Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 34
:
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA:
fyrir kl. 16 mánudaginn 2. mars.
SÉRBLAÐ
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Fermingarblað Morgunblaðsins
kemur út föstudaginn 6. mars
FERMINGAR
Fermingarblaðið er
eitt af vinsælustu sérblöðum
Morgunblaðsins og
verður blaðið í ár
sérstaklega glæsilegt.
Fjallað verður um allt sem tengist fermingunni.
Kristján Már Gunn-
arsson, Rkl. Selfoss.
Sigurrós Þorgríms-
dóttir, Rkl. Borgum
Kópavogi.
Tryggvi Pálsson,
Rkl. Reykjavík Aust-
urbær, umdæmisstjóri
2011-2012.
Varamenn í stjórn
eru:
Hanna María Sig-
geirsdóttir, Rkl.
Reykjavík miðborg.
Margrét Friðriks-
dóttir, umdæmisstjóri 2010-2011.
Sú hefð hefur skapast að veita við-
urkenningar til aðila á félagasvæði
þess Rótarýklúbbs sem heldur hið ár-
lega umdæmisþing rótarý, nú síðast
Rótarýklúbbsins Görðum, Garðabæ,
sem hélt umdæmisþingið dagana 10.
og 11. október 2014, en þá voru við-
urkenningar veittar tveim stofnunum
í Garðabæ:
a). Klifið – skapandi fræðslusetur
fékk viðurkenningu fyrir framúrskar-
andi og nýstárlegt framtak á sviði
mennta og samfélagsverkefna. Klifið
– skapandi fræðslusetur hefur það
markmið að bjóða upp á fjölbreytt og
skapandi námskeið. Klifið leggur sig
fram við að bjóða upp á fræðslu við
hæfi ólíkra hópa, fræðslu sem vekur
áhuga og auðgar líf fólks á öllum aldri.
b). Hönnunarsafn Íslands fékk við-
urkenningu fyrir framúrskarandi og
nýstárlegt framtak á sviði lista og at-
vinnumála. Árið 2009 var safninu val-
inn staður við Garðatorg í Garðabæ.
Safnið gegnir í dag mikilvægu hlut-
verki í listalífi Garðabæjar og landsins
alls. Helstu markmið safnsins eru að
safna hönnunargripum og varðveita
þá sem marktækan vitnisburð um ís-
lenska hönnunar- og listhandverks-
sögu og verða leiðandi stofnun á því
sviði. Ennfremur að miðla íslenskri og
erlendri hönnunarsögu með sýn-
ingum, útgáfum og fræðslu fyrir al-
menning.
Starfsárið 2013 til 2014 var um-
dæmisþingið haldið á Selfossi dagana
11. og 12. október 2013, af Rót-
arýklúbbi Selfoss. Þá hlutu eftirtaldir
aðilar viðurkenningar:
a). Sæbýli ehf. á Eyrarbakka, fékk
viðurkenningu fyrir framúrskarandi
og nýstárlegt framtak á sviði vísinda
Verðlauna- og styrkt-
arsjóður Rótarý á Ís-
landi er eign Rótarý-
umdæmisins á Íslandi.
En eitt af mörgum
markmiðum Rótarý-
umdæmisins á Íslandi er
að láta samfélagið hér á
landi njóta góðs af starfi
Rótarýhreyfingarinnar
og þar með varpa ljósi á
markmið Rótarýstarfs-
ins. Tilgangur sjóðsins er að veita ár-
lega viðurkenningar fyrir framúrskar-
andi eða nýstárlegt framtak, sem
unnið er í umdæminu á sviði mennta,
lista, vísinda eða atvinnumála, og að
styðja samfélagsverkefni hérlendis
eða erlendis, m.a. í samstarfi við önn-
ur Rótarýumdæmi og/eða Al-
þjóðahreyfingu Rótarý.
Sjóðurinn var stofnaður 1. júlí 2007
með samruna við Starfsgreinasjóð
Rótarý á Íslandi en sá sjóður var
stofnaður í tilefni af 50 ára afmæli
Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi, 13.
september 1984. Einnig runnu á sama
tíma til sjóðsins eignir styrktarsjóðs
umdæmisins, sem til varð í tilefni af
100 ára afmælis Alþjóðahreyfingar
Rótarý, 23. febrúar 2005. Þrátt fyrir
mikil fjárhagsleg áföll árið 2008 hefur
Rótarýumdæmið á Íslandi lagt metn-
að og fjármagn í að endurreisa sjóð-
inn og tryggja þar með markmið
sjóðsins samkvæmt skipulagsskrá.
Sjóðurinn er í dag sjálfbær og stend-
ur undir árlegum framlögum til
þeirra sem viðurkenningar fá.
Stjórn sjóðsins skipa fimm menn
og tveir til vara. Þeir eru skipaðir af
umdæmisstjóra að höfðu samráði við
umdæmisráð til fimm ára þannig að
árlega gengur einn úr stjórn. Enginn
situr lengur í stjórn en fimm ár í senn
og er þar með tryggt að sem flestir
Rótarýfélagar fái tækifæri til að taka
þátt í þessu gefandi og lærdómsríka
verkefni, en Rótarýstarfið er fjöl-
breytt, fræðandi og öllum til góðs.
Stjórn Verðlauna- og styrktarsjóðs
Rótarý á Íslandi starfsárið 2014-2015
skipa:
Jón B. Guðnason formaður, Rkl.
Keflavíkur.
Gunnar Einarsson, Rkl. Görðum.
og atvinnumála. Sæbýli var þá að
hefja framleiðslu á sæeyrum og sæ-
bjúgum til útflutnings og nýtir til þess
íslenskt hugvit, heitt vatn og hreinan
sjó.
b). Fengur ehf. í Hveragerði, fékk
viðurkenningu fyrir framúrskarandi
og nýstárlegt framtak á sviði atvinnu-
mála. Auk annarra verkefna endur-
vinnur Fengur spón fyrir íslenskan
landbúnað og nýtir til þess íslenskt
hugvit, timburúrgang og vistvæna
orku.
c). Fjölbrautaskóli Suðurlands, sem
fékk viðurkenningu fyrir framúrskar-
andi og nýstárlegt framtak á sviði
mennta og samfélagsverkefna þ.e.
menntunar vistmanna á Litla-Hrauni
og Sogni með það að markmiði að
skila þeim aftur sem betri borgurum
til samfélagsins.
Starfsárið 2012 til 2013 var um-
dæmisþingið haldið á Ísafirði dagana
14. og 15. september 2012, þá af Rót-
arýklúbbi Ísafjarðar. Þá voru veittar
viðurkenningar til tveggja nýsköp-
unarfyrirtækja, þ.e. Fossadals ehf. og
Skútusiglinga.
Árlega metur sjóðsstjórnin allar til-
lögur sem fram koma um fram-
bærilega styrkþega. Næsta verkefni
sjóðsins er á félagasvæði Rót-
arýklúbbs Borgarness en víst er að
þar er fjöldi frambærilegra aðila sem
vinna framúrskarandi og/eða nýstár-
legt framtak á sviði mennta, lista, vís-
inda og atvinnumála, og áhugaverð
samfélagsverkefni til viðbótar.
Fyrir okkur Rótarýfélaga er það
ómetanlegur lærdómur að fá að taka
þátt í störfum sjóðsins, starfa með fé-
lögum úr öðrum klúbbum og öðrum
starfsgreinum og kynnast öllum þeim
hæfu aðilum sem árlega koma til
greina sem viðtakendur viðurkenn-
inga og styrkja.
Eftir Jón Björgvin
Guðnason » Árlega metur sjóðs-
stjórnin allar til-
lögur sem fram koma
um frambærilega
styrkþega.
Jón Björgvin Guðnason
Höfundur er formaður stjórnar Verð-
launa- og styrktarsjóðs Rótarý á Ís-
landi, félagi í Rótarýklúbbi Keflavík-
ur, Reykjanesbæ.
Verðlauna- og styrktarsjóður
Rótarý á Íslandi
34 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015
CFMOTO FJÓRHJÓL
Nítró sport / Kirkjulundi 17
210 Garðabæ / Sími 557 4848
www.nitro.is
Fáum einnig
500 og 600 cc hjól.
Gæðahjól á góðu
verði.
CFORCE 800
V-tvin 8 ventla mótor,
EFI, spil, rafmagnstýri,
sætisbak, dráttarkúla
gasdemparar ofl.
Ný sending af þessum frábæru hjólum væntanleg.
Tryggðu þér eintak áður en allt klárast!
CFMOTO
UFORCE 800
Vinnubíll
… og æskan rósa-
beður, segir mál-
tækið. Það verður
hlutskipti flestra að
eldast og þjóðin eld-
ist hratt. Stefna
stjórnvalda er sú að
fólk geti búið eins
lengi heima hjá sér
og mögulegt er og
áherslan hefur því
verið lögð á aukna
heimaþjónustu. En
sumir þurfa meiri umönnun og
geta ekki verið heima hjá sér af
ýmsum orsökum.
Fjármagn nýtt í annað
Í hinum fullkomna heimi ættu
allir aldraðir að fá pláss á hjúkr-
unarheimili um leið og þörf er á,
en svo er ekki. Fjöldi aldraðra
ætti þó ekki að koma okkur á
óvart. Hlutverk Framkvæmda-
sjóðs aldraðra er að byggja upp
hjúkrunarrými en í þrengingum
síðari ára hefur fjármagnið verið
nýtt til reksturs hjúkrunarheimila
og viðhalds. Við stöndum því
frammi fyrir fjárskorti og það
blasir við að við þurfum að fara að
gera langtímaáætlanir varðandi
uppbyggingu, til a.m.k. 20 ára.
Fjölga rýmum
Nú er unnið að grófri fram-
kvæmdaáætlun um bygging-
arframkvæmdir öldrunarstofnana
til næstu fimm ára. Þeirri vinnu
ætti að ljúka fljótlega.
Ljóst er að bæði er
þörf á fjölgun hjúkr-
unarrýma og end-
urbótum á þeim rým-
um sem fyrir eru til
að mæta þeim við-
viðum um aðbúnað
sem þörf er talin á í
dag.
Fleiri krónur
Ríkisstjórnin bætti í
hvað varðar úthlutun
fjármagns til hjúkr-
unarheimila á fjárlögum 2015, en
betur má ef duga skal. Nú verða
200 millj. kr. veittar aukalega í
hjúkrunarrými. Um er að ræða
verulega fjölgun rýma í öllum heil-
brigðisumdæmum sem kemur til
móts við þá gríðarlegu þörf sem
safnast hefur upp undanfarin ár.
Á árinu verður 50 milljónum kr.
varið til að bæta stöðu minni
hjúkrunarheimila. Um er að ræða
heimili með 20 eða færri hjúkr-
unarrými. Langflest þeirra eru á
landsbyggðinni og mörg þeirra
hafa átt í miklum rekstrarvanda.
50 milljónum kr. verður varið
aukalega á árinu í heimahjúkrun
fyrir fólk sem komið er með gilt
færni- og heilsumat og bíður þess
að komast á hjúkrunarheimili. Um
er að ræða tilraunaverkefni með
það að markmiði að fólk geti sem
lengst búið heima.
Þó að menn greini á um ým-
islegt getum við örugglega verið
sammála um mikilvægi þess að
bæta aðbúnað aldraðra. Fækkum
þyrnunum.
Ellin er
þyrnikóróna
Eftir Silju Dögg
Gunnarsdóttur
Silja Dögg
Gunnarsdóttir
» Þó að menn greini á
um ýmislegt getum
við örugglega verið
sammála um mikilvægi
þess að bæta aðbúnað
aldraðra. Fækkum
þyrnunum.
Höfundur er þingmaður Framsókn-
arflokksins.
– með morgunkaffinu