Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Page 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Page 64
SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2015 Sigurveig Pétursdóttir hefur staðið í ströngu undanfarið sem formaður samninganefndar Læknafélags Íslands í kjaradeilu lækna við ríkið, sem lauk með samningum í vikunni. Sigurveig ritaði nafn sitt reyndar fyrst á spjöld sögunnar þegar hún varð fyrsta konan til að verða Íslandsmeistari í júdó árið 1973. Það ár var í fyrsta skipti keppt í kvennaflokki á Íslandsmeistaramótinu í júdó og varð Sigurveig hlutskörpust. Sigurveig hló þegar hún heyrði erindi blaðamanns. Þrátt fyrir að hafa ver- ið í nær daglegum samskiptum við flesta fjölmiðla landsins undanfarnar vik- ur hefur hún aldrei verið beðin að ræða afrek sín í júdó. Spurð að því hvort júdóreynslan forðum daga hafi nýst henni í að leiða samninganefnd í kjara- viðræðum svarar Sigurveig því til af hógværð að auðvitað „nýtist öll lífs- reynsla“ í svona samningum. Hvort hún lagði formann samninganefndar rík- isins á ipponi í lokaviðureign læknadeilunnar liggur þó ekki ljóst fyrir. Formaður samninganefndar Læknafélags Íslands er ekki óvön átökum því hún á glæstan feril að baki í júdóíþróttinni. Tímarit.is SIGURVEIG PÉTURSDÓTTIR LÆKNIR ER BARÁTTUJAXL Fyrst kvenna Ís- landsmeistari í júdó Mynd af Sigurveigu sem birtist í Þjóðviljanum 8. maí 1973 eftir að hún var krýnd Íslandsmeistari í júdó, fyrst kvenna. Sjálfan (e. selfie) hefur tröllriðið samskiptamiðlum undanfarin tvö ár. Enginn er maður með mönnum nema hann birti að minnsta kosti eina sjálfu af sér á dag. Um miðjan níunda áratug síð- ustu aldar var sjaldgæfara að menn hlæðu í sjálfsmyndir og því sætir myndskreytingin með grein þýska rithöfundarins Günters Herburgers í Morgunblaðinu í árs- byrjun 1985 tíðindum. Kappinn splæsir þar í eina sjálfu og er myndin tekin sumarið áður meðan Herburger tók þátt í Reykjavík- urmaraþoninu. „Þegar ég hljóp í kjölfar banda- rísks hlaupara framhjá eftirlætis kaffihúsi málarans Dieter Roths, Coca Cola – eða benzíndælustöð við yzta hafnargarð bæjarins, hafði mér tekist að smella af mynd af staðnum með því að halda ljós- myndavélinni hátt á lofti með upp- réttum örmum. Þarna höfðum við áður setið saman og rabbað,“ segir Herburger í greininni. Ennfremur segir hann: „Seint um kvöld, þegar sólin virtist ekk- ert vera í þeim ham að ganga yf- irleitt til viðar eða síga í sæ á bak við létta skýjaflóka vesturhimins- ins, rakst ég á mann með hund. Það var Lucy, þrettán ára öldruð tík í eigu fjármálaráðherra lands- ins, Alberts Guðmundssonar.“ GAMLA FRÉTTIN Þrítug sjálfa „Höfundurinn í eilífum tómleika – aðeins veitt eftirför af bifreið,“ sagði í myndatexta við sjálfu Herburgers í Morgunblaðinu í janúarmánuði 1985. Ljósmynd/Günter Herburger ÞRÍFARAR VIKUNNAR Alice Munro rithöfundur Elín Pálmadóttir blaðamaður Angela Lansbury leikkona ILVA.DK ÚTSALA YFIR 2500 VÖRULIÐIR Á LÆKKUÐU VERÐI ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 Sófimeðgráupólýesteráklæði oggrind úr eik. L 130 cm. 109.900kr. Nú69.900kr. Infinity-sófi SPARAÐU 40.000 Infinity-sófi 69.900 Rúmföt. 100%bómull. 140 x200/60 x63 cm. 6.995kr. Nú5.195kr. Nature-rúmfötRúmföt. 100%bómull. 140 x200/60 x63 cm. 6.995kr. Nú5.195kr. Chili city-rúmföt SPARAÐU 37.110 200cmhvítur fataskápur 86.590 200 cm. Hilla og fataslá fylgja. Áður 123.700 kr. Nú 86.590 kr. Hurðademparar og aðrir aukahlutir seldir sér. Bianca-fataskápurmeð hvítum rennihurðum SPARAÐU 30% af öllum fataskápum SPARAÐU 25% af öllum rúmfötum Rúmföt. 100%bómull. Grátt eða svart tré.140 x200/60 x63 cm. 6.995kr. Nú5.195kr. Black tree-rúmföt

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.