Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2015 Undanfarið hafa ýmsir hagsmunaaðilar í viðtölum eða blaða- greinum gagnrýnt verslun og þá starf- semi sem þessum að- ilum er ekki þókn- anleg. Má í því samhengi benda á fullyrðingar þing- manns Norðvestur- kjördæmis um inn- flutning á „sýktu“ svínakjöti til landsins. Sama boðskap má lesa í grein fulltrúa Bændasamtaka Ís- lands sem gerir lítið úr kröfum er- lendra eftirlitsaðila á sviði mat- vælaöryggis. Þessi upptalning gæti verið lengri en það væri einungis til að æra óstöðugan að endurflytja þau harmkvæli. Af málflutningi þessara aðila má draga þá ályktun að sé varan ekki íslensk þá sé hún skaðleg til neyslu og beri að forð- ast. En hvað með innlenda fram- leiðslu – er hún gallalaus? Í þess- ari umræðu er mikilvægt að halda til haga öllum staðreyndum máls- ins. Innlendar kröfur = erlendar kröfur = gagnkvæmt traust „Verulega skortir á opinbert eftirlit hér á landi með hlutum og efnum sem komast í snertingu við matvæli. Þetta kemur fram í skýrslu Eftirlitsstofnunar EFTA.“ „Skortur á eftirliti með efni og hlutum sem komast í snertingu við matvæli.“ „Herða þarf opinbert eftirlit á Íslandi til að tryggja að kjöt og mjólk innihaldi ekki efna- leifar af dýralyfjum. Þetta er meg- inniðurstaða skýrslu Eftirlitsstofnunar EFTA sem gefin var út í dag.“ „Eftirliti og eftirfylgni heilbrigð- iseftirlits sveitarfélaga var ábótavant í nokkr- um tilvikum. Þetta er meginniðurstaða skýrslu Eftirlits- stofnunar EFTA sem gefin var út í dag.“ „Bæta þarf eftirlit með auðkenningu og skráningu nautgripa á Íslandi.“ Framangreindar tilvísanir eru valdar af handahófi úr úrvali frétta um þá ágalla sem hafa verið á hinu íslenska eftirlitskerfi að mati Eftir- litsstofnunar EFTA. Hafa skal hugfast að innlenda eftirlitskerfið er hluti af samræmdu eftirlitskerfi í Evrópu sem felur í sér að sömu kröfur eru gerðar hér til öryggis matvæla eins og t.d. í Þýskalandi. Íslensk stjórnvöld hafa þar af leið- andi viðurkennt hið samevrópska eftirlitskerfi – þ.e. að sömu kröfur gilda um heilbrigt kjöt á Íslandi og í Þýskalandi. Að sama skapi er sýkt þýskt kjöt ekki viðurkennt til sölu eða neyslu frekar en sýkt ís- lenskt kjöt – hvort sem það er á þýskum eða íslenskum markaði. Svo mikið traust bera íslensk stjórnvöld til evrópska regluverks- ins að þau hafa innleitt þær reglur á grundvelli EES-samningsins eins og enginn sé morgundagurinn og grundvallast íslenskt eftirlit á þessum erlendu kröfum. Þá hafa innlend stjórnvöld m.a. leitað eftir samstarfi á sviði matvælaöryggis við t.d. þýska aðila. Ferskar kjöt- vörur innan EES lúta því ná- kvæmum reglum um heilbrigðiseft- irlit í útflutningsríki sem byggjast á gagnkvæmu trausti milli EES- ríkja og eiga að stuðla að óheftum flutningum vöru á innri mark- aðinum eins og samningurinn gerir ráð fyrir. Þá má benda á að jafnvel stífari kröfur eru gerðar til erlends kjöts en innlends enda ber við inn- flutning á kjöti til landsins að af- henda opinbert vottorð sem m.a. staðfestir að varan sé af dýrum sem ekki hafa verið gefin vaxt- arhvetjandi efni og laus við salmonellusýkingu. Ekki er að sjá að innlendir aðilar þurfi að af- henda sambærilegt vottorð um sína framleiðslu. Hafa skal það sem sannara reynist Allar upphrópanir um innflutn- ing á sýktu kjöti eru því ekki í samræmi við þann veruleika og regluverk sem við búum við. Slíkar tilvísanir eru þá annaðhvort byggðar á vanþekkingu um reglu- verkið eða öðrum undirliggjandi ásetningi. Uppbyggileg umræða um samanburð á innlendri og er- lendri framleiðslu er ávallt af hinu góða sem og skilvirkt eftirlit. Gera verður hins vegar þá kröfu að slík umræða grundvallist á stað- reyndum en ekki villandi málflutn- ingi eða sleggjudómum. Ábyrgð manna, þingmanna sem annarra, er því mikil í slíkri umræðu og mikilvægt er að taka umræðu um þetta kerfi á uppbyggilegum nót- um. Óður til eftirlits með innfluttu kjöti Eftir Lárus M.K. Ólafsson »Hafa skal hugfast að innlenda eftirlits- kerfið er hluti af sam- ræmdu eftirlitskerfi í Evrópu sem felur í sér að sömu kröfur eru gerðar hér Lárus M.K. Ólafsson Höfundur er lögmaður SVÞ. Þetta var árið 2013. Ég hafði verið veik um tíma og frá vinnumark- aði en ný lyf og end- urhæfing á Heilsustofn- uninni í Hveragerði gerðu kraftaverk fyrir heilsuna og ég fann hvernig mér óx ásmeg- in á ný og langaði aftur út á hinn alvöru vinnu- markað. Mér var nokk- uð sama um hvers konar vinnu ég fengi, svo framarlega sem um væri að ræða um 50% hlutastarf. Ég sótti um nokkur störf og fékk eitt í verslun í Kringlunni. Ég hafði áður unnið í verslun, á mennta- skólaárunum, og þótti það bara skemmtilegt. Ég var svo ánægð að fá vinnu að ég kærði mig kollótta um kaup og kjör og spurði ekki einu sinni um þau. Þegar ég fékk fyrsta launaseðilinn runnu hins vegar á mig tvær grímur. Voru þetta virki- lega laun fyrir mánaðardagvinnu? Ég hringdi samstundis í verka- lýðsfélagið mitt, VR, og spurðist fyr- ir um þessa krónutölu sem komin var inn á reikninginn minn. Þetta hlyti að vera misskilningur. Hafði ég reynslu af verslunarstörfum, spurði konan. Aðeins frá unglingsárum, svaraði ég. En ég væri 43 ára, með fjögur há- skólapróf og 30 ára fjölbreytta reynslu á vinnumarkaði. Það skiptir engu máli, sagði konan hjá Virð- ingu Réttlæti, þú ferð í byrjunarflokk. 196.000 kr. fyrir dag- vinnu á mánuði voru staðreynd, fyrir skatta. Það væru laun- in mín ef ég hefði ver- ið í 100% starfi. Mér fannst lítil virðing og enn minna réttlæti í því. Þetta var fyrir 2,8% samningana í lok ársins 2013. En ég ákvað að halda áfram í starfinu þar sem mér fannst svo gaman að fá að vera memm í samfélaginu, að fá að vera á vinnumarkaði – og tókst það í nokkra mánuði þar til veikindi kipptu mér aftur af honum. Hvernig ætli þessum gangi að safna fyrir íbúð? En heimssýn mín breyttist þarna á gólfinu í Kringlunni. Mér hafði bara aldrei dottið í hug að fólki væru í raun og veru borguð slík skítalaun – ég hélt svona almennt að markaðs- laun væru stefnan og þessir svoköll- uðu láglaunataxtar væru bara til viðmiðunar. Svona geta háskóla- gráðurnar nú villt manni sýn. En ég Til varnar verkafólki Eftir Unni H. Jóhannsdóttur Unnur H. Jóhannsdóttir Breytingar hafa verið gerðar á rétt- indum öryrkja í nýjum reglum Starfs- menntasjóðs versl- unar- og skrif- stofufólks (SVS). Öryrkjar hafa ekki lengur rétt á styrk úr starfsmenntasjóði. Þeir halda rétti sínum í 12 mánuði. Öryrkjar sem eiga uppsöfnuð stig sem safnað var samkvæmt eldri reglum Starfsmenntasjóðsins (SVS) hafa möguleika á því að nota þau til 31. desember 2015. Réttindi mín í starfsmennta- sjóði, samkvæmt eldri reglu, voru þann 19.1. 2015 251 stig, sem er í krónum upp á 251.000. Til að nota þessi 251 stig verð ég að að borga 251.000 kr. Tvöhundruð fimmtíu og eitt þúsund krónur í minni eign verða gerðar upptækar með reglu- gerðarbreytingu í boði VR, LÍV og SA vegna þess að ég á ekki til 250.000 kr. til að fara á námskeið. Ég tel að breytingar sem gerðar hafa verið á réttindum öryrkja í nýjum reglum Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks vera eigna-upptöku og brot á Stjórnarskrá Íslands. Þessi árás á öryrkja frá VR er framhald á taumlaus- um árásum þeirra á okkur, sem hófust fyrir nokkrum árum. Þetta stríð þeirra hófst þegar áralöng réttindi okkar ör- yrkja sem voru í lög- um VR voru þurrkuð út. Réttur okkar til að vera í trún- aðarráði og að vera í framboði til stjórnar VR var fót- um troðinn og af okkur tekinn og okkur vísað í okkar bás. Ekki var stjórninni bara illa við öryrkja, því að á sama tíma voru sett lög um að bannað væri að ræða lífeyrissjóðsmál á aðalfundi VR. En ástæðan er sú að stjórn VR vill ekki umræðu um það að lífeyr- issjóðsgreiðslur öryrkja og eldri- borgara eru gerðar upptækar með sköttum og skerðingum af ríkinu og það með þeirra samþykki. Þetta plott hefur gengið full- komlega upp hjá þeim og því þá ekki að taka einnig menntasjóðinn núna? Skattur og skerðingar á lífeyr- Er þetta ekki eignaupptaka ? Eftir Guðmund Inga Kristinsson Guðmundur Ingi Kristinsson Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. www.gilbert.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.