Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015
Fallinn er frá
kær vinur, systur-
sonur, listamaður,
náttúruunnandi og
einstakur ljúflingsdrengur langt
fyrir aldur fram.
Það var lærdómsríkt að fá að
vera samtíða slíkum manni sem
Þorfinnur Guðnason var. Hann
var afar frjór í öllum sínum hugs-
unum, enda bera allar dýralífs-
myndirnar sem hann gerði það
með sér.
Hann var landsfrægur fyrir
þessar kvikmyndir sínar og ekki
hvað síst fyrir myndina um haga-
músina.
Þorfinnur var grandvar maður
í tali, hann lagði aldrei neitt illt til
nokkurs manns, hann lagði aldrei
Þorfinnur
Guðnason
✝ ÞorfinnurGuðnason
fæddist 4. mars
1959 í Hafnarfirði.
Hann lést 15. febr-
úar 2015. Útför
Þorfinns fór fram
27. febrúar 2015.
stein í götu fólks
heldur tók hann
stein úr götu svo
fólk kæmist greitt
áfram.
Þannig voru hans
gjörðir allar.
Hann dvaldi mik-
ið í Biskupstungum
bæði í æsku og hin
síðari ár, þótti afar
vænt um sveitina
sína.
Fyrir nokkrum árum keyptu
þau hjónin hús hér í sveitinni sem
þau ætluðu að dvelja í um ókomin
ár.
Bryndís kona hans, lífsföru-
nautur hans, mikilhæf og traust
kona, til hennar og annarra í fjöl-
skyldunni streyma hlýjar kveðj-
ur.
Það er sannarlega erfitt fyrir
unga konu að grafa manninn sinn
og einnig fyrir aldraða móður að
grafa son sinn.
Í allri þessari sorg biðjum við
um handleiðslu Guðs.
Sigurður Þorsteinsson.
✝ Anna ViktoríaHögnadóttir
fæddist 31. júlí
1943 í Mið-Dal,
Vestur Eyjafjöllum.
Hún lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 18. febrúar
2015.
Foreldrar Önnu
voru Högni Krist-
ófersson, bóndi í
Mið-Dal, f. 18.4.
1896, d. 1.2. 1969, og Anny
Hermansen, f. 12.4. 1918, d.
25.11. 1965
Systkini Önnu eru: Margrét
Helena, f. 1939. Auður, f.
1941, d. 2014. Andvana
stúlka, f. 1945. Kristbjörg
Sonja, f. 1946. Aubert, f.
1948. Helga, f. 1950, d. 2012.
Ingibjörg, f. 1951, og Jó-
hanna, f. 1954.
Eftirlifandi maki Önnu er
Brynjólfur Sævar Hilmisson, f.
3. apríl 1956. Foreldrar Brynj-
ólfs voru Hilmir Hinriksson, f.
1932, d. 2005, og Hulda
Sveinsdóttir, f. 1932, d. 1992.
Börn Önnu og Brynjólfs eru
Hulda Vigdís, f. 28.12. 1972,
maki Eyþór Gunnar Gíslason,
f. 9.5. 1972.
Þeirra börn
eru: Íris, f. 1995,
Viktor Gísli, f.
1999, og Brynj-
ólfur Þór, f. 2001.
Árni Ágúst, f.
21.10. 1975. Maki
Jóhanna Katrín
Jónsdóttir, f.
25.8. 1976. Sonur
Árna er Daníel
Ágúst, f. 1995, en
móðir hans er Sandra B.
Gunnarsdóttir
Börn Árna og Jóhönnu eru:
Anna Dís, f. 2000, og Sara Sif,
f. 2006.
Anna ólst upp í Stóra-Dal,
Vestur-Eyjafjöllum, en fluttist
til Hveragerðis árið 1982 og
bjó þar síðan.
Starfaði á yngri árum á
vertíðum í Vestmannaeyjum
en eftir að hún flutti til
Hveragerðis vann hún í Tív-
olíinu í Hveragerði og á Dval-
arheimilinu Ási starfaði hún í
yfir 20 ár.
Útför Önnu fer fram frá
Stóra Dalskirkju undir Eyja-
fjöllum í dag, 28. febrúar
2015, kl. 15.
Nú fjöll og byggðir blunda,
á beð sinn allir skunda
og hljótt er orðið allt.
Upp, upp, minn hugur hraður,
þig hef, minn rómur glaður,
og Guði kvöldsöng helgan halt.
Nú sól er horfin sýnum,
og sjónum fyrir mínum
er húm í heimi svart.
Þó alls án ótta sef ég,
því aðra sól æ hef ég,
minn Jesú, lífsins ljósið bjart.
Til hvíldar hægt mig leiddu
og hlífðarvænginn breiddu
um beð minn nú í nótt.
Bæg illum öndum frá mér,
lát engla syngja hjá mér:
Guð vill, að barn sitt blundi rótt.
(Gerhardt/Helgi Hálfdánarson)
Ástarkveðja frá eiginmanni.
Brynjólfur.
Elsku mamma okkar og besti
vinur er fallin frá, mikið eigum
við erfitt með að trúa því að hún
sé farin frá okkur. Það er svo sárt
að geta ekki hringt eða kíkt í
kaffisopa til hennar en varla leið
sá dagur sem við sáumst ekki eða
spjölluðum í síma. Við eigum fal-
legar minningar sem við munum
varðveita í hjörtum okkar. Sökn-
uðurinn er svo sár hjá okkur öll-
um en við munum styðja við bak-
ið hvert á öðru og passa pabba
okkar sem syrgir nú eiginkonu og
besta vin. Megi Guð vera með
okkur öllum og styrkja.
Hvíldu í friði, elsku mamma
okkar.
Hulda, Árni og fjölskyldur.
Elsku fallega, góða amman
okkar. Við trúum ekki enn að þú
sért farin frá okkur og við viljum
að þú vitir hversu glöð við erum
að þú hafir verið svona stór part-
ur af lífi okkar. Það er svo erfitt
að hugsa til þess að það sé ekki
hægt að stoppa hjá þér og fá
svala og hlusta á þig hrósa manni
fyrir allt og ekkert því það gerði
enginn annar en þú, elsku amma.
Síðustu daga erum við búin að
hugsa mikið um allar þær góðu
stundir sem við höfum átt saman
og koma þá ferðalögin sem við
fórum í upp í huga okkar, þú
varst alltaf svo hress og
skemmtileg. Þú talaðir við alla þó
þeir töluðu ekki einu sinni sama
tungumál og þú. Alveg eins og þú
gerðir við einn arabann á Mal-
lorka þegar þú vildir endilega
kaupa boli á okkur krakkana en
varst ekki alveg sammála honum
um verðið og við áttum erfitt með
að skilja hann, þá fórstu niður á
hnén og sagðir bara plís plís og á
endanum fékkstu bolina miklu
ódýrari og við öll, mamma, pabbi
og afi stóðum bara og hlógum
fyrir aftan að ruglinu í þér.
Elsku besta amman okkar, við
vitum ekki alveg hvernig allt
verður án þín en við vonum að þú
hafir það gott þar sem þú ert og
fylgist með okkur.
Þín verður sárt saknað og
munum við aldrei gleyma þér,
elsku Anna, amma okkar.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þín barnabörn,
Íris, Viktor, Brynjólfur
(Binni).
Elsku yndislega og skemmti-
lega Anna mín, ekki bjóst ég við
að ég væri að kveðja þig í hinsta
sinn þegar ég hringdi í þig áður
en ég fór utan þegar þú varst á
sjúkrahúsinu á Selfossi. Við
grínuðumst í því símtali og þú
vildir að ég kæmi og sækti þig og
tæki þig með okkur Simma í
skíðaferðalagið, ég sagðist ein-
mitt vera búin að kaupa miða
handa þér. Ég kvaddi þig með
orðunum: Anna mín, ég elska þig
og við sjáumst þegar ég kem
heim.
Ég trúði því ekki að sama dag
og ég kom til landsins þá varstu
dáin. Rosalega þarf lífið að vera
ósanngjarnt. Ég átti eftir að
segja þér alla ferðasöguna en í
staðinn sit ég og skrifa minninga-
grein til þín, elsku hjartans Anna
mín.
Ég er ein af þeim heppnu sem
eiga fullt af skemmtilegum minn-
ingum með þér, að geta talað við
þig um allt milli himins og jarðar
og alveg sama hvernig mér leið
þá fékkstu mig alltaf til að brosa.
Þú hélst svo vel utan um fjöl-
skylduna þína, varst dugleg að
fylgjast með öllum og þú vissir
allt um alla hvað allir væru að
gera og varst alltaf til staðar fyrir
alla.
Þegar það voru haldnar veislur
þá varst þú oftast fyrst að mæta
og síðust að fara, svo drífandi,
dugleg og vildir hjálpa við að
gera það sem þurfti að gera,
komst alltaf með fullt af mat og
kræsingum, Önnu-köku eins og
ég kallaði marengstertuna. Það
var alltaf gaman í eldhúsinu þar
sem þú varst og áttum við ófáar
stundirnar þar með mömmu
minni.
Ég verð ævinlega þakklát fyrir
matarboðið sem þú, mamma og
Aubi hélduð fyrir Jonnu systur
ykkar heima hjá Anný 6. desem-
ber sl. Þar áttum við dýrmæta og
yndislega stund með hluta af fjöl-
skyldum okkar. Þar vorum við
eins og oft áður í eldhúsinu með
mömmu að hafa gaman og gátum
hlegið að vitleysunni í okkur
þremur.
Ég brosi í gegnum tárin þegar
ég hugsa til þín, þú varst ekki
bara frænka mín heldur líka vin-
kona, gott að tala við þig, fá álit
hjá þér með svo margt.
Ég á eftir að sakna þín meira
en orð geta lýst en ég veit í þakk-
látu hjarta mínu að þú, Auður,
Helga og allir hinir englarnir
fylgjast vel með okkur öllum.
Þegar ég knúsaði þig á spít-
alanum hvíslaði ég í eyrað á þér
nokkur orð sem ég mun standa
við.
Ég bið góðan Guð og alla engla
alheimsins um að varðveita elsku
Binna þinn sem er ekki eingöngu
að missa konuna sína heldur sálu-
félaga og dýrmætan vin sinn.
Huldu, Eyþóri, Árna, Jóhönnu,
barnabörnum þínum sem þú
elskaðir endalaust, fjölskyldu og
vinum sendi ég mínar dýpstu
samúðarkveðjur.
Ég elska þig meira en orð geta
lýst, elsku Anna mín, þú ert best.
Þín,
Guðrún (Gunna) frænka.
Þegar fólk deyr fer maður
ósjálfrátt að fletta upp í spjald-
skrá minninganna og rifja upp
stundir sem maður átti með við-
komandi. Um leið barmar maður
sér yfir því að hafa ekki látið
þessar stundir verða fleiri. Und-
anfarna daga hef ég verið að
fletta upp minningum mínum af
Önnu Viktoríu Högnadóttur og
óhætt er að segja að þær minn-
ingar ylja mér um hjartarætur.
Þessar minningar eru langflestar
frá heimsóknum mínum sem
barn og unglingur til Önnu og
Binna frænda á „Sex“ (Kamba-
hraun 6).
Sem skilnaðarbarn dvaldi ég í
Hveragerði aðra hverja helgi hjá
pabba mínum. Þá var ég dugleg-
ur að heimsækja ættingja mína í
Hveragerði. Þess vegna rölti ég
oft yfir til Önnu og Binna og fékk
alltaf sömu móttökur: Faðmlög
og kossa frá þeim báðum. Þau
voru alltaf yfirmáta glöð að sjá
mann og slíkar móttökur kann
maður sérlega vel að meta þegar
maður er lítill, óöruggur drengur.
Mér var alltaf boðið sæti við eld-
húsborðið og oftar en ekki stóð
Anna í eldhúskróknum og dró
fram ýmiskonar kruðerí. Í minn-
ingunni var alltaf til gos hjá Önnu
og Binna – ekki slæmt! Þau
spurðu mann alltaf spjörunum úr
og hlógu dátt ef tilsvör manns
voru þess eðlis, enda var Anna
mjög hláturmild kona.
Ef maður kom til Önnu og
Binna á sólríkum degi sat hún
oftar en ekki úti í garði þar sem
hún naut veðurblíðunnar. Hún
var svokallaður sóldýrkandi, en
hún var líka „jóldýrkandi“, því fá
hús voru meira eða betur skreytt
en Kambahraun 6 á aðventunni.
Anna var mikill heimsborgari
og voru þau Binni dugleg að
heimsækja ýmsar borgir Evrópu.
Enda var Anna „internasjónal“
og minnist ég þess ekki að hafa
fengið jólakort frá henni án þess
að í því stæði Merry Christmas
and Happy New Year. Mér
fannst það alltaf töff, enda vissi
ég að þessi jólakort væru keypt í
útlöndum sem gerði þau enn
merkilegri.
Þegar ég varð fullorðinn fór
heimsóknum mínum á „Sex“ að
fækka stórlega, eins og eflaust
gengur og gerist. Ég hitti Önnu
sjaldnar en þó var það alltaf nota-
legt að ræða við hana. Fyrir
nokkrum mánuðum fékk ég sím-
tal sem hófst á orðunum: „Þekk-
irðu mig ekki?“ Það fór ekki á
milli mála hver var á línunni. „Jú,
Anna mín. Ég þekki þig, sko.“
Anna ætlaði að fá mig til að
skemmta en því miður var ég
bundinn við veislustjórn annars
staðar og gat ekki gert það fyrir
hana. Við töluðum saman í stutta
stund og fór vel á með okkur –
eins og alltaf. Þetta var bara
Anna, og Anna kom bara í einu
númeri hvað samskipti okkar
tveggja varðaði: Alltaf hlý og góð.
Elsku Binni minn, Hulda
Vigga og Árni. Ég vona að þið
finnið innri styrk til að komast yf-
ir þessa erfiðu tíma með ykkar
góðu mökum og börnum sem
voru Önnu svo mikilvæg. Við Elín
Anna getum ekki verið með ykk-
ur í dag þar sem við erum stödd í
fjarlægu landi en hugur okkar
verður hjá ykkur í Stóra Dal þar
sem góð kona verður borin til
grafar.
Sólmundur Hólm
Sólmundarson.
Með þessu ljóði móður okkar
til þín, kveðjum við þig að sinni,
elsku Anna okkar.
Elsku Anna, mín ættmóðir,
mig færir á æskuslóðir.
Í Stóra-Dalsins örugga faðm,
þar slitum við barnsskónum
Anna Viktoría
HögnadóttirMaðurinn minn,
GUÐMUNDUR PÁLMASON
frá Akranesi,
lést fimmtudaginn 26. febrúar.
Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna
og barnabarnabarna,
.
Sólrún Engilbertsdóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTJANA JÓNSDÓTTIR,
Bræðratungu 8,
Kópavogi,
lést miðvikudaginn 25. febrúar.
Útförin verður auglýst síðar.
.
Sigurjón Hrólfsson,
Jón Hrólfur Sigurjónsson, Erla Sigurbjarnadóttir,
Hörður Sigurjónsson,
Anna Rósa Sigurjónsdóttir, Jens Ágúst Jóhannesson,
Helga Sigurjónsdóttir, Steinar Sigurðsson,
Heiðar Sigurjónsson, Sólveig Jörgensdóttir,
Sveinn Sigurjónsson, Erla Skaftadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri maður, faðir, stjúpfaðir,
tengdafaðir og afi,
BALDVIN BERNDSEN,
Lautasmára 51,
Kópavogi,
lést á heimili sínu þriðjudaginn
24. febrúar.
Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn
5. mars kl. 15.
.
Henný Hermannsdóttir,
Baldvin Örn Berndsen, Berglind Helgadóttir,
Jóhanna Sigríður Berndsen,
Ragnar Baldvin Berndsen, Jennifer Berndsen,
Margrét Lára Berndsen,
Evald Berndsen,
Unnur Berglind Guðmundsdóttir, Niel Jeppe,
Árni Henry Gunnarsson, Anna L. Sigurðardóttir
og afabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma, dóttir og tengdadóttir,
GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR,
Hellnafelli 4,
Grundarfirði,
lést á heimili sínu þriðjudaginn
24. febrúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
.
Kristbjörn Rafnsson,
Agnes Ýr Kristbjörnsdóttir, Tómas L. Hallgrímsson,
Arna R. Kristbjörnsdóttir, Elí Jón Jóhannesen,
Helgi Rafn Kristbjörnsson,
Páll Guðmundsson, Svana Svanþórsdóttir,
Rafn Ólafsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir
og Kristbjörn Helgi Jóhannesen.
Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SIGURBJÖRG LÁRUSDÓTTIR,
Stella,
frá Skagaströnd,
lengst af búsett í Hlaðbrekku í
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Boðaþingi
mánudaginn 23. febrúar.
Jarðarförin verður föstudaginn 6. mars kl. 15 í Lindakirkju í
Kópavogi.
.
Bára Berndsen, Hilmar Jónsson,
Fritz H. Berndsen, Indíana Friðriksdóttir,
Lára Berndsen, Jón Karl Scheving,
Bjarki Berndsen,
Regína Berndsen, Bragi Þór Jósefsson.