Morgunblaðið - 09.02.2015, Side 15

Morgunblaðið - 09.02.2015, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2015 Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdómslögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttarlögmaður Sérfræðingar í líkamstjónarétti Jörðin Dagverðarnes í Skorradal hefur verið auglýst til sölu hjá fast- eignasölunni Eignamiðlun. Með jörðinni fylgir nýlega uppgert íbúðarhús auk útihúsa. Ásett verð er 130 milljónir kr. Jörðin Dagverðarnes er fyrir miðju Skorradalsvatni þar sem mikil sumarhúsabyggð er. Stór sumarhúsasvæði hafa verið seld út úr jörðinni. Með þeim eignarhluta sem nú er auglýstur til sölu er veglegt íbúð- arhús ásamt fjárhúsum sem notuð eru sem geymslur og refahús í frekar slöku ásigkomulagi. Bygg- ingarnar eru fyrir ofan Skorra- dalsveg. Fyrir neðan veg og að Skorradalsvatni eru 20 sum- arhúsalóðir og hafa 17 þeirra verið leigðar út. „Ég hef mikla trú á þessu svæði. Það er fágætt að til sölu séu jarðir á þessu vinsæla sumardval- arsvæði,“ segir Þorleifur St. Guð- mundsson, löggiltur fasteignasali hjá Eignamiðlun. Hann bendir á að jörðin gæti verið áhugaverður fjár- festingarkostur. Þá sé íbúðarhúsið glæsilegt og með góðu útsýni, ef kaupandi vilji nýta sér mannvirkin. Í auglýsingu er vísað til að- alskipulags um hugsanlega mögu- leika til frekari uppbyggingar ofan vegar. Gert er ráð fyrir óbyggðum svæðum sem ætluð eru til almennr- ar útiveru eða takmarkaðrar um- ferðar fólks. Annars staðar kemur fram að heimilt er að reisa íbúðar- hús á 7 ha lóðum enda tengist það varðveislu og viðhaldi skógrækt- arsvæðisins. helgi@mbl.is Til sölu jörð á eftirsóttu sumar- húsasvæði við Skorradalsvatn Ljósmynd/Eignamiðlun Skorradalur Íbúðarhúsið í Dagverðarnesi er nýlega uppgert. Vilhjálmur Eg- ilsson, rektor Há- skólans á Bifröst, útskrifaði rúm- lega 70 nem- endur úr öllum deildum skólans laugardaginn 7. febrúar við há- tíðlega athöfn. Í ræðu sinni vék hann m.a. að sókn Háskólans á Bifröst en sóknin hófst með breyttu viðskiptalíkani fyrir Háskólagáttina haustið 2013. Síðastliðið haust voru 618 nem- endur við nám í skólanum og fjölg- aði um 20% á milli ára. Stefnt er að því að nemendafjöldi við skólann verði yfir 700 næsta haust en 45 ný- ir nemendur hófu nám við skólann í vor. Munu þrjár nýjar námslínur verða frá og með hausti 2015 á fé- lagsvísindasviði, m.a. stjórnmála- hagfræði. ash@mbl.is Rúmlega 70 nemar útskrifaðir frá Há- skólanum á Bifröst Vilhjálmur Egilsson Umsóknarfresti í Snorraverkefnið í Vesturheimi, Snorri West, lýkur 20. febrúar nk. Fólki á aldrinum 18-28 ára stendur til boða að sækja um að taka þátt í 4 vikna ferð til N- Ameríku um Íslendingabyggðir í gegnum Snorri West. Kynning- arfundur verður haldinn í Sendi- ráði Kanada, Túngötu 14, hinn 12. febrúar kl. 20. Þeir sem verða vald- ir til þess að fara í ferðina fá hana niðurgreidda en hægt er að nálgast upplýsingar um ferðina og umsókn- areyðublöð á snorri.is. Fjölmargir staðir í N-Ameríku verða heimsótt- ir í ferðinni. Sumarferðalag um Íslendingabyggðir Morgunblaðið/Ómar Kynning Farið verður vítt um N-Ameríku. Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara lýsir yfir undrun sinni á ummælum forsætisráðherra í nýársávarpi sínu um að búið væri að leiðrétta skerðingar eldri borg- ara. Þetta kemur fram í ályktun nefndarinnar. Segir í ályktuninni að enn sé ólokið við að meta og lag- færa skerðingar á tímabilinu 2009- 2014 sem talið er að nemi 17-18 milljörðum. „Lítið hefur spurst til byggingar hjúkrunarheimila sér- staklega á suðvesturhorninu en þar er vandinn mestur. Notkun á fjár- munum í rekstur úr Framkvæmda- sjóði aldraðra er óásættanleg. Hér er um nefskatt að ræða sem ætl- aður er til að byggja upp hjúkr- unarheimili.“ ash@mbl.is Ekki er búið að leið- rétta skerðingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.