Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Qupperneq 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Qupperneq 32
É g er svo heppin að eiga margar frábærar vinkonur og þessar fjór- ar sem komu heim eru úr ólíkum áttum,“ segir Eva Laufey Kjar- an Hermannsdóttir sem bauð heim í ítalskt matarboð. Vinkonur hennar eru úr ýmsum áttum. Gunnhildi Gunn- arsdóttur og Guðrúnu Sóleyju Gestsdóttur kynntist hún í háskólapólitík- inni í Háskóla Íslands, Elínu Eddu Angantýsdóttur kynntist hún á flug- freyjunámskeiði áður en Eva Laufey byrjaði að vinna hjá Icelandair og Fríða Ásgeirsdóttir er vinkona hennar úr menntaskóla. „Við náum allar mjög vel saman og það var afar skemmtileg blanda að bjóða þeim í mat og eiga góða stund saman.“ Eva Laufey ákvað að hafa kvöldið ítalskt en hún er mikill aðdáandi ítalskrar matargerðar. Hún segir matseðilinn líka bjóða upp á að fólk leyfi sér að fara hægt í sakirnar, njóti rólegra stunda og melti vel fyrir næsta rétt. „Kvöldið heppnaðist einstaklega vel, þegar félagsskapurinn er góður er í raun ekkert sem getur klikkað. Það er bara plús ef maturinn lukkast vel.“ Eva Laufey hefur undanfarin ár vakið mikla athygli fyrir fallegt og metnaðarfullt matarblogg en bráð- lega ríður hún á vaðið með sjón- varpsþátt, Matargleði Evu, sem sýndur verður á Stöð 2. Hún segist alla jafna vera dugleg að bjóða heim og lítur á það sem hluta af því að skapa góðar minningar. „Hvert matarboð er ólíkt öðrum og eldhúsið hefur verið á hvolfi þegar gestirnir hringdu bjöllunni. Eftir það boð hef ég reynt að vera skipulögð en besta reglan sem ég er búin að temja mér er að leggja alltaf á borð kvöldið áður. Þá losna ég við allt stress og það virðist allt svo áreynslulaust þegar gesti ber að garði. Þó aðmaður hafi verið sveittur fimm mínútum áður en þau komu þá er alltaf búið að dekka upp. Það er besta húsfreyjuráðið! Ég tók þetta upp eftir að ég sá að tengdamóðir mín er gjörn á að gera þetta með góðum árangri. Mér finnst einnig matarboðin þar sem ég fæ gestina til að taka þátt í matseldinni mjög skemmtileg, svo sem í sushi og mexíkóskri matargerð þar sem við vinirnir skiptum niður verkum. Að sjálfsögðu blöðrum við á meðan við eldum og njótum. Þetta er auðvitað allt gert í þeim tilgangi að njóta.“ Skál í boðinu. Eva Laufey bjó lengi á Akranesi en býr nú í Vesturbæ Reykjavíkur. Með ítalska brauðinu focaccia bar Eva Laufey fram úrval osta. „Fallegur ostabakki er ávísun á góða samverustund. Það er fátt notalegra en að spjalla við skemmtilegt fólk og narta í ljúf- fenga osta á meðan. Ég ákvað að bjóða upp á ostabakka í for- rétt og það kom mjög vel út og það gaf tóninn fyrir þetta góða kvöld. Ég fór í Sælkerabúðina á Bitruhálsi og fékk aðstoð við að velja osta sem myndu passa sem forréttur.“ VINKVENNAHÓPUR HITTIST Í VESTURBÆNUM Ítalskt boð Evu Laufeyjar * Hvert matar-boð er ólíktöðrum og eldhúsið hefur verið á hvolfi þegar gestirnir hringdu bjöllunni. EVA LAUFEY KJARAN HERMANNSDÓTTIR BAUÐ VINKON- UM HEIM Í ÞRÍRÉTTAÐA ÍTALSKA MÁLTÍÐ. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.2. 2015 Matur og drykkir Ítalskar kjötbollur í ljúffengri pastasósu SÓSAN 2-3 hvítlauksrif, marin ½ laukur, smátt skorinn 2 dósir hakkaðir tómatar 4 dl vatn ½ kjúklingateningur 1 msk. fersk steinselja, smátt söxuð 1 msk. fersk basilíka, smátt söxuð 1 tsk. agavesíróp salt og pipar eftir smekk Hitið olíu við vægan hita í potti, steikið lauk og hvítlauk í olíunni í 1-2 mínútur. Bætið vatninu, kjúklinga- teningnum, steinseljunni, basilíkunni, tómötunum og agavesírópinu út í og kryddið. Leyfið sósunni að malla við vægan hita meðan kjötbollurnar eru útbúnar. Gott er að nota töfra- sprota eða matvinnsluvél til að mauka sósuna en þess þarf ekki. KJÖTBOLLUR 500 g nautahakk 500 g svínahakk 1 dl brauðrasp 1 laukur, smátt skorinn 3 hvítlauksrif, marin 3 msk. fersk steinselja, smátt söxuð 1 msk. fersk basilíka, smátt söxuð 2 msk. rifinn parmesanostur 1 egg, létt pískað salt og pipar eftir smekk smá hveiti góð ólífuolía Blandið öllu vel saman í skál nema hveitinu og ólífuolíunni. Mótið boll- ur úr deiginu, veltið þeim upp úr smá hveiti og leggið þær á bökunar- pappír á ofnplötu. Sáldrið ólífuolíu yfir bollurnar og bakið þær inni í ofni við 180°C í 10-15 mínútur. Setj- ið bollurnar varlega ofan í sósuna þegar þær eru tilbúnir og leyfið þeim að malla í sósunni við vægan hita í 30-60 mínútur. Sjóðið pasta að eigin vali, sjálf notar Eva Laufey annaðhvort spagettí eða linguini. Berið réttinn fram með rifn- um parmesanosti og vel af honum. Vinkvennahópur Evu Laufeyjar er úr ólíkum áttum en nær vel saman. Forréttarplattinn sló í gegn, með ost- um, ólífum, sultu og fleiru til.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.