Morgunblaðið - 12.02.2015, Page 41

Morgunblaðið - 12.02.2015, Page 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2015 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Mig hefur lengi langað til að skoða nánar og spila verk skrifuð fyrir þessa samsetningu, þ.e. víólu, mezzósópran og píanó, því þessar miðraddir hljóma svo fallega saman í sínum dökka og melankólíska tón. Þetta verður mjúk og falleg efnis- skrá,“ segir Margrét Th. Hjaltested víóluleikari, sem kemur fram á há- degistónleikum í Laugarneskirkju á morgun, föstudag, kl. 12 ásamt Ingveldi Ýri Jónsdóttur mezzó- sópran og Guðríði St. Sigurðar- dóttur píanóleikara. „Það er ekki til mikið af verkum fyrir þessa samsetningu, en samt ef- laust meira en maður heldur þegar farið er að grúska. Þessi verk eru ekki mikið leikin og sum verkanna á tónleikunum hafa aldrei hljómað hérlendis áður,“ segir Margrét, en á efnisskránni í dag eru m.a. Evening Song eftir Charles Gounod, Dans- ons la gigue eftir Charles Loeffler, Zwei Gesange op. 91 eftir Johannes Brahms og Dream with me eftir Leonard Bernstein úr söngleiknum Pétri Pan. „Mér finnst afar ánægjulegt að sjá hversu flóran í hádegistón- leikum hérlendis er mikil og fagna því að fá tækifæri til að taka þátt í henni. Þetta er kjörið tækifæri fyrir vinnandi fólk til að næra andann í hádeginu,“ segir Margrét en tón- leikarnir í dag taka um hálftíma. Margrét býr og starfar í New York sem víóluleikari og kennari. Leið hennar lá til Bandaríkjanna í nám fyrir 26 árum. „Við Ingveldur kynntumst í New York á námsárum okkar fyrir rúmum aldarfjórðungi og höfum starfað saman í gegnum árin. Þær Gurrý hafa starfað mikið saman, þannig að við tengjumst all- ar þótt við höfum aldrei allar þrjár spilað saman áður.“ Tónlistarkennsla grunnur alls Aðspurð segist Margrét hafa nóg að gera við spilamennsku og kennslu vestanhafs, en hún hefur á síðustu árum m.a. kennt á sumar- námskeiðum undir merkjum Sum- merKeys þar sem fólk á öllum aldri getur einbeitt sér að tónlistarnámi. „Tónlistarkennslan er grunnurinn að öllu tónlistarlífi samfélagsins,“ segir Margrét og bendir á að sú kynslóð sem ekki naut góðs af al- mennri tónlistarkennslu í opinbera skólakerfinu vestanhafs sé nú vaxin úr grasi og þess sjái áþreifanlega merki í dvínandi aðsóknartölum á tónlistarviðburði í Bandaríkjunum. „Þar er allt að dragast saman. Gamla konsertformið er að víkja fyrir nýjum áherslum. Það eru breyttir tímar,“ segir Margrét og leggur áherslu á að almenn tónlist- arkennsla skili ekki aðeins afburða tónlistarfólki í framtíðinni heldur einnig áheyrendum. „Ef listum er ekki haldið að fólki í æsku þá veit það ekki hvers það fer á mis og leit- ar ekki í listviðburði á fullorðins- árum. Það gleður mig hins vegar að sjá hvað gróskan í tónlistarlífinu hérlendis er mikil, sem er bein af- leiðing af því hversu frábær tónlist- arkennslan hér á landi hefur verið. Ég vona að haldið verði áfram því góða starfi hérlendis.“ Morgunblaðið/Ómar Flauelsraddir Guðríður Steinunn Sigurðardóttir, Margrét Th. Hjaltested og Ingveldur Ýr Jónsdóttir koma fram á hádegistónleikum í Laugarneskirkju. „Mjúk og falleg“  Verk fyrir víólu, mezzósópran og pí- anó flutt í Laugarneskirkju á morgun Ákveðið hefur verið að leyfa Ástr- ölum að keppa í Eurovision í Vín laugardaginn 23. maí nk. Jon Ola Sand, sem hefur yfirumsjón með Eurovision fyrir hönd EBU, telur ákvörðunina bæði spennandi og djarfa. „Þetta er okkar leið til að bjóða öðrum í veisluna með okkur,“ segir Sand, en keppnin fagnar 60 ára afmæli sínu í vor. Alls munu 40 lönd taka þátt í keppninni í ár. Ástralar þurfa ekki að taka þátt í undankeppnunum tveimur vikunni fyrir aðalkeppnina heldur er þeim gulltryggt sæti á lokakvöldinu. Ástralar fá hins veg- ar að greiða atkvæði um lögin öll þrjú keppniskvöldin, en verið er að skoða hvort símakosning fái að gilda til helmings á móti atkvæði ástralskrar dómnefndar. Þetta verður í fyrsta og eina skiptið sem Áströlum gefst kostur á að taka þátt í Eurovision, en keppn- in hefur verið sýnd í ástralska sjón- varpinu sl. 30 ár og notið stigvax- andi vinsælda á síðustu árum. Fari svo að Ástralar vinni fá þeir hins vegar ekki að hýsa sjálfa keppnina. Ástralar fá að keppa í Eurovision Ástin Bresk-ástralska söngkonan Olivia Newton-John keppti fyrir hönd Breta með lagið Long Live Love 1974 en laut í lægra haldi fyrir ABBA með Waterloo. Síðustu tilnefn- ingar til Íslensku tónlistarverð- launanna 2014 voru opinber- aðar í gær. Um er að ræða til- nefningar í flokkunum nýliðaplata árs- ins, tónlistar- myndband árs- ins, plötuumslag og bjartasta von ársins í poppi og rokki, en í síðast- nefnda flokknum eru tilnefnd þau Júníus Meyvant, Amabadama, Máni Orrason og Vio. Aðrar tilnefningar má nálgast á vefnum iston.is. Verðlaunin verða veitt í Hörpu föstudaginn 20. febrúar og sýnt beint frá afhendingunni í Ríkissjón- varpinu. Almenningur getur tekið þátt í valinu á nýliðaplötu ársins og björtustu voninni á vef RÚV. Síðustu tilnefn- ingar kynntar Von Magnús Thorlacius úr Vio. Sýning á verkum danska lista- mannsins Poul Gernes (1925-1996) verður opnuð í i8 í dag. Á sýning- unni gefur að líta abstraktverk frá árunum 1965 til 1967 úr seríum sem Gernes vann ötullega að á þeim ár- um. „Verkin grundvallast á end- urtekningunni og reglum sem lista- maðurinn setti sér og einkennast af einföldum formum hringja, randa og bókstafa í ólíkum litasamsetn- ingum,“ segir m.a. í tilkynningu. Þar kemur fram að Gernes trúði því að einföld og milliliðalaus tján- ing hefði mest samfélagsleg áhrif. „Litir áttu að vera skýrir og sterkir en þó fyrst og fremst glaðlegir fyrir augað. Formin sem sköpuðust vegna samspils litanna áttu að vera skýr tákn og auðþekkjanleg. Hann trúði því að einföld form og litir hefðu jákvæð áhrif á lífsgæði manna. Gernes barðist gegn valda- kerfi listheimsins og leit á listina í samfélagslegu samhengi, frekar en einstaklingsbundna tjáningu. Hann efaðist um viðtekin gildi listhefð- arinnar og gróf undan þeim bæði með efnisvali sínu, hversdagslegum athöfnum í listsköpun sinni og með því að draga úr skilunum milli myndlistar og fjöldaframleiðslu.“ Verk Pouls Gernes sýnd í i8 Ljósmynd/Vigfús Birgisson Litadýrð Yfirlitsmynd frá sýningu Ger- nes í i8 sem opnuð verður í dag. 48 RAMMA STÆRSTA OPNUNAR- HELGI ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI! E.F.I -MBL BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND 2 VIKUR Á TOPPNUM! Spenna, hasar og ótrúlegar tæknibrellur í frábærri ævintýramynd með stórleikurunum Jeff Bridges og Julianne Moore www.laugarasbio.isSími: 553-2075 SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS OG MIDI.IS - bara lúxus í Háholt 13-15 Mosfellsbæ eða Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík. Opið í dag til kl. 18.00 www.mosfellsbakari.is sími 566 6145 MOSFELLSBAKARÍ Langar þig í rjómabollu? Vertu velkomin til okkar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.