Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 50
50 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015
JVigfús Adolfsson er staddur í Austurríki, nánar tiltekið í St.Michael sem er fyrir sunnan Salzburg, í skíðaferð á afmælis-daginn, ásamt foreldrum sínum og eiginkonu. „Við hjónin eig-
um bæði afmæli í ferðinni, fórum út í dag og komum heim daginn
sem konan á afmæli.“ Hún heitir Karen Lilja Hafsteinsdóttir og
vinnur á skrifstofunni hjá Olís. Börn þeirra eru Máni Freyr, fimm
ára, og Aría Sól, tveggja, að verða þriggja ára. Foreldrar Vigfúsar
eru Adolf Adolfsson og Júlía Henningsdóttir.
„Þetta er í fyrsta sinn sem við förum til Austurríkis og ég hef ekki
mikið verið á skíðum undanfarið, var miklu meira á skíðum þegar
ég var yngri.“
Vigfús er afgreiðslustjóri hjá Reykjafelli en kjarnastarfsemi þess
er innflutningur og heildsala á rafbúnaði og starfar Reykjafell fyrst
og fremst á fyrirtækjamarkaði.
Spurður um áhugamál segist Vigfús hafa áhuga á fótbolta, golfi
og að spila á gítar. „Ég er nú bara að glamra fyrir sjálfan mig og
finn mér eitthvað á netinu til að spila. Metallica hefur alltaf verið í
uppáhaldi og ég reyni að spila eitthvað eftir þá en hæfileikarnir eru
ekki jafn miklir og viljinn. Svo er ég að byrja aftur í golfi eftir smá-
hlé þegar við eignuðumst krakkana. Ég spila síðan fótbolta í utan-
deildinni og sjö manna boltanum í gulldeildinni, spila með FC
Bumba, stórveldinu sjálfu. Ég lék með FH alla yngri flokkana og
fylgist með íslenska boltanum og þeim enska. Þar er Tottenham
mitt lið og ég reyni alltaf að fara á leik með þeim á tímabili. Henný
systir mín býr í London og það kemur sér vel.“
Vigfús Adolfsson er þrítugur í dag
Fótboltakappi Vigfús í mýrarboltanum á Vestfjörðum árið 2013.
Heldur upp á
afmælið á skíðum
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Kópavogi Oliver Leo
Davíðsson fæddist 27.
október 2014 kl. 06.51.
Hann var 3.238 g og 49
cm langur. Foreldrar
hans eru Íris Martens-
dóttir og Davíð Krist-
jánsson.
Nýr borgari
M
aría Hrund
Marinósdóttir er
fædd í Reykjavík
28. febrúar 1975.
Fyrstu fjögur ár
ævinnar bjó hún við Fornhaga en á
fimmta ári fluttist hún á æsku-
heimili móður sinnar að Vest-
urgötu 19.
María er Vesturbæingur í húð og
hár og gekk í Vesturbæjarskóla,
Melaskóla og Hagaskóla í æsku.
Þar eignaðist hún sína kærustu
vini og hefur þeirra vinskapur æ
síðan verið í blóma.
Virk í félagsmálum
María Hrund á ljúfar minningar
úr uppvextinum. „Ég á einstaka
foreldra og bjó við þau forréttindi
að koma úr skólanum hvern dag til
mömmu sem beið mín heima. Í
Vesturbænum var skemmtilegt að
alast upp og var ýmislegt brallað.
Ég hef alltaf verið virk í félags-
málum og tekið þátt í ýmsu. Skát-
arnir standa þar upp úr, enda frá-
bær félagsskapur. Ég tel að starfið
hafi mótaði mig umtalsvert í æsku,
til dæmis hvað varðar
sjálfsbjargarviðleitni og ábyrgð.
Það tekur því ekki að tiltaka allt
það sem ég heillaðist af, lagði
stund á eða reyndi við með misgóð-
um árangri en ég er þannig gerð að
vera yfirleitt til í allt, enda hefur
mér aldrei leiðst á ævi minni.“
María Hrund Marinósdóttir, markaðsstjóri hjá VÍS – 40 ára
Á Rauðasandi Fjölskyldan á sunnanverðum Vestfjörðum í ágúst 2013, en hún er dugleg að ferðast um landið.
Aldrei leiðst á ævinni
Fjölskyldan Stödd á Snæfellsnesi árið 2013. Afmælisbarnið María.
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
- FLOTTU SVEFNSÓFANIR
FÁST HJÁ OKKUR
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is