Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 36
Ljósmynd/Leifur Þorsteinsson Útsýni Séð af Torfajökli vestur í Jökulgil, Þrengslin lítið eitt til vinstri á miðri mynd Uppbygging þjónustu fyrir ferðafólk á Torfajökulssvæðinu Talsverð umræða hefur verið bæði í blöðum og útvarpi um fram- tíðaruppbyggingu í Landmanna- laugum og það ekki að ástæðulausu því svæðið er meðal þeirra sem flest fólk heimsækir á hverju ári. Mér hefur veið tjáð að á síðasta ári hafi heimsótt staðinn nærri 80.000 manns, af því voru 80% erlendir ferðamenn. Ég ætla að leiða hjá mér umræðuna um Landmannalaugar að mestu. Þó get ég ekki látið hjá líða að láta þá skoðun mína í ljós að það muni verða flókið að koma þeim hug- myndum í framkvæmd sem komið hafa fram í fjölmiðlum. Get heldur ekki séð að svona mannvirki muni nokkurn tíma bera sig og því ólíklegt að nokkur fáist til að fjármagna framkvæmdina. Það sem mig langar hins vegar að vekja máls á er svæðið austan og sunnan Landmannalauga. Allt hefur svæðið verið mér afar hugleikið næstum jafn lengi og ég man eftir mér. Kom fyrst í Hrafntinnusker, sennilega 1968 og gekk fyrst 1970, það sem í dag er kallaður Laugaveg- ur, löngu fyrir byggingu brúa, skála eða stikunar. Skrifaði síðan leiðalýs- inguna ásamt mínum ágæta félaga Guðjóni Magnússyni sem Ferða- félag Íslands (FÍ) gaf fyrst út 1998. Síðan hefur heftið verið gefið út í tví- gang, síðast 2008, einnig þýtt á ensku og gefið út í tvígang. Engin gönguleið á Íslandi nýtur jafnmikilla vinsælda. Fyrir stuttu var grein í Mbl. þar sem fram kom að nærri fullbókað væri í alla skálana á Laugaveginum næsta sumar. Við lestur greinarinnar fékk maður á til- finninguna að Laugavegurinn væri eina gönguleiðin sem til væri á Ís- landi en svo er aldeilis ekki. Nóg um það í bili. Allt er þetta svæði eitthvert það magnaðasta á öllu landinu séð frá mörgum hliðum. Þeir sem best þekkja til jarðhitamála á Íslandi hafa tjáð mér að þarna sé geysilega mikil jarðvarmaorka undir, svo mikil að virkjanasinnar fá dollaramerki í augun þegar á það er minnst. Við sem unnum íslenskri náttúru teljum að nóg sé komið af virkjunum og verksmiðjum en á ein- hverju þurfa Íslend- ingar að lifa. Þess vegna hef ég oft sagt við sjálfan mig og aðra: nú þurfum við að vera á undan og sýna um- heiminum fram á að hægt sé að hafa af þessu tekjur án þess að byggja þar möstur með línum. Þegar ákveðið var að helga þetta svæði ár- bók FÍ fyrir árið 2010 sat undirritaður í stjórn félagsins. Ekki man ég nákvæmlega hvaða ár þetta var, sennilega 2005-7. Slíkar ákvarðanir þarf að taka með löngum fyrirvara, þar sem þessar bækur eru ekki skrifaðar eins og skáldsögur. Þær krefjast mikillar heimildavinnu áður en ritun texta getur hafist. Síð- an þarf að teikna kort, gera allt sem hægt er til að öll örnefni skili sér á retta staði og síðast en ekki síst þarf að raða öllu saman svo úr verði læsi- legt rit þegar búið er að prenta það. Sá sem séð hefur um það um árabil fyrir félagið hefur sagt mér að það taki hann þrjá til fjóra mánuði fyrir hverja bók. Þegar þessi ákvörðun var tekin sá ég fyrir mér að þegar bókin kæmi út þyrftum við ferða- félagsfólk að vera tilbúin með hug- myndir að nýrri gönguleið sem hefði upphafspunkt í Landmannalaugum. Ég sá fyrir mér að leiðin mundi liggja úr Landmannalaugum inn á Skalla, niður Uppgönguhrygg og í Hattver sem er innarlega í Jökul- gilinu. Þetta mundi verða fyrsta dagleiðin. Ekki getur þetta talist ýkja löng dagleið en af nógu er að taka til að skoða þarna. Nægir þar að nefna Þrengslin, dálítið framar í gilinu. Legg til að fólk nái sér í árbók FÍ frá 1933 og lesi bls. 33-34. Magn- aðri lesning er vandfundin. Úr Hattveri yfir í Strútslaug sem er útvörður svæðisins að austan- verðu er um tvær leiðir að ræða. Að ganga upp úr Hattverinu og yfir Torfajökul (sjá kort sem fylgir grein) og þaðan niður að Strútlaug. Hin leiðin er að ganga yfir Hrygginn á milli gilja, yfir í Sveinsgil, fram þar sem heita Muggudalir og í Strúts- laug. Þetta eru þær tvær dagleiðir sem ég hafði í huga. Ekki er ég í neinum vafa um að þarna megi finna fleiri leiðir. Það sem ég vildi gera var að stika þessar leiðir, hnitsetja hverja stiku, setja upp kort þar sem gönguleiðin væri merkt inn á og byggja aðstöðu fyrir fólk á áðurnefndum stöðum, í Hattveri og við Strúts- laug þar sem er heitt vatn og því alveg kjörið að koma þar upp aðstöðu fyrir fólk. Útkoma árbókarinnar gekk eftir eins og gert var ráð fyrir þar sem um er að ræða einhverja þá glæsi- legustu bók sem FÍ hefur gefið út. Ekkert af mínum hugmyndum hefur hins vegar náð í gegn. Þetta er graf- alvarleg staða þar sem fjöldi þess fólks sem sækir inn á svæðið hefur stóraukist frá því árbókin kom út 2010. Svæðið er afar viðkvæmt og því mikilvægt að öll umferð fari eftir merktum leiðum. Hér er líka um að ræða öryggi fólks þar sem svæðið er sundurskorið af ótal giljum og því vandratað, ekki síst í þoku sem er ekki svo óalgeng þarna innfrá og einhvers staðar þurfa menn að ganga örna sinna. Auðvitað kostar þetta peninga en þegar því er spáð að tekjur okkar af erlendum ferðamönnum verði 342.000 milljónir á þessu ári, þýðir ekki að segja mér að fé sé ekki til að byggja upp þessa innviði ferðaþjón- ustunnar. Fengi ég 0,05 % (171 millj.) af þessari upphæð mundi ég gera stóra hluti á þessu svæði og gott betur. Eftir Leif Þorsteinsson » Svæðið er afar við- kvæmt og því mikil- vægt að öll umferð fari eftir merktum leiðum. Það er líka sundur- skorið af ótal giljum og því vandratað. Leifur Þorsteinsson Gönguleið Hnitsett gönguleið yfir Torfajökul. Höfundur er náttúrufræðingur og áhugamaður um merkingu göngu- leiða í óbyggðum Íslands. 36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015 Á morgun, 1. mars, er alþjóðlegi hrósdag- urinn. Okkur Íslend- ingum er ekki gjarnt að hrósa. Það hefur ekki verið hluti af þjóðarsál- inni – í gamla daga var því jafnvel haldið fram að ekki væri ráðlegt að hrósa börnunum því þau yrðu bara montin. Maður átti að vera lít- illátur, ljúfur og kátur og láta ekki mikið bera á sér. Oft eigum við erfitt með að taka hrósi. Við skiptum um umræðuefni eða verðum vandræða- leg. Eða við gerum lítið úr hrósinu með því að segja hluti eins og: „Ég gerði nú ekki mikið, þetta er bara hluti af mínu starfi“, eða: „Æ, þetta er bara gömul drusla sem ég keypti á út- sölunni fyrir nokkrum árum“. Sumir virðast efast um ásetning þess sem hrósar með því að spyrja: „Vantar þig eitthvað?“ Þegar við bregðumst svona við gerum við lítið úr þeim sem hrósar okkur. Hrós ætti að færa okk- ur þá upplifun að við séum einstök og laða fram bros. Það ætti jafnframt að færa þeim sem hrósar okkur tilfinn- inguna að við kunnum að meta hrósið. Hér fyrir neðan eru nokkur ráð til að taka hrósi: - Mikilvægt er að gangast við hrós- inu og sýna þakklæti. Orðin „Takk fyrir“ eða „Virkilega gaman að heyra“ skipta miklu máli og gefa þeim sem hrósar tilfinninguna að þú hafir tekið við hrósinu og kunnir að meta það. - Æfðu þig í að segja „Takk fyrir“ með brosi á vör, t.d. fyrir framan spegilinn. - Haltu augnsambandi þegar þér er hrósað. - Forðastu að skipta um umræðuefnið þegar þú færð hrós; það gæti virkað sem ókurteisi. - Ekki þræta við þann sem hrósar þér um rétt- mæti hróssins („Æ, ég hef aldrei fílað þessa peysu“) eða bera þig saman við aðra („Sigga er nú miklu færari en ég“). Þannig eykur þú ekki líkurnar á að fá hrós í framtíðinni. - Láttu ekki freistast til að monta þig af eigin frammistöðu eftir að þú hefur tekið við hrósinu. - Ekki vanmeta sjálfa(n) þig með því að koma með neikvæða at- hugasemd þegar þú færð hrós fyrir góða frammistöðu. - Ekki er nauðsynlegt að endur- gjalda með hrósi nema ef þér finnst viðkomandi eiga það skilið. - Líttu á hrós sem æfingu í sjálfs- styrk. Einstaklingur með sjálfstraust veit hvers virði hann er og metur þá viðurkenningu sem hann fær, en hvorki leitar hana uppi né hafnar henni. Áræðin viðbrögð sýna að þú ert hróssins verð(ur). - Komdu hrósinu áleiðis til þeirra sem eiga skilið að fá það en voru ekki viðstödd þegar hrósið var veitt. Það er fátt sem yljar manni eins um hjartarætur og einlægt hrós. Allir hafa efni á að hrósa og allir græða á því. Það er ekkert sem gleður meira, gefur meiri orku og gerir fólk ánægð- ara en hrós sem er sett fram af ein- lægni. Hrósum makanum, börnum okkar, foreldrum, samstarfsfélögum, systkinum, frænkum og frændum og öllum sem við þekkjum og gerum 1. mars að jákvæðasta degi ársins. Alþjóðlegi hrósdagurinn Eftir Ingrid Kuhlman » Það er fátt sem yljar manni eins um hjartarætur og einlægt hrós. Allir hafa efni á að hrósa og allir græða á því. Ingrid Kuhlman Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. mbl.is alltaf - allstaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.