Morgunblaðið - 09.01.2015, Síða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015
Fyrstu tónleikar ársins í tónleika-
röðinni Föstudagsfreistingar, sem
er á vegum Tónlistarfélags Akur-
eyrar, fara fram í dag kl. 12 í
Hömrum í Menningarhúsinu Hofi.
Á þeim leikur píanóleikarinn Stein-
unn Halldórsdóttir prelúdíur eftir
Claude Debussy sem hann samdi
veturinn 1909-1910.
Steinunn starfar við Tónlistar-
skóla Húsavíkur og hóf píanónám
sjö ára, lærði hjá Kristni Gestssyni
og Önnu Málfríði Sigurðardóttur í
Reykjavík og fór í framhaldsnám í
Carl Nielsen-akademíuna í Óðins-
véum þar sem hún lærði hjá
Christinu Bjøerkøe og lauk þaðan
mastersnámi. Einnig var hún í pí-
anónámi í eitt ár hjá Katariina Li-
imatainen í Finnlandi og hefur sótt
meistaranámskeið í Frakklandi og
Póllandi.
Freistingar Steinunn Halldórsdóttir píanóleikari leikur prelúdíur Debussy.
Prelúdíur Debussy í hádeginu í Hömrum
Árni Bartels opnar sýningu í Gall-
ery Bakarí kl. 17 í dag. Árni sýnir
valin verk frá árunum 2010-13 og
eru þau í neo-expressjónisma-stíl,
skv. tilkynningu. Verkin vann Árna
bæði á Íslandi og í Svíþjóð.
Þetta er sjötta einkasýning Árna
hér á landi en hann er búsettur í
Svíþjóð og starfar þar.
Sýningin stendur til 19. janúar og
galleríið er opið virka daga kl. 11-
18 og laugardaga kl. 12-16.
Árni opnar sjöttu
einkasýninguna
Neo-expressjónismi Verk eftir Árna.
Sýningar á írska verðlaunaleikrit-
inu Lísa og Lísa eftir Amy Conroy
í þýðingu Karls Ágúst Úlfssonar
hefjast í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20.
Leikstjóri sýningarinnar er Jón
Gunnar, en í hlutverkum nafnanna
eru Sunna Borg og Saga Geirdal
Jónsdóttir.
Sýningin var upphaflega frum-
sýnd í febrúar á sl. ári í Rýminu á
vegum Leikfélags Akureyrar.
Leikritið fjallar um tvær konur
á sjötugsaldri sem báðar nefnast
Lísa og hafa búið saman, hálfvegis
í felum, í þrjátíu ár. Fyrir atbeina
ungs leikskálds hafa þær nú tekið
ákvörðun um að koma út úr
skápnum og segja sögu sína á
leiksviði.
Athygli er vakin á því að tak-
markaður sýningafjöldi er í boði,
en sýnt verður í kvöld og annað
kvöld sem og næstu tvær helgar,
bæði föstudag og laugardag.
Lísa og Lísa í Tjarnarbíói
Ljósmynd/Auðunn Níelsson
Þor Saga Geirdal Jónsdóttir og Sunna Borg í hlutverkum Lísu og Lísu.
Bandaríski leikarinn Sylvester
Stallone sendi á dögunum frá sér
orðsendingu á Twitter sem ekki
var hægt að lesa á annan veg en að
hann muni leika hasarhetjuna John
Rambo enn og aftur í fimmtu kvik-
myndinni. Það var staðfest og mun
hún nefnast Rambo: Last Blood.
Stallone er orðinn 68 ára gamall
og sagði í tístinu að fyrst léki hann í
gangsteramynd en þá kæmi röðin
aftur að Rambo en fyrsta myndin,
First Blood, sló í gegn árið 1982.
Fjórða myndin, sem Stallone
sagði þá að yrði sú síðasta sem
hann léki í, kom í kvikmyndahús ár-
ið 2008. En Rambo er greinilega
ekki búinn að vera – enn.
Stallone hnyklar
vöðvana aftur sem
John Rambo
Hasarhetjan Stallone hefur rakað
saman fé á kvikmyndunum um Rambo.
Frásögnin í Ljónatemj-aranum eftir CamilluLäckberg er ein sú við-bjóðslegasta sem um
getur í nýútkomnum spennu- og
glæpasögum, en óhugnaðurinn
heldur lesandanum við efnið og til
þess er leikurinn
gerður.
Þegar ung
stúlka, illa á sig
komin, verður
fyrir bíl hefst
rannsókn þar
sem lög-
reglumaðurinn
Patrik Hedström
er í stóru hlut-
verki. Á sama
tíma vinnur Erica Falck, eig-
inkona hans, að ritun bókar um
gamalt sakamál. Leiðir þeirra
liggja saman í magnaðri spennu-
sögu sem nær hámarki í lokin.
Mikil grimmd er í þessari sögu,
mannvonska, illska og hatur. Sort-
inn í sálinni hefur yfirleitt betur í
harðri baráttu við góðmennsku, en
rómantíkin er engu að síður til
staðar. Það illa í fólki er dregið
fram á áhrifaríkan hátt og ekki
sér fyrir endann á ofbeldinu og
áhrifum geðveikinnar.
Mannlýsingar Camillu Läckberg
eru góðar. Hún lýsir til dæmis vel
mismunandi einstaklingum innan
lögreglunnar og nær að fanga
andrúmsloftið í hópnum á
skemmtilegan hátt. Sama á við um
sköpun á öðrum helstu persónum.
Illfyglin leyna sér ekki og kuldinn
skín úr hverju andliti þeirra. Kon-
ur eru áberandi og þar takast sér-
staklega á hið góða og hið illa.
Margar góða sænskar glæpa-
sögur hafa verið skrifaðar og
Ljónatemjarinn er í betri kant-
inum auk þess sem textinn í þýð-
ingu Sigurðar Þórs Salvarssonar
„rennur“ mjög vel. Camilla Läck-
berg minnir í mörgu á Arnald
Indriðason og ekki er leiðum að
líkjast.
Sorti í sálinni, illska og hatur
Glæpasaga
Ljónatemjarinn bbbbn
Eftir Camillu Läckberg.
Sigurður Þór Salvarsson þýddi.
Sögur, 2014. Kilja, 465 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Fær „Mannlýsingar Camillu Läckberg eru góðar. Hún lýsir til dæmis vel
mismunandi einstaklingum innan lögreglunnar og nær að fanga andrúms-
loftið í hópnum á skemmtilegan hátt,“ segir m.a. í dómi um Ljónatemjarann.
48
RAMMA
STÆRSTA OPNUNARHELGI ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI!
E.F.I -MBL
www.laugarasbio.isSími: 553-2075
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS OG MIDI.IS
- bara lúxus