Morgunblaðið - 09.01.2015, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015
Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir er að undirbúa tónleika á Myrkummúsíkdögum í lok janúar en hún er í Kammerkór Suðurlandssem Hilmar Örn Agnarsson stjórnar. Kórinn ætlar að frum-
flytja verkið Níu nætur eftir sænska tónskáldið Emil Råberg sem
hann samdi við ljóð eftir Gerði Kristnýju. „Þetta er norrænt sam-
starfsverkefni, við kynntumst honum þegar við vorum á tónleika-
ferðalagi í Umeå í Svíþjóð. Hann hefur komið hingað að æfa með
okkur og mun koma aftur fyrir tónleikana. Við höfum tekið þátt í
nokkrum svona fjölþjóðlegum verkefnum og mikið ferðast til ann-
arra landa undanfarið vegna þess. Í sumar vorum við á alþjóðlegu
kóramóti í Umeå og þar á undan í Salisbury á Englandi á stórum
tónleikum sem við héldum í dómkirkjunni þar og í nóvember 2013
vorum við í London með tónleika. Við fórum því í þrjár tónleikaferð-
ir á innan við ári og það var svolítil törn.“ Kórinn hefur annars verið
duglegur að flytja ný íslensk verk og einnig tónsmíðar eftir enska
tónskáldið John Tavener og m.a. frumflutt verk eftir hann.
Svanhvít vinnur á þýðingastofunni Skopos á Klapparstíg. „Við
þýðum alls konar hugbúnaðartexta, markaðstexta og fleira, meðal
annars úr ensku, dönsku og sænsku.“ Svanhvít lærði einnig
spænsku og bjó í Síle og á Spáni. „Það er samt lítið um þýðingar úr
spænsku hjá okkur.“
Svanhvít býst við að fara með vinnufélögunum á krána Skúla eftir
vinnu og jafnvel fara svo út að borða í tilefni dagsins, en kærasti
hennar, Ólafur Sindri Ólafsson, vinnur líka á þýðingastofunni. For-
eldrar Svanhvítar eru Sigrún Elfa Reynisdóttir og Ingólfur Guðna-
son, garðyrkjubændur á Engi í Laugarási í Biskupstungum.
Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir er 32 ára í dag
Afslöppun á jólum Svanhvít kíkir í bók í foreldrahúsum í Laugarási.
Í æfingum fyrir
Myrka músíkdaga
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Selfossi Ásgeir Örn Björgvinsson
fæddist 27. desember 2013 kl. 08.06.
Hann vó 4.520 g og var 54 cm langur.
Foreldrar hans eru Björgvin H.
Ámundason og Stefanía G.
Sigurbjörnsdóttir.
Nýir borgarar
Hafnarfirði Elía Nótt Gunnarsdóttir
Waage fæddist 19. janúar 2014 kl.
16.05. Hún vó 2.588 g og var 49 cm
löng. Foreldrar hennar eru Gunnar Þór
Þorsteinsson og Silja Rut
Sigurjónsdóttir Waage.
G
unnar Már fæddist í
Reykjavík 9.1. 1965 en
ólst upp í Vestmanna-
eyjum. Hann æfði og
keppti í knattspyrnu
með ÍBV og ÍR á sínum yngri árum.
Hann var í Barnaskóla Vestmanna-
eyja, lauk stúdentsprófi frá VÍ, við-
skipafræðiprófi frá HÍ, AMP-gráðu
frá HR og prófum frá IESE Business
School í Barcelona.
Gunnar Már var umboðsmaður
dægurlagahljómsveitarinnar Greif-
anna 1987-89 og vann þá við dag-
skrárgerð hjá RÚV. Auk þess sinnti
hann knattspyrnuþjálfun um skeið
hjá ÍBV og HK.
Gunnar Már starfaði hjá Flug-
leiðum á Vestmannaeyjaflugvelli
1986-94, með hléum, samhliða námi
og vann á Endurskoðunarskrifstofu
Sigurðar Stefánssonar í Eyjum um
skeið. Í apríl 1994 var hann ráðinn
sölu- og markaðsstjóri Flugleiða inn-
anlands, varð sölustjóri Icelandair í
Þýskalandi í ársbyrjun 1997 og síðar
svæðisstjóri Icelandair í Mið-Evrópu,
með aðsetur í Frankfurt. Í mars 2005
varð Gunnar Már framkvæmdastjóri
sölu- og markaðssviðs Icelandair en
hefur verið framkvæmdastjóri Ice-
landair Cargo frá því í maí 2008.
Gunnar Már hefur setið í stjórn
Golfklúbbs Reykjavíkur síðustu sjö
ár og er varaformaður hlaupa-
klúbbsins JB run.
Liverpool - AC Milan 2005
Áhugamál Gunnars Más snúast
flest um íþróttir, ekki síst knatt-
spyrnu: „Ég hef haft sérstakt dálæti
á þýskri knattspyrnu eftir að hafa
búið þar í næstum níu ár. Eins og
aðrir Íslendingar á ég samt lið í
enska boltanum og hafa síðustu ár
verið erfið fyrir mitt lið, Liverpool.
Ég náði þó að upplifa það að vera á
vellinum í Istanbul þegar Liverpool
varð Evrópumeistari árið 2005 svo
eftirminnilega eftir að vera 0-3 undir
í hálfleik á móti AC Milan. Það er ein
af stóru stundunum sem aldrei
gleymast.“
Einhver með holu í höggi?
„Golfið er áhugamál númer eitt í
dag og ég stunda það af kappi yfir
Gunnar Már Sigurfinnsson framkvæmdastjóri – 50 ára
Í hellaleiðangri á Reykjanesi Gunnar Már og Linda með börnunum, Silju og Andra Steini, í ónefndum hellismunna.
Kappsamur Eyjapeyi
hjá Icelandair Cargo
Glæsisalir Gunnar Már og Linda í kvöldverðarboði í Kastalanum í Prag.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
sem gleður
Rennibekkir, standborvélar, bandsagir,
hjólsagir, bandslípivélar, beygjuvélar,
röravalsar, legupressur, fjölklippur,
sandblásturstæki og margt fleira.
Sýningarvélar á staðnum
og rekstrarvörur að auki
- fyrir fagfólk í léttum iðnaði
og lítil verkstæði
IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is