UTBlaðið - 03.03.2007, Side 14

UTBlaðið - 03.03.2007, Side 14
14 tölvupóstsendingum, leita upplýsinga um vörur og þjónustu, blaðalesturs, viðskipta í heimabanka og í ferðatengdum tilgangi. Nær öll fyrirtæki hér á landi höfðu átt í samskiptum við opinbera aðila um internet árið 2006. Það ár höfðu að meðaltali 64% fyrirtækja í ESB-löndunum átt í rafrænum samskiptum við hið opinbera. Hlutfall einstaklinga á aldrinum 16-74 ára sem notuðu internet til samskipta við opinbera aðila var hæst hér á landi árið 2006 eða 61% á móti 24% að meðaltali í aðildarlöndum Evrópusambandsins. Ítarlegri tölfræði um upplýsingasamfélagið má finna á vef Hagstofunnar, www.hagstofa. is, undir efnisliðnum Upplýsingatækni. Níu af hverjum tíu Íslendingum nota tölvur Tölvur og internet eru hluti af daglegu lífi Íslendinga hvort sem er í starfi eða leik. Samkvæmt niðurstöðum Hagstofu Íslands nota nærri níu af hverjum tíu Íslendingum á aldrinum 16-74 ára tölvu og internet og því sem næst öll fyrirtæki hér á landi eru nettengd. Að heita má öll fyrirtæki á Íslandi með tíu starfsmenn eða fleiri nota tölvur og internet eða 97-100%. Níu af hverjum tíu nettengdum fyrirtækjum nota xDSL tengingu og hjá 44% nettengdra fyrirtækja er niðurhalshraði tengingar minnst 2 Mb/sek. 95% nettengdra fyrirtækja nota vírusvörn, 81% nettengdra fyrirtækja nota eldvegg og 75% flytja afrit af gögnum á öruggan stað til geymslu. Fleiri fyrirtæki stunda rafræn viðskipti Hlutfall fyrirtækja sem selja vörur eða þjónustu um internet fer hækkandi. Árið 2002 hafði fimmta hvert fyrirtæki selt vörur eða þjónustu á þennan máta en árið 2005 var hlutfallið komið í 32%. Sama gildir um kaup á vörum og þjónustu um internet. Þannig höfðu nærri sex af hverjum tíu fyrirtækjum keypt vörur og þjónustu til eigin nota um internet árið 2005 á móti 37% fyrirtækja árið 2002. Hátt hlutfall nettengdra heimila á Íslandi Að meðaltali voru tölvur á 62% heimila í aðildarlöndum Evrópusambandsins og 51% þarlendra heimila höfðu tengingu við internet árið 2006. Það ár höfðu 84% íslenskra heimila tölvu og 83% voru tengd interneti. Nærri níu af hverjum tíu nettengdum íslenskum heimilum nota hraðvirka internettengingu á móti 62% nettengdra heimila í aðildarlöndum Evrópusambandsins. Notkun tölvu og internets er að sama skapi afar útbreidd hér á landi en árið 2006 notuðu 90% Íslendinga á aldrinum 16-74 ára tölvu og 88% þeirra notuðu internet. Á sama tíma notuðu 61% íbúa Evrópusambandsins tölvu og 54% þeirra notuðu internet. Á þeim árum sem Hagstofan hefur mælt notkun einstaklinga á upplýsingatækni og interneti hefur tilgangur netnotkunar lítið breyst. Einstaklingar nota miðilinn helst til að skiptast á Höfundur: Guðfinna Harðardóttir, sérfræðingur á Hagstofu Íslands. Íslenskt upplýsingasamfélag í tölum: Fyrirtæki og heimili hér á landi nota nær eingöngu hraðvirkar nettengingar. Árið 006 notuðu níu af hverjum tíu fyrirtækjum hér á landi hraðvirka tengingu og hið sama gildir um 87% nettengdra íslenskra heimila. Guðfinna Harðardóttir.

x

UTBlaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.