Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015 Svipmiklir hegrar með mikið vænghaf hafa vakið athygli í Heið- mörk og víðar á suðvesturhorninu í vetur. Það er ekki nýtt að hegr- ar sjáist hér á vetrum og segir Jó- hann Óli Hilmarsson, fuglafræð- ingur, ekki ólíklegt að þeir fari að verpa hér á landi. Þeir fuglar sem hér hafa fundist merktir hafa ver- ið merktir í Noregi og halda trú- lega flestir þangað aftur er vorar. Einn og einn fugl dvelur þó hér á landi allt árið. Jóhann segist telja að hegrar hafi verið hér um aldir eins og sjá megi í annálum. Erfitt er að segja um fjölda þeirra, en áætlað hefur verið að allt að 100 hegrar hafi hér vetursetu. Algengast er að hegrar geri sér hreiður í trjám, en einnig má finna hreiður þeirra í klettum. Mest er um unga hegra hér á landi, en fullorðnir fuglar sjást einnig. Víða sem fiskjar er von Hegrinn er stór fugl með allt að tveggja metra vænghaf og virðist þrífast vel hér á landi. Hann sækir í seiði og fisk í vötnum og sjó og er víða sem fiskjar er von. Hegrar hafa m.a. sést í vetur við Elliða- vatn, í Grafarvogi og við Varmá í Mosfellssveit. Þá segir Jóhann Óli að vinsæll staður hegranna hafi löngum verið í Varmá neðan Hveragerðis og á Ölfusforum, en á þeim slóðum er jarðhiti og margar fiskeldisstöðvar. aij@mbl.is Ljósmyndir/Pétur Alan Guðmundsson Sækir í fisk Hegrar sjást víða við ár og vötn, en einnig nálægt sjó eins og í Grafarvogi og í Hafnarfirði. Svipmiklir hegrar í Heiðmörk  Koma trúlega frá Noregi  Áætlað að hátt í 100 hegrar hafi hér vetursetu  Ekki ólíklegt að þeir fari að verpa hérlendis Vekur athygli Hegrinn er stór fugl og vænghafið hátt í tveir metrar. Óháð ráðgjöf til fyrirtækja Firma Consulting gerir fyrirtækjum tilboð í eftirfarandi þjónustu: • Kaup, sala og sameining. • Verðmat fyrirtækja. • Samningaviðræður, samningagerð • Áætlanagerð. • Fjárhagsleg endurskipulagning. • Samningar við banka. • Rekstrarráðgjöf. Firma Consulting, Þingasel 10 , 109 Reykjavík . Símar : 820-8800 og 896-6665. Fax 557-7766 info@firmaconsulting .is, www .firmaconsulting .is Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Í dag eru liðnir sex mánuðir frá því að banaslys varð í umferðinni hér á landi. Steinþór Jónsson, formaður FÍB, segir að minnkandi dánartíðni í umferðarslysum undanfarin ár megi þakka samhentu átaki lögreglu, Vegagerðarinnar, Samgöngustofu, FÍB og annarra sem tengjast um- ferðaröryggismálum. „Í þessu sam- hengi má líka benda á að læknar eru oft að bjarga fleirum úr slysum en áður, auk þess sem bílarnir eru orðn- ir betri,“ segir Steinþór. Núllsýnin Síðasta banaslysið hér á landi varð 28. ágúst síðastliðinn. Steinþór segir að ef ekki verði banaslys í umferð- inni á næstu tveimur vikum verði lið- ið eitt ár þar sem aðeins einn hefur látist í umferðinni. Slíkar tölur eru áður óþekktar hér á landi. „Það er eins nálægt núllsýninni og hugsast getur,“ segir Steinþór. Hann segir að núllsýnin sé hugtak sem miðar að því að stefna að umferð án banaslysa. „Aðalatriðið er það að heildartala látinna hefur lækkað. Ár- ið 2004 létust 32 í umferðinni. Árið 2014 létust 4,“ segir Steinþór. Hann bendir á að þróunin hafi orðið þessi þrátt fyrir aukna umferð sem er m.a. tilkomin vegna aukins fjölda ferða- manna til landsins. „Í heildina held ég að allir sem komið hafa að um- ferðaröryggismálum hafi komið ákveðnum þáttum að,“ segir Stein- þór. Sem dæmi um afar jákvæða framkvæmd nefnir Steinþór tvöföld- un Reykjanesbrautar. Heppnin mikilvæg „Þar létust 5-6 manns á ári. Það hefur enginn látist þar í banaslysi í ellefu ár,“ segir Steinþór. Hann seg- ir að menn hafi í auknum mæli ein- blínt á þekkta slysastaði og reynt að taka þá út. „Á þjóðvegum landins er búið að taka grjót úr vegköntum og ýmislegt fleira. En auðvitað þurfum við líka heppni þegar allt kemur til alls,“ segir Steinþór. Að sögn hans sýna tölur að alvar- legum slysum hefur fækkað síðustu 1-2 ár. Spurður hvort hluti ástæð- unnar geti verið sá að ungir bílstjór- ar séu betri en áður útilokar Stein- þór það ekki. „Það er miklu betri ökukennsla núna. En svo er einn fylgifiskur kreppunnar sá að ungu strákarnir eru ekki að kaupa eins mikið af kraftmiklum bílum,“ segir Steinþór. Meðalhraði hefur minnkað Hann segir að rannsóknir hafi sýnt að meðalhraði bíla á þjóðveg- unum hafi minnkað úr um 106 km/ klst. í 97 km/klst. „Þar er að þakka auknu eftirliti lögreglu á þjóðvegun- um,“ segir Steinþór. Hann segir að sumir geri athugasemdir við svokall- aða núllsýn um að enginn deyi í bíl- slysum og að hún sé óraunhæf. „Sumir sögðu að slíkt tal væri óraun- hæft þegar kom að Reykjanesbraut- inni en nú eru komin 11 ár,“ segir Steinþór. Enginn látist í umferðarslysi í sex mánuði  Tvær vikur í að einungis eitt banaslys hafi orðið í umferðinni á einu ári Morgunblaðið/RAX Hraðamæling Minni umferðar- hraða má þakka auknu umferðar- eftirliti lögreglu á vegum úti. steinn Pálsson, Margrét Pálsdóttir, Sólný Ingibjörg Pálsdóttir, Sveinn Ari Guðjónsson, Páll Jóhann Páls- son, Kristín Elísabet Pálsdóttir, Svanhvít Daðey Pálsdóttir og Páll Hreinn Pálsson. Útför Páls H. Pálssonar útgerðar- manns var gerð frá Grindavíkur- kirkju í gær. Séra Elínborg Gísla- dóttir jarðsöng. Karlakór Kefla- víkur söng undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar. Kórinn frumflutti nýja útsetningu af Söng sjómanns- konunnar eftir Margréti heitna Sig- hvatsdóttur, eiginkonu Páls. Jó- hann Friðgeir Valdimarsson söng einsöng og organisti var Jónas Þór- ir. Líkmenn voru, f.v.: Pétur Haf- Útför Páls H. Pálssonar Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.