilsubótar. Gísli gekk til liðs við Kiwanis-hreyfinguna þegar hann var hættur störfum og var gjaldkeri klúbbsins Hekla um árabil. Útför Gísla verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag, 9. jan- úar 2014, kl. 13. Hulda, f. 1982. Maki: Barði Þór Jónsson. Þeirra börn: Bríet Klara og Albert Gísli. 2) Sól- veig, f. 3.7. 1955 iðjuþjálfi. Maki Ein- ar I. Einarsson fé- lagsráðgjafi. Börn þeirra a) Berglind, f. 1980. Sambýlis- maður: Guðmundur Pedersen. Þeirra börn: Óttar Freyr og Örvar Hrafn. Guðmundur á soninn Þór- hall Ísak. b) Hafdís, f. 1981: Sam- býlismaður Magnús F. Ólafsson. Þeirra börn: Trausti og Brynja. c) Eygló, f. 1988. 3) Ingveldur, f. 28.11. 1958, leikskólakennari. Maki: Ómar F. Dabney mein- dýraeyðir. a) Sonur Ingveldar og Hauks Ólasonar, d. 1983: Ívar Hauksson, f. 1982. Maki: Karen Ósk Sampsted. Börn þeirra: Ca- milla Dís og Emilía Íris. b) Dóttir Ingveldar og Ómars: Anna María, f. 1990. Ómar átti soninn Óla Pál, f. 1978, d. 2011. Gísli ólst upp í Reykjavík, fyrstu árin við Bergþórugötu og seinna við Brávallagötu. Hann var í sveit á sumrin í Meiri- Tungu, fyrstu árin með móður sinni sem var þar í kaupavinnu og hélt því áfram þegar hann Í dag er borinn til grafar tengdafaðir minn, Gísli Guð- mundsson, og langar mig að minn- ast hans í nokkrum orðum. Hann bjó fyrstu tólf ár ævi sinnar á Bergþórugötu 7, en þar bjuggu foreldrar hans, Ingveldur Ágústa Jónsdóttir og Guðmundur Gísla- son, áður en þau fluttu á Brávalla- götuna sem varð þeirra framtíð- arheimili. Það er óhjákvæmilegt að horfa til upprunans og minnast Ingveldar í þessum skrifuðu orð- um því í mínum huga áttu þau svo margt sameiginlegt, ekki bara út- lit og mannelsku, heldur ekki síð- ur hagleik til handverks. Ingveld- ur var listelsk kona og öll handavinna hennar ber listfengi hennar fagurt vitni. Hér sannast hið fornkveðna að eplið fellur ekki langt frá eikinni því Gísli var mik- ill hagleiksmaður í sinni iðn sem var bifreiðasmíði og var hann einn af þeim fyrstu sem fengu löggild- ingu í þeirri iðngrein. Faðir hans var bifreiðarstjóri alla sína tíð og var meðal þeirra fyrstu sem tóku bifreiðarstjórapróf í Rangárvalla- sýslu og sameinaði Gísli á sinni starfsævi listfengi og hagleik móður sinnar og frelsi þess sem getur ferðast á bifreið, enda gerði hann mikið af því, frá vöggu til grafar. Gísli var hógvær, hávaðalítill gleðimaður. Hógværðin kom m.a. fram í því að hann tranaði ekki fram sínum skoðunum, eða óskum til eins né neins. Hann bauð upp á sjálfan sig, sitt samstarf, sinn stuðning. Að vera til staðar ef á þyrfti að halda. Ég naut þeirrar gæfu að ganga með honum í rúm- lega fjörutíu ár og allt til hinstu stundar var svarið já ef ég hringdi og bað um aðstoð. Það fór ekki mikið fyrir auglýsingum um eigið ágæti og ekki var passað upp á að allir aðrir vissu af greiðanum, þetta var bara okkar á milli. Hann var hávaðalítill og kom það m.a. vel fram í skoðanaskipt- um. Hann þurfti ekki að sannfæra fólk um að það hefði á röngu að standa, eða að hann vissi betur, hann lét rökræðurnar hafa sinn gang og að þeim loknum tók hann til sinna ráða. Hvort heldur sem var að lagfæra mistök sem höfðu verið gerð eða njóta gleðinnar að loknu verki. Hann var gleðimaður í þeim skilningi að það var gaman að vera með honum. Hann gaf öllum pláss til að vera þeir sjálfir og gladdist með glöðum. Hann átti mikinn fé- lagsauð og passaði upp á hann alla sína ævi. Vinir og kunningjar voru margir og það þurfti að hlúa að þeim tengslum, t.d. með samkom- um í heimahúsum, árshátíðum margvíslegra félagasamtaka, lambaréttakvöldi með Kiwanis- mönnum og skötuveislunni á Þor- láksmessu. Allt frá því er ég lagði leið mína í Efstasundið í fyrsta sinn var okk- ur vel til vina. Hann hefði átt svo auðvelt með að finna á mér galla, því það er enginn vandi að finna flís í auga náungans, en eðli sínu og uppeldi samkvæmt var það ekki hans háttur. Hann beið átekta og lét lífið hafa sinn gang. Einar Ingþór Einarsson. Elsku afi. Ég man þegar ég var lítil og fékk að gista í Rjúpufellinu hjá ykkur ömmu, það var alltaf mikil veisla. Oftar en ekki var hægt að finna þig úti í bílskúr og fengum við Anna María að fylgj- ast með þér vinna þar. Það voru líka ófá skiptin sem við frænkurn- ar fengum að greiða þér í hár- greiðsluleik, þú varst uppáhalds- fyrirsætan okkar. Við settum handklæði á axlirnar þínar og greiddum vel í gegnum þessi fáu hár sem uxu ennþá og þurrkuðum svo skallann vel. Þú virtist hafa jafn gaman af þessu og við og hik- aðir ekki við að segja já þegar við birtumst með greiðurnar og vatnsglasið. Það var alltaf jafn gaman að koma í heimsókn, þú tókst þétt- ingsfast í höndina á mér, smelltir kossi á kinnina, glottir út í annað og svo kom setningin: „Ertu bara í fríi í dag?“ Mér finnst ég einstaklega heppin að hafa fengið að þekkja þig í þessi 26 ár. Hvíldu í friði, elsku afi, ég hugsa til þín með hlýju í hjarta. Eygló Einarsdóttir. Hlýja, húmor, skýr hugsun, þétt handaband og mikill Íslands- áhugi eru meðal þeirra atriða sem einkenndu afa eins og ég þekkti hann. Það var alltaf stutt í brosið hans og glettnin ávallt sýnileg í augunum. Hann virtist alla tíð hafa einlægan áhuga á viðfangs- efnum barnabarna sinna og ekki síður barnabarnabarna. Það var ekki óalgengt að fá símtöl frá afa þegar við fjölskyldan vorum á ferð um landið þar sem hann vildi vita hvar við vorum að þvælast, hvað við hefðum séð og auðvitað hvern- ig veðrið væri. Eftir ferðalög var síðan alltaf gaman að hitta afa og segja honum ferðasöguna. Iðu- lega hafði hann áhugaverða sögu að segja af sínum ferðum um svip- aðar slóðir einhverjum árum áður. Á ferðalögum með afa borgaði sig að taka vel eftir því hann átti það til að hlýða manni yfir landafræð- ina á heimleiðinni. Þá var hægt að vinna sér inn bílabrjóstsykur ef frammistaðan var sérlega góð. Rétt áður en afi lagðist inn á spítalann hringdi hann óvart í mig. Ætlaði víst að hringja í Gísla frænda til að ræða eitthvað há- leynilegt. Hann gaf sér góðan tíma til að spjalla við mig og spyrja um heilsufar og hagi fjöl- skyldunnar. Þegar ég spurði um hans líðan sagðist hann vera ósköp slappur en að hann væri viss um að sér myndi líða betur á næsta ári. Nú er komið næsta ár og ég vona innilega að í þessu hafi afi haft rétt fyrir sér. Takk fyrir samfylgdina, elsku afi minn. Hún var ánægjuleg, fróðleg og gefandi. Huldu ömmu minni færi ég hlýtt faðmlag og fallegar hugsan- ir. Hafdís Einarsdóttir. Elsku afi, það er skrýtið að setj- ast niður og skrifa til þín kveðju- orð. Þótt innst inni hafi ég vitað að einn daginn kæmi að því að kveðja þá var sú staða svo fjarlæg. Þið amma hafið alltaf verið svo hress og dugleg og líkt og aldur ykkar hafi staðið í stað til margra ára. Minningarnar hrannast upp og eiga það sameingilegt að vera all- ar góðar, meira að segja dásam- legar. Ég eyddi ófáum stundum hjá ykkur ömmu á mínum yngri árum þegar við komum í borgar- ferðir og hvergi var betra að vera en í Rjúpufellinu í ömmu og afa faðmi. Þú leyfðir okkur krökkun- um að vera með í einu og öllu, hvort sem það var í skúrnum að dytta að bílnum, klippa runnana sem alltaf voru óaðfinnanlegir eða stússast í garðinum á meðan amma fegraði blómabrekkuna sína. Þær voru margar ferðirnar sem við skruppum í tívolí í Hvera- gerði, þér fannst það nú ekki mik- ið mál að hrúga barnabörnunum í bílinn og taka þennan rúnt. Allar þessar stundir eru dýrmætar minningar. Heimsóknum mínum til ykkar ömmu fjölgaði svo þegar ég flutti til Reykjavíkur árið 2004 og núna erum við orðin fjögur sem öllum þótti alltaf jafn gott að koma til ykkar, ég, Barði, Bríet Klara og Albert Gísli. Sonur okkar Barða var svo heppinn að koma í heiminn þann 27. desember 2011 á 86 ára afmæl- isdegi þínum og stolt nefndum við hann eftir eftir þér, elsku afi. Þú kallaðir hann aldrei neitt annað en nafna og það gladdi mig alltaf að heyra þig kalla hann það. Þann 27. desember síðastliðinn héldum við upp á þriggja ára afmælið hans Alberts Gísla og spurði ég hann „hver á afmæli í dag?“ og svarið var: „Albert Gísli og Gísli langafi.“ Við munum um ókomna tíð halda upp á daginn ykkar nafnanna og segja krökkunum skemmtisögur af þér. Öllum þótti yndislegt að koma til ykkar ömmu í rjúkandi pönns- ur og huggulegheit og eftir að við fluttum aftur norður í fyrra hefur okkar síðasta stopp í borgarferð- unum alltaf verið hjá ykkur ömmu í Berjarimanum áður en haldið er úr bænum. Í október áttum við stórfjölskyldan yndislegan dag saman sem mun lifa í minning- unni, en aldrei grunaði mig að það væri okkar lokakveðja. Ég sakna þín svo sárt, sofðu rótt, elsku afi. Hulda. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr en örlög þín ráðin - mig setur hljóða við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur.) Elsku afi, nú hefur þú kvatt okkur í síðasta sinn. Upp í huga minn koma margar ljúfar minn- ingar frá fyrri tímum. Það var allt- af jafn gott að koma til ykkar ömmu í Rjúpufellið og svo síðar í Berjarimann. Þú að vinna í garðinum á sól- ríkum dögum, alltaf kaffibrúnn og brosandi. Fylgjast með þér bar- dúsa í bílskúrnum, sunnudagsbílt- úrarnir í Eden, brjóstsykursmol- arnir eða opalhnapparnir sem voru alltaf til í bílnum þínum, ferðalagið sem við Gísli bróðir fór- um með ykkur ömmu um Evrópu, allar gistinæturnar, tjaldútileg- urnar, slidesmyndasýningarnar í stofunni, þú að koma heim í há- degismat í lúr í sófanum og hlusta á hádegisfréttirnar og það virti maður alltaf. Allar þessu ljúfu minningar og margar fleiri ylja manni nú um hjartarætur. Þú varst ekki maður margra orða en alltaf var stutt í brosið og hláturinn. Það var gott að leita til þín og alltaf spurðir þú frétta og fylgdist vel með. Hluti af Reykja- víkurferðum mínum og síðar fjöl- skyldu minnar var alltaf að kíkja við hjá ykkur ömmu, alltaf jafn dásamlegt að koma til ykkar, svo vel tekið á móti manni og mikil hlýja svo ekki sé talað um veiting- arnar sem amma töfrar fram. Svo var setið og spjallað um alla heima og geima. Ég er svo þakklát fyrir að synir mínir þrír hafi fengið að kynnast þér og finnst þeim alltaf jafn gaman að heimsækja ykkur. Glæsilegri hjón en þú og amma eru vandfundin, í ykkar tilfelli var aldur afstæður. Ég er virkilega stolt og ánægð að hafa fengið þig sem afa og virkilega þakklát fyrir öll árin sem við fengum að hafa þig hjá okkur. Elsku afi, hvíl í friði. Linda Guðmundsdóttir. Fallinn er frá Gísli Guðmunds- son, góður vinur minn til margra ára. Við kynntumst fyrst í Bíla- smiðjunni þar sem við lærðum báðir bílasmíði og urðum fljótt góðir vinir. Þar störfuðum við saman í sautján ár, síðar skildi leiðir en vináttan hélst áfram. Gísli fór til starfa hjá Vestfjarða- leið í Stykkishólmi þar sem hann vann við yfirbyggingu rútubíla. Þegar hann kom til baka hafði hann með sér konuefni sitt, Huldu Ragnarsdóttur, og töldum við fé- lagarnir að hann hefði því gert góða ferð í Hólminn. Nokkru seinna stofnuðum við Gísli Bílaskálann hf. ásamt fjórum félögum okkar úr Bílasmiðjunni, sem þá voru hættir þar og farnir að vinna sjálfstætt við bílarétting- ar. Við fengum lóð við Kleppsveg og reistum þar verkstæðisbragga. Vorum við þar með verkstæðið í sjö ár og gekk reksturinn vel. Seinna fengum við lóð við Suður- landsbraut 6, þar sem við reistum okkur framtíðarhúsnæði og rák- um þar rúmgott réttingaverk- stæði, ásamt sér málningarverk- stæði, í um þrjátíu ár. Reksturinn gekk alla tíð vel og aldrei bara nokkurn skugga á samstarfið öll þessi ár. Störfuðum við þarna saman um átján manns þegar mest lét. Gísli þótti einstaklega hæfur og vandvirkur réttinga- maður og kom það oftast í hans hlut þegar rétta þurfti toppa á veltubílum, því það þarf auðvitað toppmenn til að rétta toppa. Vinskapur okkar Gísla stóð alla tíð frá því við kynntumst og allt til síðasta dags, er vandfundinn betri og traustari félagi en hann. Eftir að starfsævinni lauk urðu sam- verustundir okkar færri en alltaf hélst samt sem áður góður vin- skapur okkar á milli. Gísli bauð mér til að mynda árlega með sér á hátíðarkvöldverð hjá Lions- klúbbnum Heklu sem hann var fé- lagi í og áttum við þar alltaf ánægjulega kvöldstund í góðum félagsskap. Síðast vildi þó svo illa til að ég komst ekki með vegna veikinda. Í staðinn bauð ég Gísla til mín í heimsókn stuttu síðar og áttum við langt og gott spjall þar sem hann lék á als oddi. Það kom mér því á óvart að frétta skömmu seinna af skyndilegum veikindum hans og síðar andláti. Því er þessi síðasta samverustund okkar mér einkar minnisstæð og dýrmæt. Kveð ég nú góðan vin og félaga. Við Valgerður, eiginkona mín, sendum Huldu og afkomendum þeirra Gísla okkar innilegustu samúðarkveðjur vegna fráfalls hans. Eysteinn Guðmundsson. Í dag er kvaddur hinstu kveðju vinur minn og Kiwanisfélagi Gísli Guðmundsson bifreiðasmiður. Hann nam iðn sína í Bílasmiðjunni sem var stærsta fyrirtækið í bif- reiðayfirbyggingum á þeim tíma og vann þar í mörg ár. Síðar stofn- aði hann ásamt félögum sínum Bílaskálann sem stóð við Suður- landsbraut. Gísli var eftirsóttur fagmaður og sérlega í verkum sem kröfðust logsuðutækni. Ég kynntist Gísla fyrir 65 árum þegar faðir minn hafði eignast illa ryðbrunna bifreið og fékk Gísla til að taka að sér í aukavinnu að lag- færa hana. Eyddi ég mörgum stundum í skúrnum hjá Gísla og dáðist að lagni hans við logsuðuna þegar hann reisti bílinn úr rúst- um. Síðan liðu mörg ár þar sem leiðir okkar lágu ekki saman. En þar kom í desember árið 1992 að Gísli gekk til liðs við Kiwanis- hreyfinguna og varð félagi í klúbbnum Heklu sem er fyrsti Kiwanisklúbburinn á Íslandi og varð 50 ára á sl. ári. Það vildi svo til að ég var forseti klúbbsins á þeim tíma sem Gísli varð félagi og fagnaði ég komu hans og endur- nýjun kunningsskapar. Það sannaðist á Gísla að þótt menn séu komnir á efri ár þegar þeir hefja störf í félagsskap eins og Kiwanis þá reynast þeir oft áhugasamir og virkari en þeir sem yngri eru. Gísli tók strax þátt í nefndastörfum og öðrum atburð- um sem fram fóru í klúbbnum og var vel studdur af konu sinni, Huldu. Hann var kjörinn í stjórn Heklu árið 1995 og sinnti þar störfum féhirðis og gjaldkera samfellt í 18 ár fram til ársins 2013. Fóru þessi störf honum vel úr hendi enda var Gísli sérlega prúður og háttvís maður í allri framgöngu. Fundasókn hans var afar góð allt til hinstu stundar. Við Heklufélagar þökkum Gísla Guðmundssyni fyrir góða sam- veru og viðkynningu og óskum honum góðrar ferðar á þeirri braut sem hann hefur nú lagt út á. Huldu, börnum hans og öðrum aðstandendum sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Gísla Guð- mundssonar. Ólafur G. Karlsson. Gísli Guðmundsson ✝ Gunnar EmilSvendsen fæddist í Örland í Þrændalögum í Noregi 11. nóv- ember 1931. Hann var í barnaskóla í Þrándheimi og síð- an fór hann í versl- unarskóla þar. Seinna fór Gunnar til Danmerkur og var þar á Vejlef- jord-lýðháskólanum. Árið 1963 kvæntist Gunnar Ollý Stanleysdóttur frá Vest- mannaeyjum. Þau bjuggu eitt ár í Reykjavík en fluttu svo til Nor- egs og bjuggu þar síðan. Dætur Gunn- ars og Ollýjar eru tvær: 1) Linda Sig- rún og á hún fjögur börn, Adelen, Mar- iell, Andreas og Emilie, og eitt barnabarn, Mart- ine. 2) Angelica, hennar börn eru Alexander og Ing- rid, f. 2004. Útför Gunnars fer fram í dag, 9. janúar, frá Aðventkirkjunni, Schimersgt. 11 í Þrándheimi, kl. 11. Jarðsett verður í Klæbu- kirkjugarði. Mágur minn, Gunnar Emil Svendsen, er dáinn. Hann var giftur Ollý Stanleysdóttur syst- ur. Þau höfðu kynnst í Noregi en brúðkaupið átti sér stað í Reykjavík og bjuggu þau þar meðan Gunnar starfaði eitt ár við trésmiðjuna Víði. Eftir það fluttust þau til Noregs en komu oft í heimsókn til Íslands því Gunnar var mjög hrifinn af Ís- landi. Gunnar var góður dreng- ur, mjög trúaður og vildi öllum vel. Síðustu árin var Gunnar heilsulítill og langaði til að sofna og losna við þjáningar sínar og vakna svo þegar Jesús kemur að sækja sitt fólk og vera með þeim hjá Guði. Börnin og fjölskyldan voru alltaf í fyrirrúmi hjá Gunnari. Aðaláhugamál hans var að ganga á fjöll. Hann elskaði nátt- úruna og alla hennar fegurð. Hann fór í mörg ár og tíndi multuber, bragðgóð ber sem eru vinsæl í Noregi. Það var mikil ánægja að ferðast með þeim þegar ég heim- sótti þau og hinar systur mínar í Noregi. Gunnar var oft í svo góðu skapi að hann söng fullum hálsi í bílnum. Hann kunni ein- hver ósköp af fallegum lögum og textum. Ég á enn nokkra góða og fallega texta sem hann gaf mér fyrir mörgum árum. Ollý og Gunnar bjuggu fyrst í Þrándheimi, svo í Molde og Bol- söja í nokkur ár þar til þau fluttu aftur til Þrándheims og bjuggu síðustu árin í Selbu, og nú síðast á Selbu Sykehjem. Viljum við senda ykkur öllum, elsku Ollý mín og dætur, og fjölskyldunni allri okkar bestu kveðjur. Bless- uð sé minning Gunnars. Guðrún Ída Stanleysdóttir. Gunnar Emil Svendsen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.