Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Síða 18
Það er drjúgur göngutúr að fara alla
leið upp að hvolfþaki dómkirkjunnar.
Morgunblaðið/Ómar
Í
talska borgin Flórens í Toscana-
héraði, þar sem smjör drýpur
af hverju strái, var kölluð Fag-
urborg í tímaritinu Skírni árið
1835.
Engan skyldi undra og þegar
borgina ber á góma er gjarnan
rætt um menningu og listir, mat og
vín, fegurð og gott veður. Borgin
er menningarlegur miðpunktur
Ítalíu, hins vestræna heims, segja
sumir. Sannarlega er þar mikið um
listasöfn og verk að sjá eftir mestu
meistara sögunnar; nefna má hinn
hollenska Rembrandt og heima-
mennina da Vinci og Michelangelo.
Margir eru áhugasamir um
kirkjur og ekki er hörgull á þeim í
Flórens, frægust og glæsilegust sú
sem kennd er við heilaga Maríu,
Santa Maria del Fiore en þekktust
undir hinu látlausa nafni Il Duomo,
Dómkirkjan. Húsið er meistara-
stykki, arktitekt byggingarinnar
var Filipo Brunelleschi, einn sá
þekktasti á endurreisnartímabilinu.
Lokið var við byggingu Il Duomo
árið 1466 og hafði hún þá verið 170
ár í byggingu! Ekki nóg með að
byggingin sé meistarastykki heldur
er innandyra að finna stórkostlegar
freskur, málaðar af fremstu lista-
mönnum Ítalíu.
Áin Arno rennur í gegnum borg-
ina miðja. Á stærstu myndinni gef-
ur að líta fallega brú yfir ána. Hún
var byggð 1345 og er eina brúin í
borginni sem ekki var eyðilögð í
stríðinu sem kallað hefur verið
heimsstyrjöldin síðari. Merkilegt er
að á brúnni er rekinn skemmti-
legur markaður! Í stuttu máli sagt:
Sjón er sögu ríkari. Liggi leiðin um
þessar slóðir, ekki sleppa því að
koma við í Flórens.
Morgunblaðið/Ómar
Styttan af Davíð í miðborg Flórens.
FLÓRENS
Ó, þú fagra
Fagurborg
FLÓRENS, HÖFUÐBORG TOSCANA-HÉRAÐS, ER
ÓVENJU YNDISLEGUR STAÐUR AÐ MÖRGU LEYTI.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Ferðalög
og flakk *Handhægast er, fyrir þá sem vilja fara nokkurnveginn beint frá Íslandi til Flórens, að fljúga meðIcelandair eða WOW til Mílanó ellegar meðWOW til Rómar. Flogið er tvisvar til þrisvar sinn-um yfir sumarið. Frá báðum borgum er um þaðbil þriggja klukkustunda akstur til Flórens. Svo erauðvitað hægt að fljúga til Flórens frá Keflavík,
með viðkomu t.d. í París, Amsterdam og Frank-
furt, svo dæmi séu nefnd.
Hvernig kemstu þangað?
Ítalir sem eiga mest samskipti við ferðamenn mæla sumir á
enska tungu en ekki er verra að reyna að slá um sig á máli
heimamanna. Þeim finnst það gjarnan betra, þótt fram-
burður sé ekki fullkominn, jafnvel afleitur (og hafa jafnvel
bara gaman af) en að þurfa að reyna að svara á ensku.
Hvað kostar kaffibolli? Sagt um það bil: Kvantó kosta
úna tatsa dí kaffe? Ítalir notast við evruna og líklega ein-
faldast að biðja þá um að telja fingur! Einn, tveir, þrír, fjórir
fimm eru annars: uno, due, tre, quattro, cinque. Borið fram
um það bil svona: Únó, dúe, tre, kvattró, sínkve.
Hvað kostar eitt brauð? Sagt um það bil: Kvantó kosta
ún pane? Svar í brauðbúð yrði líklega: 1,25 evrur. Únó
ventisínke ojró.
Hvað kostar einn stór bjór? Sagt um það bil: Kvantó
kosta úna grande bírra? Svarið örugglega dlálítið misjafnt
eftir stöðum …
Áin Arno rennur gegnum Flórens til
vesturstrandar Ítalíu. Hér er horft í átt
að Ponte Vecchio, elstu brú borg-
arinnar, sem byggð var 1345.
Horft yfir Flórensborg frá hvolfþaki Santa Maria del Fiore, hinnar frægu dómkirkju Brunelleschis.
SAMSKIPTI VIÐ HEIMAMENN
Quanto costa …?