Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015 algjör sérfræðingur í að elda og prófar sig áfram. Þetta er ekki bú- ið enn, hef ég á tilfinningunni,“ segir Þórarinn og á þar við að án efa séu fleiri hlutar nautsins sem enn eru ókannaðir í eldamennsk- unni á Hálsi. „Það er svo mik- Tuddinn Hamborgarabíll Matarbúrsins verður fyrir utan matarmarkað Búrsins um helgina með eðalborgara. Meðlæti Einstakt rabarbara-chutney. inn. Vel hljóma í það minnsta lýs- ingarnar á hinum ýmsu vöðvum og mismunandi eldunaraðferðum. Þind, vélinda og herðablað Sem fyrr segir eru holdanautin hjá Þórarni og Lisu grasfóðruð og útskýrir Þórarinn að það nautakjöt hafi meðal annars þann kost að það sé bragð af öllu. „Líka steikurnar. Það er svona ákveðið karakter- bragð af kjötinu og þær steikur sem eru bragðmeiri undir venjuleg- um kringumstæðum eru þá enn bragðmeiri þegar skepnurnar eru grasfóðraðar, eins og flat iron, herðablaðið.“ Annar hluti nautsins sem er sennilega ekki á hvers manns borði er svokölluð „hanger“ steik sem er úr vélindanu, þar sem það fer í gegnum þindina. „Það er rosalega góð steik og þindin sjálf er svaka- lega bragðgóð og fín steik. Lisa er ilvægt, gagnvart kúnnanum, að við vitum nákvæmlega hvað við erum með í höndunum,“ segir hann. Piparrót og trufflur Lisa hefur sannarlega gaman af að prófa sig áfram með ýmis hráefni og einskorðast það ekki við kjötið. Í garðinum á Hálsi er gróð- urhús og þar er eitt og annað ræktað og hefur Lisa prófað áhugaverðar samsetningar á með- læti með kjötinu. „Ég hef verið að prófa hvað passar best með nauta- kjötinu, til dæmis piparrótarsinnep og trufflusinnep. Trufflusinnep er gourmet-meðlæti með góðri steik. Svo er ég að búa til rabarbara- chutney sem er meðlæti með nautakjöti. Peru- og chilli-chutney er mjög gott með ostum og það bý ég til ásamt ýmiss konar hlaupi og sultum,“ segir Lisa. Aðspurð hvort hún telji Íslendinga almennt kunna að meta sinnep með nautasteikinni segist hún nokkuð viss um að vin- sældir þess aukist smám saman. „Fók sem hefur smakkað þetta kemur í það minnsta aftur til að kaupa meira. En til að byrja með þurfti ég að útskýra hvernig ætti að borða sinnep sem meðlæti. Margir halda að sinnep sé til þess að smyrja yfir steikina en svo er ekki. Til dæmis er trufflusinnep mjög dýrt því í því eru trufflu- sveppir og það er bara hugsað sem sérstakt meðlæti,“ segir Lisa. Það er ljóst að steik er ekki „bara“ steik og að mörgu að huga. Þau Lisa og Þórarinn fagna því að þeir sem selja beint frá býli skuli í sam- einingu geta kynnt afurðirnar á matarmörkuðum, rétt eins og þeim sem haldinn er í Hörpu nú um helgina. Matarmarkaður Búrsins hefur komið mörgum framleið- endum á kortið og verða þau Þórarinn og Lisa þar með sínar vörur ásamt fjölda annarra mat- gæðinga frá klukkan 11-17 í dag og á sama tíma á morgun, sunnudag. Nánari upplýsingar um sér- verslunina á Hálsi í Kjós er að finna á vefnum www.matarburid.is. Vígaleg Holdanautin á Hálsi í Kjós eru eingöngu fóðruð á grasi. „Það er svona ákveðið karakt- erbragð af kjötinu og þær steikur sem eru bragðmeiri und- ir venjulegum kring- umstæðum eru þá enn bragðmeiri þeg- ar skepnurnar eru grasfóðraðar.“ SMÁRALIND • 2 HÆÐ SÍMI 571 3210 Verð 9.995 Stærðir 36-41 Einnig til off white og svartur Verð 4.995 Stærðir 36-41 Einnig til ljósbrúnn 11.995 Stærðir 36-41 Einnig til off white 4.995 Stærðir 36-41 3.995 stærðir 36-41 7.995 stærðir 36-41 Verð 7.995 8.995 stærðir 36-41 Verð Verð Verð VerðVerð 4.995 Stærðir 37-41 stærðir 36-41 Verð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.