Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2015 Nú hefur Hæsti- réttur kveðið upp dóm í hinu svokallaða Al Thani-máli. Hér er um að ræða alvarleg- asta efnahagsbrot sem framið hefur ver- ið hér á landi, þar sem öll þjóðin tapaði miklum fjármunum og mun aldrei fá neitt til baka. Fjölmiðlar hafa farið mikinn vegna þessa máls og þar eru ekki spöruð stóryrðin um innrætingu og einlægan brotavilja hinna dæmdu. Það er vissulega rétt að glæpurinn er mikill og engin ástæða til verja hann á nokkurn hátt. Þessi dómur mun hins vegar ekki færa almenningi hér á landi neina fjármuni til baka, sem er al- varleiki þessa máls. Allur almenn- ingur sem átti í viðskiptum við hin- ar ýmsu fjármálastofnanir í hruninu tapaði, ekki bara á viðskiptum við Kaupþing heldur aðra líka. Það voru ekki bara fyrrverandi stjórn- endur Kaupþings, sem höguðu sér sem mestu fjármálasnillingar allra tíma, heldur virðist sem stjórn- endur annarra fjármálastofnana hafi verið litlu betri. Hvað gerðist og hvers vegna? Sá sem þetta skrifar hefur alist upp við höft og skammtanir lengst af ævinnar, en um síð- ustu aldamót töldu landsfeðurnir nóg komið af slíku og nú skyldu menn fá að kynnast frelsinu á öll- um sviðum. Þá komust menn að því að best væri að allt sem var í eigu þjóðarinnar skyldi selt því ein- staklingurinn myndi stjórna málum mun betur ef hann ætti fyr- irtækin. Þetta eru jú hin miklu sannindi Sjálfstæðis- flokksins um frelsi einstaklingsins og þar sem hann fór fyrir lands- stjórninni var auðvitað sjálfsagt að stefnan fengi að sanna sig í reynd. Það fyrsta sem mönnum datt í hug var að selja bankana og koma þeim í hendur einstaklinga, sem örugg- lega myndu reka þá með stæl og opna landanum áður óþekktan heim á sviði fjármálaþjónustu og nýjar víddir í alls konar fjár- málagjörningum. Í fyrstu var okk- ur talin trú um að allt léki í lyndi og þeir sem stjórnuðu fjármála- stofnunum væru slíkir töframenn að talað var um að hér á landi ætti að setja á stofn alþjóðafjármála- stofnun því heimurinn þyrfti að kynnast þessum miklu fjár- málasnillingum. Nú hefur dómur fallið og ekki er hægt annað en spyrja sig þeirrar spurningar hvort ótakmarkað frelsi til athafna hafi ekki fengið heldur hraklega útreið með Al Thani-dómnum. Eindæma ófyrirleitni Það var dálítið merkilegt að lesa forsíðu Moggans föstudaginn 13. febrúar sl. en þar eru notuð stór orð um gjörðir fjórmenninganna í Al Thani-málinu. Það er svolítið skondið að rifja upp hverjir stóðu fremstir í að opna mönnum dyr að nýjum möguleikum í rekstri fyrir- tækja. Ef minnið bregst mér ekki þá voru það forystumenn núverandi stjórnarflokka um síðustu aldamót með dyggri aðstoð forsetans sem auglýstu þessa sömu menn úti um allan heim sem mikla töframenn á sviði fjármála. Það er því mat Moggans að fjórmenningarnir hafi sýnt eindæma ófyrirleitni með gjörðum sínum og er ég sammála þeirri greiningu. Maður getur hins vegar ekki varist því að velta því fyrir sér hvort þessi gjörningur hefði orðið mögulegur ef hið óhefta frelsi til athafna hefði ekki komið til. Þeir valda miklu sem upphafinu valda. Eru nú allir glaðir? Eftir Guðmund Oddsson »Er frelsi til allra at- hafna það besta sem við getum hugsað okkur í fjármálagjörningum? Höfundur er fyrrverandi skólastjóri. Guðmundur Oddsson Bindindissamtökin á Íslandi óska landslýð öllum gleðilegs árs þar sem farsæld allra verði í fyrirrúmi í athöfn- um öllum. Við óskum þess að árang- ursrík verði baráttan fyrir betra mannlífi heilbrigðra lífshátta í hví- vetna. Við þökkum fyrir gengið ár margra góðra verka, en hörmum um leið hversu alvarlegar afleiðingar hvers konar vímuefna eru, þar sem áfengið er mikilvirkasti skaðvaldur- inn, en hræðilegar afleiðingar annarra vímuefna svo alltof oft einnig þyngri en tárum taki. Það undarlega í sambandi við þann skaðvald sem áfengið er sannarlega er að nær er ætíð talað um það öðruvísi og á allt annan og mildari hátt en önnur vímuefni. Það er jafnvel borið saman við aðrar nauð- synjavörur, hollustu- vörur jafnvel og nú spyr einhver eflaust hvert ég sé nú að fara. Svarið við því rataði inn í borgarstjórn á dögunum, því þar var í tillögugerð talað fullum fetum um áfengið sem venjulega neyzluvöru og ekki nóg með það, heldur var vakin at- hygli á því að umhverfis- og skipulags- nefnd borgarinnar þyrfti að fjalla um það hróplega ranglæti að vínbúðir skyldu ekki vera nær neytendunum, já, um þá ósvinnu að meira en þriggja mínútna göngufæri væri víða til næstu vínbúðar. Ég las þetta aftur og aftur, því ég skildi ekki þetta tal um nauðsynjavör- una, enn síður það að skipulag borg- arinnar ætti að byggjast á því að hvar- vetna væri vínbúð í innan við þriggja mínútna göngufæri frá íbúunum. Sem betur fer var þó fulltrúi VG ekki svo heillum horfinn að elta endaleysuna, en nú sitja menn víst yfir því hvernig megi þétta nálægð vínbúðanna við þegnana, svo auðvelda megi fólki sem allra bezt að nálgast þessa „venjulegu neyzluvöru“ og mesta furða að ekki skuli höfðað mál á hendur ÁTVR fyrir að mismuna þegnum sínum svo hrap- allega, þeim eflaust til óbærilegra vandræða. Ég hélt nú hreinlega að þetta með „nauðsynjavöruna“ hefði verið endanlega kveðið í kútinn með skarpri og vel rökstuddri grein Ró- berts Haraldssonar prófessors í Morgunblaðinu ekki alls fyrir löngu, en auðvitað er engin von til að fólk í trúnaðarstöðum borgarinnar hugi að slíku, hvað þá lesi sér til eflaust ómældrar hrellingar sannleikann um áhrif skaðvaldsins sem það blessaða fólk setur við hliðina á mjólkinni þegar um nauðsynjar er fjallað. En meira um það, því þetta sama fólk hefur örugglega fagnað fregnum af því að áfengisneyzla síðasta árs jókst þó „blessunarlega“ um rúm 3% þrátt fyr- ir hina háskalegu fjarlægð svo víða. Mér finnst alvara þessara mála og allar þær fórnir sem færðar eru á altari vímu- efnanna skelfilegri en að þeim hæfi slíkt dár og spé eins og svo alltof oft verður vart við í skrifum og tali, látið eins og eng- inn sé vandinn, engar al- varlegar afleiðingar, að- eins dregin upp glansmynd, falsmynd, um leið af neyzluvörunni sem sjálfsögðum þætti í lífi fólks. Ég kalla til vitnis hér allan þann fjölda fólks sem er að fást við ógnvænlegan vanda þeirra sem lotið hafa í lægra haldi fyrir áfenginu sem og öðrum vímuefnum, allt það fólk sem hefur horft upp á sína nán- ustu glata tækifærum lífsins, já allt yf- ir í að fórna lífinu sjálfu af völdum þessara skaðvalda og gamall maður spyr sjálfan sig hvað valdi hinni ær- andi þögn þessa mikla fjölda, sem gæti sagt svo mikið og margt til af- sönnunar falsmyndinni sem er svo ríkjandi. Þar gætu margir vitnað svo eftir væri tekið og í kjölfar þessa minni ég á það sem eftir einu okkar bezta skáldi í dag var haft, eitthvað á þá leið að það væri svo dýrmætt að geta munað eftir öllu sem gerðist morguninn eftir, ein- faldlega af því að viðkomandi bragðaði aldrei áfengi. Betur að fleiri mættu hugsa svo og segja opinskátt frá. Við í Bindindissamtökunum á Ís- landi heitum á liðsinni sem allra flestra svo að á árinu nýja megi far- sæld góð verða einkennið sem til blessunar leiðir byggð og búendum og minnumst þess að skaðvaldurinn áfengi er ekki og má aldrei verða venjuleg neyzluvara. Megi farsæld góð fylgja ári nýju Eftir Helgi Seljan » Það undarlega í sam- bandi við þann skað- vald sem áfengið er sannarlega, er að nær ætíð er talað um það öðruvísi og á allt annan og mildari hátt en önnur vímuefni. Helgi Seljan Höfundur er form. fjölmiðlanefndar IOGT. Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Kamasa verkfæri – þessi sterku Ármúla 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn.is | www.gahusgogn.is GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og góða þjónustu. Við tökum málin þín í okkar hendur Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.