Morgunblaðið - 03.02.2015, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.02.2015, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hringvegur 1 í gegnum Selfossbæ, Austurvegur, verður lokaður vegna framkvæmda og umferð beint um aðrar götur í bænum frá síð- ustu dögum þessa mánaðar og fram til 15. apríl nk. Skipta á um jarð- veg og lagnir og útbúa nýjar stétt- ir og miðstæði við ofanverða Tryggvagötu sem liggur þvert á Austurveginn í miðbæ Selfoss. Umferðin fer um Fossheiði Framkvæmdirnar á Selfossi, sem verktakafyrirtækið Borgarverk hf. hefur með höndum, hefjast í næstu viku og lokun Austurvegar er fyrsti áfangi verksins. „Við verðum með tíu starfsmenn í þessu og eigum að skila verkinu í ágúst. Lokun Austur- vegar er það sem fólk verður mest vart við,“ segir Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks, í samtali við Morgunblaðið. Merkingar sem settar verða upp á næstunni gera ráð fyrir að umferð í gegnum Selfoss verði að mestu um götuna Fossheiði. Leiðin verður þá sú að sé komið inn í bæinn af Ölfus- árbrú er beygt til hægri, ekið til suð- urs fram Eyraveg og svo beygt þar inn á Fossheiði, sem liggur þvert í gegnum byggðina. Sú gata verður Langholt þegar austar er komið og af henni er beygt til austurs á Suður- landsveg á móts við verslun Bónuss og mjólkurbú MS. Einnig verður hægt að aka í gegnum bæinn um göturnar Árveg, Engjaveg og Suð- urhóla – og aðliggjandi tengingar þar. Ljóst er því að umferðar- mynstrið í bænum breytist nokkuð og nokkrar verslanir og þjónustu- fyrirtæki verða úrleiðis um stund- arsakir. Vegurinn um Selfoss færist tímabundið  Hringvegurinn tekinn í sundur  Gatnaframkvæmdir í miðbænum og Austurvegi lokað í nokkrar vikur  Umferð gegnum bæinn verður beint í úthverfin frá í febrúar og alveg fram í miðjan apríl Ljósmynd/Guðmundur Karl Gatnamót Hér skerast Austurvegur og Tryggvagata á Selfossi. Gatnafram- kvæmdir hefjast innan tíðar en lýkur áður en sumarumferðin fer af stað. Hjáleið á hringvegi ©samsýn/ja.is Tr yg gv ag at a Austurvegur Fossheiði La ng ho lt Aðalleið til bráðabirgða Austurvegi lokað við Tryggvagötu Óskar Sigvaldason Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bygging Hótels Húsafells er nokk- urn veginn á áætlun þrátt fyrir erf- iðan vetur til útivinnu. Bergþór Kristleifsson, eigandi fyrirtækisins, segir enn stefnt að opnun aðstöð- unnar 17. júní næstkomandi en tek- ur fram að til öryggis sé enn ekki farið að bóka gesti fyrr en í júlí. Nýja hótelið er fellt inn í landslag og skóg í hjarta Húsafells, á milli þjónustumiðstöðvar og sundlaugar. Það er hannað sem miðstöð útivistar og náttúruskoðunar í uppsveitum Borgarfjaðrar og tekið tillit til þarfa göngufólks og annars áhugafólks um náttúruna. Þrjátíu manns vinna við hótel- bygginguna um þessar mundir og á eftir að fjölga í fimmtíu þegar nær líður opnun. Búið að steypa allt Bergþór segir að glíman við lægð- irnar í vetur hafi tafið framkvæmdir eitthvað. Á móti hafi komið að haust- ið var gott til framkvæmda. Nú sé hins vegar búið að steypa allt og hægt að vinna inni í gistiálmunum. Öll byggingin verði komin undir þak um miðjan febrúar. „Það þarf að halda vel áfram til þess að náist að klára á tilsettum tíma,“ segir hann. Hótelið skiptist í þjónustubygg- ingu með veitinga- og ráðstefnusöl- um og fjórar gistiálmur. Í þessum áfanga eru 36 vel búin tveggja manna herbergi. Miðast skipulagið við að hægt verði að fá flokkun sem fjögurra stjörnu hótel. Samhliða framkvæmdum er unnið að markaðssetningu hótelsins og segir Bergþór að hún gangi vel. Unnar, sonur Bergþórs, verður hót- elstjóri og vinnur hann að þeim þætti ásamt Eddu Arinbjarnar í Húsafelli, mágkonu Bergþórs. Bergþór segir að tilkoma íshell- isins sem verið er að gera í Lang- jökli muni skapa tækifæri í Húsa- felli. Framkvæmdin í jöklinum hafi vakið athygli erlendis og muni draga að ferðafólk. Veitingamaður á Akranesi hefur tekið að sér að annast allar veitingar í nýja hótelinu og þjónustumiðstöð- inni. Hugað að næstu skrefum Bergþór er þegar farinn að huga að næstu skrefum í uppbyggingunni. Hann nefnir þá hugmynd að semja við einstaklinga sem hefðu hug á að byggja vönduð sumarhús á lausum lóðum í skóginum um að fá húsin leigð fyrir ráðstefnugesti. Það gæti aukið fjölbreytni í gistiframboði og um leið hjálpað eigendum húsanna að greiða niður fjárfestinguna. Morgunblaðið/Ómar Hleðsla Grjótið úr grunninum nýtist við hleðslur veggja. Hleðslumaðurinn er Unnsteinn Elíasson. Vetrarveðrin töfðu  Stefnt að opnun nýs hótels í Húsafelli í júní  Eigandinn bindur vonir við að íshellirinn í Langjökli dragi að gesti Hótel Húsafell Bergþór Kristleifsson stendur í ströngu þessa dagana. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam- keppniseftirlitsins, hafnar því alfar- ið að hann hafi reynt að afvegaleiða Morgunblaðið sl. föstudag þegar hann svaraði spurningu blaðamanns um hvort sá starfsmaður Sam- keppniseftirlitsins sem hefur stöðu grunaðs manns hefði verið sendur í leyfi með setningunni: „Enginn þeirra sem starfa hjá Samkeppnis- eftirlitinu núna er með réttarstöðu grunaðs manns.“ Morgunblaðið hefur upplýsingar um að fyrrverandi vefstjóri Sam- keppniseftirlitsins hætti störfum hjá Samkeppniseftirlitinu um mánaða- mótin nóvember-desember í fyrra, eða fyrir tveimur mánuðum. „Ég hef bara vísað í fréttina á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins. Hún skýrir sig sjálf og þar kemur fram að Samkeppniseftirlitið kom þessari miðlun trúnaðarupplýsinga í þann farveg að hún færi til opin- berrar rannsóknar,“ sagði Páll Gunnar í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það setur Samkeppniseftirlit- inu auðvitað skorður um það hvern- ig það tjáir sig um málið á meðan það er til rannsóknar. Eftirlitið verður að gæta þess að það sé ekki verið að skaða rannsóknarhags- muni. Og ég hafna því alfarið að reynt hafi verið að afvegaleiða Morgunblaðið. Það er bara verið að segja frá málinu eins og hægt er á þessu stigi.“ Skaðlegt fyrir stofnunina? Páll Gunnar var spurður hvort fleiri lekamál hefðu komið upp í Samkeppniseftirlitinu í hans forstjó- ratíð: „Í fyrsta lagi liggur ekkert fyrir um það hvort hér hafi komið upp lekamál. Það er til rannsóknar. Ég kannast ekki við nein dæmi um það að Samkeppniseftirlitið hafi áð- ur verið sakað um að hafa miðlað upplýsingum,“ sagði Páll Gunnar. Páll Gunnar var spurður hvenær yfirmenn Samkeppniseftirlitsins hefðu fengið upplýsingar um að starfsmaður stofnunarinnar hefði fengið réttarstöðu grunaðs manns: „Ég vil ekki tjá mig um það,“ sagði Páll Gunnar. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins var spurður hvort þetta lekamál hefði ekki skaðleg áhrif á trúverð- ugleika stofnunarinnar, sem hefur ríkulegar heimildir til þess að afla gagna þegar rannsóknir standa yfir, og hvort það væri ekki reiðarslag fyrir stofnun eins og Samkeppnis- eftirlitið að trúnaðargögnum hefði verið lekið til fjölmiðils: „Eins og ég hef þegar sagt liggur það ekkert fyrir að lekinn sé frá Samkeppniseftirlitinu, það er ennþá til rannsóknar. Ég tjái mig ekki frekar um málið umfram það sem fram hefur komið í fréttatilkynning- um frá Samkeppniseftirlitinu 15. október sl., 17. október og loks í síð- ustu viku,“ sagði Páll Gunnnar Páls- son. Hætti störfum fyrir tveimur mánuðum  Forstjóri Samkeppniseftirlitsins tjáir sig ekki um rannsókn lekamáls Morgunblaðið/Ómar Eimskip Eimskip kærði leka á trún- aðargögnum í október sl. Rannsókn LRH » Fram kom í Morgunblaðinu sl. föstudag að einn ein- staklingur hefði réttarstöðu grunaðs manns. » Fyrrverandi vefstjóri Sam- keppniseftirlitsins hætti störf- um hjá stofnuninni um mán- aðamótin nóvember-desember 2014.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.