Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 59
MENNING 59 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015 d KYNNTU ÞÉR ÁSKRIFTARLEIÐIR Í SKJÁHEIMI SKJÁRINN | WWW.SKJARINN.IS STJÖRNUR FRAMTÍÐARINNAR Efnilegustu knattspyrnumenn heims eigast við í Evrópukeppni ungra leikmanna. Stærstu klúbbar álfunnar taka þátt í keppninni. FrábærdagskrááEurosportogEurosport2 –eingöngu íSkjáHeimi. EUROSPORT / HJÓLREIÐAR 8. – 15. mars. Evróputúrinn að hefjast: Eurosport er heimili hjólreiðanna nú við upphaf hjólreiðavertíðarinnar 2015. Eurosport verður á vegunumallan tímann og eltir þá í keppni á nokkrumbestumótunum. EUROSPORT / KNATTSPYRNA 4. – 11. mars. Algarve bikarinn í Portúgal: Bestu landslið heims í knattspyrnu kvenna etja kappi á Algarve Cup. Bandaríkin, Kína, Danmörk, Noregur og Ísland; allar bestu knattspyrnukonur heims á samamóti, á Eurosport. EUROSPORT2 / KNATTSPYRNA 10. – 17. mars. UEFA Youth League: Í mars verður leikið í UEFA ungmennakeppninni í knattspyrnu (UEFAYouth League). Helstu klúbbar Evrópu, efnilegustu knattspyrnumenn Evrópu í knattspyrnu karla. Mögnuð keppni. EUROSPORT2 / SNÓKER 16. – 22. mars.World Grand Prix í snóker: Allar helstu snóker stjörnurnar keppa á nýju stórmóti í Bretlandi í mars, áður en haldið er til Asíu. Öll aðal snókermótin eru á Eurosport 2. skjárheimur er fáanlegur bæði hjá vodafone og símanum UEFA Youth League í beinni, 10. - 17. mars 4 + 47 á 15.15 hljómar kannski eins og stærðfræðiformúla en er það þó ekki. Um er að ræða 4 fiðlustrengi ásamt 47 hörp- ustrengjum sem Laufey Sigurð- ardóttir og Elísabet Waage leika á í tónleikaseríunni 15.15 á tón- leikum sem fram fara í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, kl. 15.15. Efnisskráin sem er bæði fjöl- breytt og falleg hefst á syrpu úr Töfraflautu W.A. Mozarts sem tón- skáldið Louis Spohr setti á blað. Hann var sjálfur fiðluleikari og samdi og spilaði dúó með hörpu- leikaranum Dorette, sem var eig- inkona hans. Síðan munu hljóma nokkur falleg lög eftir Ravel, Fauré og Tsjaíkovskí. „Þá er kom- ið að frumflutningi á nýrri tónsmíð eftir Báru Grímsdóttur. Hún kenn- ir kaflana fjóra við árstíðirnar og byggir á íslenskum tónarfi og er mikill fengur í þessu nýja verki. Endirinn verður ekki síður þjóð- legur en það eru Rúmensk þjóðlög eftir Bartók,“ segir m.a. í tilkynn- ingu. Þar kemur fram að Laufey og Elísabet hafa stillt saman strengi sína í yfir tvo áratugi. Tón- leikahald þeirra hefur verið vítt og breitt um Ísland, í Hollandi, Þýskalandi og á Ítalíu. silja@mbl.is 4 plús 47 á 15.15 í Norræna húsinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Dúó Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Elísabet Waage hörpuleikari. Stockfish – evrópskri kvik- myndahátíð í Reykjavík, lýkur nú um helgina í Bíó Paradís og á dag- skrá verða þrjár kvikmyndir sem tilnefndar voru til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin og þar af sú sem hlaut verðlaunin, Ida. Hinar eru eistneska kvikmyndin Tangerines, Mandarínur og loka- mynd hátíðarinnar, hin argent- ínska Relatos salvajes, eða Hefnd- arsögur. Í dag kl. 15 mun bandaríski kvik- myndaframleiðandinn Christine Vachon halda fyrirlesturinn „Úr öskustónni á Óskarinn“, fjalla um fjárhagshliðar kvikmyndagerðar og þær hindranir sem framleið- endur mynda utan bandarísku stúd- íóanna þurfa að yfirstíga í kvik- myndalandslagi nútímans og í kvöld kemur svo í ljós hvaða stutt- mynd sigraði í keppninni Sprett- fiskur. Á morgun verða svo sýndar kvikmyndir sem notið hafa vin- sælda á hátíðinni og aukasýning verður á þeirri kvikmynd sem hlýt- ur áhorfendaverðlaun hátíð- arinnar. Þá verða einnig sýndar stuttmyndirnar sem tóku þátt í Sprettfiski. Dagskrá má finna á stockfishfestival.is Lokamyndin Úr Relatos salvajes. Lokahelgi hátíð- arinnar Stockfish Gjörningurinn Draumastaða – Um hið andlega í listinni verður fluttur í dag kl. 17 í Kaffistofunni sem er við hlið Kling & Bang- gallerísins að Hverfisgötu 42. Höfundar gjörn- ingsins eru myndlistarmennirnir Huginn Þór Arason og Haraldur Jónsson og munu þeir taka þátt í flutningi hans með sjálfboðaliðum og góðum gestum. Í tilkynningu segir að verkið sé óvæntur ávöxtur samstarfs lista- mannanna sem hófst á Akranesi síðastliðið haust, óður til raunveru- leikans og gefi tóninn fyrir það sem koma skal. Áhorfendur verði vitni að ákveðnum hreyfimynstrum og mælingum um leið og þeir finni fyr- ir endimörkum líkamans. Finna fyrir endi- mörkum líkamans Huginn Þór Arason Ljósmyndasýn- ing Sæbjargar Freyju Gísladótt- ur, Alvöru karl- menn, verður opnuð í dag kl. 16 í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Sæbjörg er meistaranemi í þjóðfræði og vann í fyrrasum- ar verkefni á vegum Nýsköp- unarsjóðs námsmanna þar sem hún kannaði birtingarmynd karl- mennsku í ljósmyndum frá árunum 1914 til 2014. Sæbjörg safnaði og greindi um þúsund ljósmyndir frá Skjalasafni Austfirðinga og Skjala- safninu á Ísafirði frá fyrstu áratug- um 20. aldar og ljósmyndaði einnig 30 karlmenn sem eru búsettir á Eg- ilsstöðum, Reykjavík og Önund- arfirði og er sýningin afrakstur þeirrar vinnu. Alvöru karlmenn í Sláturhúsinu Ein ljósmyndanna á sýningu Sæbjargar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.